Í dag undirrituðu þeir Svanur Gunnsteinsson og Daníel Geir Moritz undir samning um rekstur Hallarinnar. Þessu greinir Daníel frá á samfélagsmiðlum. Segir Daníel að þegar hann kom heim að loknu Tónaflóði í Eyjum um Goslokin hafi beðið hans skilaboð frá Svani sem voru einföld: “Verðum við ekki að fara að reka Höllina saman?”
Daníel hafi ákveðið að slá til og hlakki til að halda viðburði þegar búið verði að fínisera húsnæðið.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst