17. júní á Stakkagerðistúni

Þjóðhátíðardeginum er fagnað í dag í Vestmannaeyjum líkt og um land allt, en í dag marka 79 ár frá stofnun lýðveldis á Íslandi á Þingvöllum 1944. Bæjarbúar og gestir létu sig ekki vanta þó sólin hafi gert það. Skrúðganga var gengin í fylgd lögreglu frá Íþróttamiðstöðinni niður á Stakkó. Fánaberar úr Skátafélaginu Faxa leiddu gönguna […]

Skóladagur Barnaskólans

Skóladagur Barnaskólans verður haldin á morgun miðvikudag milli kl. 17.00-19.00 Kaffisala, þrautir og alls konar húllumhæ verður til staðar og allir eru velkomnir. (meira…)

Sendiherra Kína kíkti í heimsókn

Fyrir síðastliðna helgi átti sendiherra Kína, He Rulong og eiginkona hans Mme SHen Ting fund með Írisi Róbertsdóttir bæjarstjóra og Angantý Einarssyni framkvæmdarstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs. Á fundinum var m.a. rætt um Ísland og Kína, Beluga hvalina, Puffin Run og eldgosið á Heimaey árið 1973. Fundurinn var góður og ánægjulegur. (meira…)

Fluttu frá Gana til Vestmannaeyja

Systurnar Adriana 16 ára og Lordiar 18 ára fluttu til Vestmannaeyja frá Gana í október 2022. Hér búa þær ásamt móður sinni og föður og stunda nám við Framhaldsskólann í Vestmannaeyjum. Þeim systrum líkar vel að búa í Eyjum og hafa aðlagast vel þrátt fyrir töluverðan menningarmun og ólíkt veðurfar en er á heimaslóðum. Stefna […]

Hin mörgu andlit sjávarútvegs

Það er af sem áður var, að störf í sjávarútvegi séu einhæf eða einsleit, í dag eru þau allt annað en það! Við tókum nokkrar konur tali sem hafa unnið í fiskvinnslu í skemmri eða lengri tíma í Vestmannaeyjum og komumst að því að störfin eru bæði mörg og fjölbreytt og að starf innan stöðvanna […]

Hin mörgu andlit sjávarútvegsins

Það er af sem áður var, að störf í sjávarútvegi séu einhæf eða einsleit, í dag eru þau allt annað en það! Við tókum nokkrar konur tali sem hafa unnið í fiskvinnslu í skemmri eða lengri tíma í Vestmannaeyjum og komumst að því að störfin eru bæði mörg og fjölbreytt og að starf innan stöðvanna […]

Hin mörgu andlit sjávarútvegs í Eyjum

Það er af sem áður var, að störf í sjávarútvegi séu einhæf eða einsleit, í dag eru þau allt annað en það! Við tókum nokkrar konur tali sem hafa unnið í fiskvinnslu í skemmri eða lengri tíma í Vestmannaeyjum og komumst að því að störfin eru bæði mörg og fjölbreytt og að starf innan stöðvanna […]

Tuttugu og fjögurra tíma púl fyrir Pietasamtökin

Í æfingasalnum er hann leiðtogi þegar hann stýrir æfingum, en ekki síður þegar hann stýrir sínum eigin æfingum og áskorunum. Gísli Hjartarson tók á sig mikla líkamlega áskorun um síðustu helgi þar sem hann stundaði æfingar í 24 klukkustundir samfleytt og án hvíldar. Hann skiptist á að æfa á þremur tækjum; vindhjóli, róðravél og skíðavél. […]

Bæjarstjórn einhuga – Vonbrigði í vatnsleiðslumáli

Bæjarstjórn lýsti á fundi sínum á fimmtudaginn yfir miklum vonbrigðum með niðurstöðu ráðherra og ráðuneytisins varðandi ósk Vestmannaeyjabæjar um þátttöku í lagningu nýrrar vatnsleiðslu neðansjávar. „Ný vatnsleiðsla til Eyja er öryggismál og nauðsynlegt að hún verið lögð sem fyrst. Því er borið við í svari ráðuneytisins að ekki megi skapa fordæmi í þessum efnum. Það […]

Minningarsjóður Gunnars Karls stofnaður

Fjölskylda Gunnars Karls Haraldssonar hefur stofnað minningarsjóð í hans nafni. Gunnar var fæddur árið 1994 og ólst upp í Vestmannaeyjum. Hann greindist mjög ungur með taugasjúkdóminn Neurofibromatosis (NF1) sem hafði mikil áhrif á hans líf og lífsgæði. Hann lést 28. febrúar 2021 eftir baráttu við krabbamein. Markmið sjóðsins er að halda baráttumáli hans á lofti með […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.