Minningar frá gosnóttinni 1973
23. janúar, 2024

Á vef Vestmannaeyjabæjar rifjar Ingimar Georgsson upp þá örlagaríku nótt þegar gos hófst á Heimaey.

Ég var vakinn rétt fyri kl 2 aðfaranótt 23.janúar 1973, mamma vakti mig og sagði “klæddu þig og komdu niður ekki fara í skólafötin”.

Ég hlýddi og dreif mig niður og mamma benti mér á að kíkja út um austurgluggann í stofunni, það væri byrjað að gjósa, austurhimininn var allur rauður og ég hélt að það væri kviknað í nokkrum húsum. Stuttu seinna komu Sigmar bróðir og Edda upp, en þau bjuggu í kjallaraíbúðinni á Vegbergi, en það er nafnið á æskuheimili mínu. Simmi sagði mér að koma út á tröppur og sjá gosið þetta var rosaleg að sjá fyrir 12 ára gutta. Mamma hafði miklar áhyggjur af Guðfinnu systu og Kristni syni hennar en hann var þá rúmlega tveggja ára. Þau bjuggu austast í bænum nánar tiltekið á Suðurvegi.

Skæringur bróðir mætti fljótlega á Vegbergið með sína fjölskyldu, Sigrúnu konu sína og börnin tvö þau Georg og Láru. Pabbi bað Skæring að fara ásamt Sigmari og ná í Guðfinnu og Kristinn, en foreldrar mínir höfðu miklar áhyggjur af þeim. Ég rellaði í bræðrum mínum um að fá að koma með og þeir samþykktu það. Farið var á bílnum hjá Skæringi og þegar við komum upp á Búastaðabraut var eins og við væru komnir nánast upp að eldinum. Við komum heim til Guðfinnu og fórum inn, Guðfinna stóð í forstofunni með Kidda litla í fanginu mjög hrædd, enda var rosalega heitt í húsinu og gosið nánast í bakgarðinum. Ég tók Kidda í fangið að skipan Sigmars og hann leiddi Guðfinnu út í bíl og ég í humátt á eftir, rétti Guðfinnu Kidda og Sigmar settist við hlið hennar, en Guðfinna var orðin mjög hrædd og benti okkur á að Kiddi væri enn í náttfötunum og vantaði einhvað föt og bað okkur Skæring að fara inn í svefnherbergið og ná í föt á hann. Við Skæringur fórum aftur inn í húsið og inn í svefnherbergið sem snéri í austur, það var svakalega heitt þar inni og rauður bjarmi frá gosinu og miklar drunur. Skæringur reif einhvað af fötum og setti í tösku og við drifum okkur út.

Þegar við komum á Vegbergið aftur þá var Fríða mágkona mætt með sín börn, Jón Inga, Sigurbáru og Öddu Jóhönnu en Sigurður bróðir var á Akureyri að ná í nýjan bát, Heimaey VE. Mamma var búin að hella uppá kaffi og dekka borð. Ég fór aftur út á tröppur og horfði á gosið það var komið smá öskufall. Fín aska sveif um loftið og ég starði til austurs hálf dáleiddur, þegar löggubíll kom keyrandi niður Skólaveginn og frá bílnum komu skilaboð, allir eiga að fara niður á bryggju, ég hljóp inn og sagði fólkinu mínu frá skilaboðunum, sem reyndar öll heyrðu. Ég horfði á útvarpið það heyrðist í því “um miðja nótt” tilkynningin sem ég heyrði frá löggubílnum. Pabbi bað mig um að róa mig við færum fljótleg, mamma þín er að hringja í Kristínu systur þína og kanna með þau.

Það var síðan rúmlega 4 um nóttina að við fór öll saman niður á bryggju og um borð í Danska Pétur VE. Við stóðum flest út á dekki þegar siglt var út um hafnarmynnið og það var töluvert öskufall miklu grófara en askan upp á Skólavegi. Þegar við komum út fyrir Klettsnefið fór að gusast á okkur sjór og bað áhöfnin okkur um að drífa okkur niður í lest. Þar sátum við fjölskylda á veiðafæra hrúgu í lestarstíunum, alls vorum við 16 fjölskyldumeðlimir og einn laumufarþegi. Farþegar með Danska Pétri Ve 423 þessa nótt voru 231 og tveir laumufarþegar. Við komum að Þorlákshöfn milli kl 8 og 9 um morgunin og við Jón Ingi frændi stóðum út á dekki og horfðum á bátana sigla hver af öðrum inn í höfnina í Þorlákshöfn en það var eins og bátarnir væru í biðröð um að komast inn í höfnini.

Danski Pétur lagðist að bryggju milli 9 og 10 um morgunin. Við kvöddumst á bryggjunni, ég, afi, pabbi og mamma fóru til bróður pabba sem bjó í Þorlákshöfn, hinir í fjölskyldunni fóru til Reykjavíkur.

Ingimar Georgsson

Mynd: Af heimasíðu Vestmannaeyjabæjar.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
Forsida 17 Tbl EF Min
17. tbl. 2024

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson

NÝBURAR

IMG 2234 800x800
28. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Helen Dögg Karlsdóttir og Gísli Ingi Gunnarsson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst