Kalli úr Kolrössu og Sororicide gengur til liðs við hOFFMAN

Karl Ágúst, þekktur úr hljómsveitunum Kolrössu og Sororicide, hefur nú tekið við trommusettinu hjá rokkhljómsveitinni hOFFMAN og leysir þar af hólmi Magna Frey. 1.maí gefur hOFFMAN út glænýtt lag, „90 Years“, sem verður hluti af væntanlegri plötu þeirra, sem kemur út síðar á árinu. Sveitin hefur síðustu misseri verið önnum kafin við að semja nýtt […]
Breytingar hjá Húsasmiðjunni og Blómaval í Vestmannaeyjum

Húsasmiðjan og Blómaval í Vestmannaeyjum gera nú breytingar á versluninni sem miða að því að einfalda rekstur og bæta þjónustu við viðskiptavini í byggingavörum. Þessar breytingar fela í sér að afskorin blóm og pottaplöntur verða ekki lengur hluti af vöruúrvali verslunarinnar. Áfram mikið úrval fyrir heimilið og garðinn „Við munum áfram bjóða úrval af ræktunarvöru, […]
Vorhátíð Landakirkju

Vorhátíð Landakirkju verður á sunnudaginn 27.apríl kl. 11.00. Þetta er síðasta sunnudagaskólasamveran fyrir sumarfrí. Big-sunday-school-party-band spilar, kórinn og Kitty verða með og að lokinni samveru í kirkjunni verður grill-pylsu-partý, segir í tilkynningu frá kirkjunni. (meira…)
Hraðskákmeistaramót þann 1. maí

Hraðskákmeistamót Vestmannaeyja 2025 verður haldið fimmtudaginn 1. maí nk. kl. 13.00 í skákheimili TV að Heiðarvegi 9. Tímamörk á hvorn keppenda 5 mín. + 3 sek. fyrir hvern leik og má reikna með að hver skák taki 10-12 mín. Hraðskákmeistaramótið gefur skákstig eftir reglum Fide. Skráning keppenda fer fram hjá skákstjóra Sæmundi Einarssyni á netfangið […]
Segja enga innstæðu fyrir auknum strandveiðum

Frestur til að sækja um leyfi til strandveiða rann út á miðnætti og Fiskistofa hefur gefið út leyfi fyrir 684 báta. Miðað við þann fjölda er ljóst að engar aflaheimildir verða til staðar svo standa megi við það loforð stjórnvalda að strandveiðibátar megi sækja sjó í 48 daga. Ætla má að aflinn verði 25 þúsund […]
Segja verðmætasköpun á Íslandi stefnt í óvissu

Íslenskur sjávarútvegur getur og vill áfram leggja ríkulega til samfélagsins, með heilbrigðum rekstri og góðum störfum um allt land, þannig að allir njóti ávaxtanna. Ef rétt verður á spilum haldið má leysa mikla verðmætaaukningu úr læðingi á komandi árum. Því er skorað á stjórnvöld að íhuga að stíga skref til baka og hugleiða hvort fyrirhugaðar […]
Hæsti lottópottur sögunnar !

Lottópotturinn síðasta laugardag var sjöfaldur og voru rétt tæpar 160 milljónir í pottinum sem er nýtt met. Rúmlega 20 þúsund manns fengu vinning í útdrættinum en tvær konur, báðar í kringum fertugt, voru þó heppnastar allra þar sem þær voru með allar fimm tölurnar réttar og skiptu því fyrsta vinningi á milli sín. Fengu þær […]
Minnisvarðinn á Skansinum: Síðasta platan endurgerð

Minnisvarðinn sem Sjómannadagsráð, fyrir atbeina Ríkharðs Zoëga Stefánssonar, kom upp á Skansinum er veglegur bautasteinn reistur sjómönnum. Því miður var villa í einu nafnanna á síðustu plötunni og bent hefur verið á fáein nöfn sem þar ættu að vera með á listanum. Beðist er velvirðingar á þeim mistökum og því verður síðasta platan endurgerð með […]
Skeytingarleysi ráðherra um grunnatvinnuveg og áhrif stórvægilegra breytinga á gjaldtöku

Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) telja rétt að tilkynna sérstaklega að þau munu ekki veita umsögn í dag, innan tilskilins frests, um frumvarp atvinnuvegaráðherra um stórfellda hækkun á veiðigjaldi. Ástæðurnar eru eftirfarandi: Í fyrsta lagi er óforsvaranlegt að veita vikufrest til umsagnar um svo veigamikið og afdrifaríkt mál sem breytingar á veiðigjaldi eru og hefur […]
Ertu klár fyrir 3 daga?

Rauði krossinn á Íslandi hefur hrint af stað átakinu 3dagar.is til að hvetja landsmenn til að vera undirbúnir ef neyðarástand skapast. Neyðarástand getur skapast af ýmsum ástæðum og oft með stuttum eða engum fyrirvara. „Við slíkar aðstæður er mikilvægt að hvert og eitt okkar geti bjargað sér í einhverja daga án utanaðkomandi hjálpar,“ segir Aðalheiður […]