Áfram saman
12. mars, 2022
Rut Haraldsdóttir
Rut Haraldsdóttir

Nú liggur fyrir að flottur hópur fólks býður fram krafta sína í þágu samfélagsins. Þverskurður bæjarbúa á breiðum aldri, með ólíka reynslu og fjölbreyttar skoðanir. Óska ég þeim öllum innilega til hamingju.

Sama hvernig Eyjamenn raða upp framboðslista Sjálfstæðisflokksins, í komandi prófkjöri, tel ég nær óumflýjanlegt að útkoman muni mynda sterka og samheldna forystu. Því þegar litið er yfir hópinn sýnist mér að sama með hvaða hætti frambjóðendur skipta með sér sætunum muni bæði reynsla og nýliðun einkenna listann.

Sjálfstæðisflokkurinn er fjöldahreyfing fólks og breiðfylking hugmynda. Þar eru allir velkomnir til þátttöku, þar sem í krafti fjöldans er unnið að sameiginlegri sýn. Hjá flokknum er víða virkt félagsstarf og ungliðahreyfingin sterk. Þetta er flokkur sem býr yfir mannauði sem lætur sér málefnin varða og höndum sem tilbúnar eru að leggjast á plóg. Þess vegna tekst Sjálfstæðisflokknum, nær einum flokka, að boða til prófkjörs víða um land og þess vegna finnst mér spennandi að taka þátt.

Ég held að prófkjör okkar muni leiða fólk saman, skapa jákvæða umræðu og vekja aukinn áhuga Eyjamanna á framtíð sveitarfélagsins. Ég vona að niðurstaða þess muni þó einna helst leiða af sér samstöðu meðal frambjóðenda. Ekki mun allt ganga eftir óskum allra en ég tel að þátttakan ein eigi að kalla fram stolt hjá frambjóðendum sem þori að stíga fram og bendla nafn sitt við pólitískt starf, samfélaginu til heilla.

Sjálf er ég nú í fyrsta sinn frambjóðandi og stolt af því. En hingað til hef ég ekki stigið út á svell stjórnmálanna. Helst sökum þess að lengi sinnti ég hlutlausu þjónustu- og stjórnendastarfi hjá Vestmannaeyjabæ. Þjónusta sveitarfélagsins þarf að vera bæjarbúum bæði aðgengileg og góð. Ég hef alla tíð lagt mig fram við að nálgast fólk af virðingu og eiga í samskiptum við alla á jafnræðisgrundvelli. Því er mikilvægt að hlusta og vera tilbúin til samtals og viðræðna en um leið reiðubúin að rökræða ólík sjónarmið. Þessi gildi mín munu ekki breytast þó hlutverk mitt verði hugsanlega annað en áður. Markmiðið er enn hið sama.

Ég vil óska öllum meðframbjóðendum mínum í komandi prófkjöri góðs gengis. Ég vona að við getum að kjöri loknu gengið saman öll sem heild, ásamt stuðningsfólki okkar og bæjarbúum öllum, til kosninga í vor. Þannig komumst við áfram.

Áfram Eyjar!

Rut Haraldsdóttir, óskar eftir 5. sæti.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
Forsida 2tbl 2025
2. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst