Fjársvelt heilbrigðisstofnun
5. júlí, 2016

Ef rýnt er í nýjustu ársskýrslu HSU sem aðgengileg er á heimasíðu stofnunarinnar og er fyrir árið 2014 má sjá að það ár voru stöðugildi við stofnunina 273,1, en árið 2012 voru stöðugildin 286,3. Hafa ber í huga að þann 1. október 2014 gekk sameining stofnanna í gegn.

Í þessari uppsagnarhrinu var samtals fækkað um 13,1 stöðugildi sem er þá 4,8% fækkun á stöðugildum frá árslokum 2014.

100 millj­ón­a halli á fyrstu fjór­um mánuðum þessa árs

Að því er fram kem­ur í Sunn­lenska á fimmtudaginn var halli á rekstri stof­un­ar­inn­ar 100 millj­ón­ir króna á fyrstu fjór­um mánuðum þessa árs. Stofn­un­in hefur glímt við veru­leg­an fjár­hags­vanda sem að hluta er rek­inn til ár­anna fyr­ir sam­ein­ingu heil­brigðis­stofn­ana á Suður­landi í eina árið 2014. 

Höfuðstóll HSU var nei­kvæður um 350 millj­ón­ir króna við lok árs 2014. Meðal skulda stofnunarinnar er skuld til eins af lán­ar­drottnum uppá um 50 millj­ón­ir króna.

Viðbótarfjárveiting vegna sameiningar

Stofnuninn fékk 135 milljónir króna í viðbjótarfjárveitingu umfram fjárlög árið 2015 til að standa straum af tilfallandi verkefnum sem komu til vegna sameiningar og vegna uppsafnaðs rekstrarhalla. Þrátt fyrir þessa aukafjárveitingu var 50 milljón króna halli á rekstrinum árið 2015 og höfuðstóllinn því orðinn neikvæður um 400 milljónir króna, segir í frétt Sunnlenska.

Þá segir að samkvæmt fjárlögum þessa árs sé ráðgert að stofnunin hafi um 4,1 milljarð króna frá ríkinu til rekstursins. Erfiðlega gangi að ná utan um hallareksturinn en velferðarráðuneytið hefur leitað eftir skýringum hjá stjórnendum stofnunarinnar og gripið hefur verið til hagræðingaraðgerða í rekstrinum.

Hvað er til ráða?

Með sameiningunni 2014 færðist stór hluti yfirstjórnar spítalans á Selfoss, í nafni hagræðingar. Á móti töpuðust störf í öðrum sveitarfélögum. Ekki hefur fengist skipting á þeim stöðugildum sem nú eru lögð niður, þ.e.a.s hvernig þau skiptast á milli spítala stofnunarinnar.

Miðað við ofangreindar tölur má sjá að stofnunin er að tapa að meðaltali 25 milljónum á hverjum mánuði. Við sameiningu stofnana árið 2014 var talað um að það hlytist mikil hagræðing af því að hafa stofnanrnar allar undir sama hatti.  Ef reynt er að ráða í hvað þarf til – þá er ljóst að ekki verður ráðið við taprestur sem þennan einungis með niðurskurði. Þ.e.a.s ef hann á ekki að koma niður á klínískri starfsemi spítalans, líkt og forstjórinn heldur fram. Það verður einfaldlega að tryggja stofnuninni meira fjármagn og það hlýtur að verða keppikefli kjörinna fulltrúa okkar að tryggja að sú verði raunin.

Fjármagnið virðist ekki fylgja auknum umsvifum

Eðlilegt er að ráðuneytið geri kröfu á stjórnendur að þeir sýni aðhald í rekstri, en það eitt og sér dugir alls ekki í þessu tilfelli. Fyrir það fyrsta dugði stofnframlag ríkisins ekki til að gera upp fortíðardrauga spítalana sem sameinuðust. Fyrir vikið er enn verið að burðast með þá inní rekstrinum. Í annan stað ber að líta á vöxtinn á svæðinu. Á svæðinu er stærsta sumarbústaðabyggð landsins. Sjúkraflutningum fjölgar um tugi prósenta á milli ára. Yfir milljón ferðamenn fara um svæðið á ári hverju. En fjármagnið virðist alls ekki fylgja þessum auknu verkefnum. Ekkert kerfi virðist vera á því að með auknum umsvifum aukist fjármagnið. Þú setur ekki miða í hurðina á sjúkrahúsinu sem á stendur ,,Uppselt”. Þarna getur verið um mannslíf að ræða.

Þegar ráðist var í þær uppsagnir sem nú ganga yfir á stofnuninni – hefði kannski verið gáfulegt að koma fram með eitthvert plan. Plan sem segir okkur hvað skuli gera til framtíðar. Að stofnuninni verði tryggt fjármagn í samræmi við vöxtinn í umdæminu.

Tökum dæmi. Það er til að mynda galið að með aukningu ferðamanna – þá aukast sjúkraflutningar á Suðurlandi – varlega áætlað um 30%  og með tilheyrandi kostnaði. Hvað geta stjórnendur gert, nú þegar búið er að skera niður inn að beini? Er þá kannski lausnin að segja upp ljósmóður í Vestmannaeyjum?

Ágæti ráðherra – þarf ekki fjármagn að fylgja auknum umsvifum í þessum geira?

 

Ýmis fróðleikur um HSU:
Heimild: hsu.is
Heilbrigðisstofnun Suðurlands (HSU) var stofnuð 1. október 2014, í víðfeðmasta heilbrigðisumdæmi landsins, við sameiningu.
Heilbrigðisstofnunar Suð-Austurlands (HSSa), Heilbrigðisstofnunar Suðurlands (HSu) og Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja (HSVe). Formleg sameining tók gildi 1. janúar 2015.
Heildarframlag til HSU á fjárlögum 2016 er liðlega 4 milljarðar króna og hjá stofnuninni starfa ríflega 430 manns.
Fjöldi íbúa í umdæminu eru um 27.000 manns. Hlutverk HSU er að leggja grunn að skipulagi almennrar heilbrigðisþjónustu og tryggja íbúum í heilbrigðisumdæmi Suðurlands og öðrum þjónustuþegum, s.s. ferðamönnum á svæðinu, jafnan aðgang að bestu heilbrigðisþjónustu sem á hverjum tíma er tök á að veita.
Starfsstöðvar HSU: Selfoss, Vestmannaeyjar, Hveragerði, Laugarás, Kirkjubæjarklaustur, Rangárþing, Þorlákshöfn, Vík. Hornafjörður er samkvæmt heimildum Eyjar.net rekin alveg sér.

Tengdar fréttir:

18 starfsmönnum sagt upp á HSU

,,Kemur mér algjörlega í opna skjöldu”

Vill frekari upplýsingar áður en hann tjáir sig

Fjárhagsleg staða HSU erfið

Kannast ekki við að hafa verið boðaður á upplýsingafund vegna hagræðingar

 

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
Forsida 17 Tbl EF Min
17. tbl. 2024

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson

NÝBURAR

IMG 2234 800x800
28. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Helen Dögg Karlsdóttir og Gísli Ingi Gunnarsson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst