Þeir ætluðu að drepa hana ömmu!

Aðsend grein: Hún langalangaamma mín -Guðrún Þórðardóttir- var dæmd til dauða árið 1857 fyrir það að eignast barn sem var getið af fósturföður hennar. Dómnum var aldrei fullnægt. Frá henni eru komnir 1886 afkomendur, nú á lífi eru 1.783 einstaklingar. Hvorki ég né þau hefðum nokkurn tímann orðið til hefði dómnum yfir langalangömmu verið framfylgt. […]

Níu ára Eyjapeyi stefnir á listaskóla

Óliver Friðriksson er 9 ára að verða 10 ára í júní. Foreldrar hans eru Drífa Þorvaldsóttir og Friðrik Már Sigurðsson. Systkini hans eru þau Mónika Hrund sex ára og Martin þriggja ára. Áhugi Ólivers á að teikna byrjaði snemma og stefnir hann á í framtíðinni að fara í listaskóla og verða listamaður. Við spurðum Óliver […]

Eyjamenn á áramótum

Við ákváðum að taka þráðinn á nokkrum vel völdum Eyjamönnum og fá þá til að líta um öxl og fram á veginn um áramót. Símonía Helgadóttir  Elvar Breki Friðbergsson, Símonía Helgadóttir, Friðberg Egill Sigurðsson og Kristbjörg Unnur Friðbergsdóttir. Hvað er minnistæðast frá árinu 2023? Minnistæðast frá árinu er klárlega afmælis og jólagjöf fjölskyldunnar sem var […]

Minningar frá gosnóttinni 1973

Á vef Vestmannaeyjabæjar rifjar Ingimar Georgsson upp þá örlagaríku nótt þegar gos hófst á Heimaey. Ég var vakinn rétt fyri kl 2 aðfaranótt 23.janúar 1973, mamma vakti mig og sagði “klæddu þig og komdu niður ekki fara í skólafötin”. Ég hlýddi og dreif mig niður og mamma benti mér á að kíkja út um austurgluggann […]

Trölli safnaði 670 þúsund fyrir Barnaspítalann

Trölli sem stal jólunum eða Grinch eins og margir þekkja hann fór á stjá í Vestmanna- eyjum rétt fyrir jólin. Grinch stal heldur betur senunni og voru börn sem og fullorðnir ánægð með að sjá hann hvert sem hann fór, þó stundum hafi nokkur hræðsla gert vart við sig enda óútreiknanlegur. Grinch kvaddi svo Eyjamenn […]

Tjaldurinn í Gvendarhúsi

Sigurgeir Jónsson: Tjaldurinn í Gvendarhúsi: Tveir myndarlegir ungar komust á legg þetta sumarið Þeir eru fremur stundvísir, tjaldarnir sem gert hafa sig heimakomna í nágrenninu við okkur í Gvendarhúsi á undanförnum árum. Í fyrra mættu þeir þann 29. mars, á afmælisdaginn hennar Katrínar, en í ár komu þeir degi fyrr, sennilega til að missa ekki […]

Kökugerðarkonan og leiðsögumaðurinn Björk

Björk Sigurgeirsdóttir er fædd og uppalin í Vestmannaeyjum. Foreldrar hennar eru Bergþóra Þórhallsdóttir og Sigurgeir Sævaldsson. Árið 2005 flutti hún til Akureyrar en flutti aftur heim til Eyja árið 2018 ásamt kærasta sínum Magnúsi Heiðdal. Saman eiga þau Karítas Heiðdal sem er eins og hálfs árs.  Björk, Karítas og Magnús að njóta á Spáni.  Áhugi […]

Góðgerðarsamtökin Ladies Circle – Eins og einn stór vinahópur

Ladies Circle (LC) eru alþjóðleg góðgerðar- og vináttusamtök með tæplega 1100 klúbba starfandi á tæplega 140 svæðum um allan heim og eru fleiri en 11.000 virkar klúbbkonur í samtökunum í dag. Í Ladies Circle fá konur tækifæri til að efla sjálfstæði sitt, auka víðsýni og umburðarlyndi og eiga frábærar stundir með öðrum konum.  Efri Röð: […]

Með rafbíladellu

Bílaáhugamenn í Vestmannaeyjum eru fjölmargir, þegar talið berst að rafbílaáhugamönnum aftur á móti er eitt nafn sem kemur fyrst upp í hugann. Hér er að sjálfsögðu verið að tala um Davíð Guðmundsson eða Davíð í Tölvun eins og hann er betur þekktur.    „Drottningarnar“ segir Davíð og á að sjálfsögðu við Tesluna og Suðurey. Aldrei aftur […]

Fjölskyldur flytja til Eyja – Fasteignamarkaðurinn

Staðan á fasteignamarkaðinum í Eyjum er nokkuð góð miða við aðstæður segir Halldóra Kristín Ágústsdóttir fasteignasali hjá Hús fasteignasölu. “Salan sveiflast þó nokkuð. Í sumar var meiri eftirspurn eftir stærri eignum, enda mikið af fjölskyldum að flytja til eyja, virkilega gaman að því. Upp á síðkastið hefur verið ágæt sala á minni íbúðum hjá mér […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.