Mikið um dýrðir á Safnahelgi

Það verður mikið um dýrðir á komandi Safnahelgi enda 20 ár frá því hún var fyrst haldin. Nú er um að gera að taka dagana frá og njóta menningarveislunnar sem framundan er, segir í tilkynningu frá skipuleggjendum. Safnahelgin verður dagana 31. október – 3. nóvember. Dagskrá Fimmtudaginn 31. október SAFNAHÚS Kl. 13:30-14:30  Á ljósmyndadeginum sýnum við […]

Karlar í skúrum og góðir gestir

Formleg opnum aðstöðu verkefnisins KARLAR Í SKÚRUM í Vestmannaeyjum verður í sal dagdvalarinnar á Hraunbúðum í dag, föstudaginn 18. október kl. 14.30. Eyjamenn eru hvattir til að mæta og kynna sér verkefnið. Gestir frá Hafnarfirði og Mosfellsbæ mæta og kynna starfsemina í sínum klúbbum. Örn Ragnarsson formaður félags trérennismiða á Íslandi mætir og segir frá […]

Kjördæmisþing Sjálfstæðisflokksins á Selfossi

Kjördæmisþing Sjálfstæðisflokksins verður haldið á Selfossi nk. sunnudag. Á þinginu verður valið á framboðslista flokksins fyrir komandi alþingiskosningar. Framundan er snörp kosningabarátta. Þingmál í þágu Suðurkjördæmis Á Alþingi hef ég lagt fram frumvörp, þingsályktanir og fyrirspurnir sem snerta kjördæmið og vil greina hér frá í stuttu máli.  Í Vestmannaeyjum vil ég nefna raforkumál, vatnsveitu og […]

Fatagámar RKÍ

ÞórunnRauðiKross

1. nóvember næstkomandi mun Rauði krossinn í Vestmannaeyjum hætta móttöku á fatnaði í fatagáma RKÍ sem staðsettir hafa verið norðan við húsnæði Eimskips í Vestmannaeyjum. Samkvæmt hringrásarlögum ber sveitafélögum að taka við söfunun á fatnaði. Rauði krossinn í Vestmannaeyjum vill þakka bæjarbúum kærlega fyrir stuðninginn á liðunum árum og einnig þökkum við Eimskip fyrir þeirra […]

Kennarar eru besta fólk

Starfsfolk Grv 24 IMG 5823

Á þrjátíu ára ferli mínum sem skólahjúkrunarfræðingur hef ég unnið mjög náið með kennurum. Það kom fljótt í ljós að starf kennara er fjölbreytt, skemmtilegt og erfitt. Kennarar eiga allan heiður skilin og ég dáist að þeim. Á  hverjum degi koma upp ný verkefni sem oft þarf að leysa með hraði á mannlegan og ljúfan […]

Samið um flug til Eyja

Flug Ernir Farthegar Jan 2024 Tms Lagf

Vegagerðin hefur samið við Mýflug ehf. um flug milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja mánuðina desember til febrúar. Fram kemur í tilkynningu frá Vegagerðinni að boðin hafi verið út flugleiðin Reykjavík – Vestmannaeyjar í júní síðastliðinum og barst eitt tilboð í verkið, frá Mýflugi ehf.  Tilboðið hljóðaði upp á tæpar 108 m.kr. fyrir þriggja ára tímabil.  Um […]

Jóný hannar Hljómeyjarplattann

Síðastliðið vor þegar undirbúningur Hljómeyjar var í fullum gangi kom upp sú hugmynd af færa þeim húsráðendum sem hafa opnað stofur sínar þakklætisvott fyrir þeirra framlag til Hljómeyjar-hátíðarinnar. Hljómeyjarbræður fóru af stað og hittu listakonuna Jóný til að bera undir hana hvort við gætum unnið saman til að útbúa einstakt listaverk fyrir hvern og einn. […]

Stóra Lundaballið

DSC_2448

Veiðifélagið Heimaey mun halda “Stóra lundaballið” í ár þann 16.nóvember nk. Eins og allir vita þá er hringur í framkvæmd lundaballa og þurfa Eyjamenn að bíða í 7 erfið ár eftir Stóra Lundaballinu og þola léleg og þreytandi lundaböll 6 ár í röð frá Hellisey, Suðurey, Álsey, Bjarnarey, Brandinum og  Elliðaey. Það er einlæg ósk […]

Unnu rúmar 5 milljónir

Peninga

Tveir tipparar gerðu sér lítið fyrir og voru með alla leikina 13 rétta á Enska getraunaseðlinum síðastliðinn laugardag. Annar tipparinn keypti kerfisseðil með sex tvítryggðum leikjum sem kostaði 390 krónur og skilaði vinningi uppá 5,3 milljónir króna. Hinn tipparinn keypti venjulegan seðil þar sem hann tvítryggði líka sex leiki og kostaði miðinn 832 krónur.  Vinningurinn sem […]

Ákalli svarað

Í síðustu viku birtust á vef Eyjafrétta þrjár fréttir sem vöktu athygli mína svo um munaði. Ég get því ekki annað en brugðist við ákalli ritstjóra Eyjafrétta og stungið niður penna. Fyrsta fréttin snerist um að Eyjapresturinn Ólafur Jóhann Borgþórsson hafi verið ráðinn framkvæmdastjóri Herjólfs ohf. Gárungarnir voru ekki lengi að setja saman brandara um […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.