Sama fargjald með Herjólfi í Landeyjahöfn og Þorlákshöfn

Sumaráætlun Herjólfs hefur gengið vel og gríðarlegur fjöldi farþega farið með skipinu á milli lands og Eyja. Eðlilega hefur verið uppselt í skipið í mörgum ferðum og kallað hefur verið eftir fleiri ferðum til að mæta auknum kröfum. En kerfið er þungt og skipið ekki rekið á forsendum heimamanna sem þurfa að fara sem sendinefnd […]

Þjóðhátíð 2016…..

……..verður fyrst og fremst minnst fyrir frábært veður, mikið af fólki, mikið gaman, ágætis dagskrá með sínum vanalegu hápunktum á hverju kvöldi. Fyrir mig persónulega hins vegar, verður þetta lang lakasta hátíðin í mínu minni, eðlilega, eftir að hafa mætt í 40 ár í röð þá mætti ég ekki núna. Svolítið skrýtin tilfinning, en það […]

„Þjóðhátíðin og gíslatakan”

Í viðtalinu kemur m.a. fram og er reyndar fyrirsögn viðtalsins “Við getum ekki tekið lögregluna í gíslingu”. Þá segir „háværasta krafa okkar er að lögreglustjórar í landinu samræmi verklag sitt varðandi upplýsingaskyldu.  Það er í raun okkar áskorun á innanríkisráðherra.”   Tóku samstarfsaðila sinn í gíslingu Þegar einstaklingur eða hópur manna vill ná fram kröfum sínum þá […]

Fjársvelt heilbrigðisstofnun

Ef rýnt er í nýjustu ársskýrslu HSU sem aðgengileg er á heimasíðu stofnunarinnar og er fyrir árið 2014 má sjá að það ár voru stöðugildi við stofnunina 273,1, en árið 2012 voru stöðugildin 286,3. Hafa ber í huga að þann 1. október 2014 gekk sameining stofnanna í gegn. Í þessari uppsagnarhrinu var samtals fækkað um […]

Hjálp

Þjóðin er að fagna sigrum á öllum vígstöðvum og við syngjum hástöfum nýja „þjóðsönginn“ Er völlur grær og vetur flýr. Birtan og gróðurinn sigra myrkrið og kuldann á sólstöðum og völlur grær og vetur flýr. Landsliðið í knattspyrnu þjappar okkur öllum saman í sigurvímu sem þjóðin er þátttakandi í og í hálfleik fögnum við nýjum […]

Sjómannadagurinn 2016

Sjómannadagshelgin fram undan og því rétt að fara yfir fiskveiðiárið að venju. Þetta er 29. fiskveiðiárið sem ég geri út hér í Eyjum og það lang, lang erfiðasta. Tíðin hefur reyndar verið mjög góð og nóg af fiski í sjónum, en eins og ég hef áður sagt í greinum um sjávarútvegsmálin, þá eru inngrip núverandi […]

Barátta framundan í pólitíkinni

Nú í aðdraganda kosninga eru flokkarnir að ákveða hvaða leið skuli valin við að stilla upp á lista sína. Vinstri grænir hafa til að mynda tilkynnt um að stillt verði upp á lista í Suðurkjördæmi. Eyjar.net ætlar hér að rína betur skoðanakannanir og hvaða leið kjörnir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins vilja að notuð sé til að raða […]

Áskorun á rekstraraðila Herjólfs

Það hafa óvenju margir komið á máli við mig að undanförnu og kvartað sáran yfir fargjöldum með Herjólfi. Þetta hefur lengi verið mál sem hefur verið á milli tannanna á Eyjamönnum og það er ósköp skiljanlegt, vegna þess að fargjöldin eru allt of há og í engu samræmi við vegalengdina sem farin er. Það ganga […]

Gleðilegt sumar og af forseta framboði

Lundinn settist upp þann 19. og þar með byrjaði sumarið hjá mér, tveimur dögum fyrir sumardaginn fyrsta. Ég er óvenju spenntur fyrir þessu lunda sumri, enda var bæjarpysjan í Vestmannaeyjum á síðasta ári hátt í 4000 pysjur og því gríðarlega spennandi að sjá, hvort að sá frábæri viðsnúningur komi með framhald í ár. Ekki minnkaði […]

Landeyjahöfn og séfræðingarnir

Það er greinilega komið vor í Eyjum með föstum vorboðum. Farfuglarnir byrjaðir að koma og páskahretið á leiðinni og það nýjasta, Landeyjahöfn eins og vanalega full af sandi. Það hefur ótrúlega mikið verið skrifað um Landeyjahöfn að undanförnu og margt mjög athyglisvert þar. Sérstaklega þóttu mér góðar greinarnar frá skipstjóranum á Lóðsinum og skipstjóranum á […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.