Óliver Friðriksson er 9 ára að verða 10 ára í júní. Foreldrar hans eru Drífa Þorvaldsóttir og Friðrik Már Sigurðsson. Systkini hans eru þau Mónika Hrund sex ára og Martin þriggja ára. Áhugi Ólivers á að teikna byrjaði snemma og stefnir hann á í framtíðinni að fara í listaskóla og verða listamaður. Við spurðum Óliver út í teikningarnar og fengum sendar flottar og skemmtilegar myndir sem hann hefur teiknað undanfarið.
Áhugamál? Fótbolti og teikna.
Hvenær byrjaðir þú að teikna? Ég var bara á leikskóla þegar ég byrjaði að teikna, en ég fór að teikna meira í öðrum bekk.
Hvernig kviknaði áhuginn á að teikna? Ég var alltaf að sjá teikni myndbönd á Youtube og langaði að geta gert svona flottar myndir.
Hefur þú nýtt þér námsefni til þess að læra að teikna? Nei ekkert þannig, kannski bara Youtube.
Hversu oft teiknar þú? Ég teikna eiginlega alltaf eitthvað alla daga.
Hvernig myndir ert þú að teikna? Ég teikna mest andlitsmyndir en mér finnst líka gaman að teikna dýr.
Hvað finnst þér skemmtilegast að teikna? Mér finnst skemmtilegast að teikna myndir af andlitum.
Ertu með framtíðarplön þegar kemur að því að teikna? Mig langar að fara í listaskóla og verða listamaður.
Þessa mynd teiknaði Óliver þegar hann var aðeins sex ára.
Harry Potter.
Grinch (Trölli).
Óliver leitar oft að myndum á netinu sem honum langar að teikna og velur þar úr. Eins og sjá má eru myndirnar hjá honum glæsilegar og gaman verður að fylgjast með honum í framtíðinni.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst