Áfram hagsýn

Þau missa seint marks fræg orð Margrétar Thatcher um skatta. En hún útskýrði svo eftirminnilega á breska þinginu að ekki væri til neitt sem héti í raun „almannafé“, heldur aðeins „fé skattgreiðenda“. Þannig vildi hún leiðrétta þann misskilning sumra að hið opinbera hafi milli handa sinna óskilgreint fé sem heimilt væri að eyða að vild. […]
Áfram saman

Nú liggur fyrir að flottur hópur fólks býður fram krafta sína í þágu samfélagsins. Þverskurður bæjarbúa á breiðum aldri, með ólíka reynslu og fjölbreyttar skoðanir. Óska ég þeim öllum innilega til hamingju. Sama hvernig Eyjamenn raða upp framboðslista Sjálfstæðisflokksins, í komandi prófkjöri, tel ég nær óumflýjanlegt að útkoman muni mynda sterka og samheldna forystu. Því […]
Pysjuveiðar á Instagram (myndir)

Mikill fjöldi lundapysja hefur flogið inn í bæinn á undanförnum vikum. Ungir sem aldnir Eyjamenn og gestir hafa eyjanna farið á svokallaðar lundapysjuveiðar til þess að hjálpa pysjunum aftur í sjóinn. Einnig hafa sumir bjargað þeim sem flogið hafa í höfnina og komið þeim í hafið annars staðar. Um er að ræða algjöran met fjölda […]
Vestmannaeyjabær og Janus-heilsuefling endurnýja samstarfssamning

Vestmannaeyjabær og Janus-heilsuefling endurnýjuðu samstarfssamning sinn um heilsueflingar og rannsóknarverkefnið „Fjölþætt heilsuefling 65+ í Vestmannaeyjum – Leið að farsælum efri árum”. Vestmannaeyjabær er fyrsta sveitafélagið sem býður íbúum upp á framhaldsnámskeið eftir tveggja ára samstarf. „Verkefnið í Vestmannaeyjum hófst í september 2019 og hefur þrátt fyrir Covid-19 faraldur og samkomutakmarkanir, leitt af sér framfarir á […]
Daníel og Svanur nýir rekstraraðilar

Í dag undirrituðu þeir Svanur Gunnsteinsson og Daníel Geir Moritz undir samning um rekstur Hallarinnar. Þessu greinir Daníel frá á samfélagsmiðlum. Segir Daníel að þegar hann kom heim að loknu Tónaflóði í Eyjum um Goslokin hafi beðið hans skilaboð frá Svani sem voru einföld: “Verðum við ekki að fara að reka Höllina saman?” Daníel hafi […]
Verslunarmannahelgin 2021 á Instagram (myndir)

Þrátt fyrir að ekki hafi verið haldin hefðbundin Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum,annað árið í röð, var víða glatt á Hjalla á Eyjunni. Fjölskyldur og vinir komu saman heima við og í einstaka hústjöldum sem reist höfðu verið í görðum víða um bæinn. Einnig sóttu margir Eyjarnar heim og var því mannlífið iðandi. Á opnum Instagram-reikningum var […]
Drangavíkin vélarvana

Drangavík VE-80, ísfisktogari Vinnslustöðvarinnar, varð vélarvana á mánudaginn. Brynjólfur VE-3, frystitogari Vinnslustöðvarinnar, dró Drangavík í land er hún var á veiðum austan við Vestmannaeyjar. Blaðamaður hjá 200 Mílum Mbl.is náðu tali af Sigurgeiri Brynjari Kristgeirssyni, framkvæmdastjóra VSV: „Það varð tjón á vélinni. Þannig að þetta er sennilega talsvert mikið tjón. Véin hefur skemmst talsvert, það […]
Jafntefli stúlknanna á Akureyri

Leikur Þór/KA og ÍBV endaði með jafntefli, 1-1, á SaltPay vellinum á Akureyri kl. 14:00 í dag. Um er að ræða leik í 10. umferð Pepsi Max-deildar kvenna. Liðin voru nokkuð jöfn fyrir leik og sátu þau í 6. og 7. sæti deildarinnar. Lið þessi mættust síðast í 1. umferð deildarinnar þann 4. maí en […]
„Gjört í Vestmannaeyjum“

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, var staddur á Orkumótinu í Vestmannaeyjum í júní síðastliðnum. Hann var þar að hvetja son sinn til dáða sem keppti á mótinu. Á sama tíma staðfesti forsetinn 27 lög sem Alþingi hafði samþykkt. Undirritaði Guðni lögin föstudaginn 25. júní og er það tekið fram á skjölunum sem birst hafa í […]
Goslokahátíðin á Instagram

Hin árlega Goslokahátíð fór fram síðustu helgi í Vestmannaeyjum. Margt var um manninn og ljóst að fólk sótti Eyjarnar heim. Mikið birtist af skemmtilegum myndum á samfélagsmiðlinum Instagram. Hér má sjá nokkrar þeirra sem teknar voru á Goslokum og sýnlegar almenningi. View this post on Instagram A post shared by Tónafljóð (@tonafljod.band) View this post […]