Það er af sem áður var, að störf í sjávarútvegi séu einhæf eða einsleit, í dag eru þau allt annað en það! Við tókum nokkrar konur tali sem hafa unnið í fiskvinnslu í skemmri eða lengri tíma í Vestmannaeyjum og komumst að því að störfin eru bæði mörg og fjölbreytt og að starf innan stöðvanna getur tekið ýmsum breytingum í gegnum tíðina.
Stutt stopp orðið 37 ár
Hulda Ástvaldsdóttir starfar í dag hjá Idunn Seafoods eftir að hafa starfað í Vinnslustöðinni í 37 ár en hún ætlaði upphaflega bara að koma í mánuð eða tvo.
Hulda er fædd og uppalin í Keflavík en þegar hún kom til vinkonu sinnar á vertíð til Eyja árið 1985 kynntist hún eiginmanni sínum, Ísleifi Arnari Vignissyni, á Skansinum og hefur búið hér síðan þá. Hulda man það eins og það eins og það hafi gerst í gær þegar hún hóf störf í Vinnslustöð Vestmannaeyja. ,,Ég byrjaði þann 13. mars 1985.”
Blaðamaður hafði orð á því hversu nákvæmlega hún myndi þetta en þá stóð ekki á svörum. ,,Daginn áður en ég byrjaði, 12. mars hafði orðið sprengjuhótun í Vinnslustöðinni. Öllu starfsfólkinu var smalað saman út í rútur og beið þar á meðan leitað var að sprengjunni,” sagði Hulda.
Líkar vel
Hulda breytti um starfsvettvang á árinu þegar hún færði sig yfir til Idunn Seafoods, dótturfyrirtækis Vinnslustöðvarinnar. Þar er verið að niðursjóða þorsklifur í dósum. Hulda mætir hálf sjö alla morgna til ellefu og þrífur það sem þarf að þrífa og þvær vinnufatnað starfsmanna.
,,Mér líkar rosalega vel á nýja staðnum, ég er frjálsari, skemmtilegt fólk, þetta er minni vinnustaður og því töluvert færra fólk hér en líkt og í Vinnslustöðinni er rosalega gott fólk að vinna hér. Við náum vel saman þó að flestir séu af erlendu bergi brotnir en ég og Dagur Arnarsson erum einu Íslendingarnir í Idunni.”
Miklar breytingar
Hulda segir að miklar breytingar hafi átt sér stað í geiranum síðan hún hóf störf. ,,Ég var búin að prófa allt hjá Vinnslustöðinni nema nýja kerfið sem notað er í dag á vöktunum. Það hefur allt breyst svakalega mikið. Það var miklu skemmtilegra í gamla daga. Starfsfólkið var miklu meira saman, eins og á borðunum í den þegar ég var að byrja, það var alltaf gaman í vinnunni, alltaf stuð, eitthvað sem kom uppá, það er miklu verksmiðjuvænna í dag,” sagði Hulda og bætti við greinin hefði þróast mikið á þessum tíma.
,,Í dag er allt orðið mikið hraðara, það er miklu meira pælt í hlutum og þá sérstaklega gæðamálum. Hér áður fyrr varstu varla með húfu á hausnum en í dag eru komin hárnet fyrir skegg. Hreinlæti er orðið miklu meira og öðruvísi. Það er ekkert hægt að líkja þessu saman,” sagði Hulda og hló. ,,Það var mjög gott að starfa hjá Vinnslustöðinni annars hefði ég verið löngu farin þaðan. Góðir vinnuveitendur og yfirmenn sem reyna að taka tillit til starfsfólksins.”
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst