Á KA sjens?

Á sunnudaginn nk., þann 5. október kl. 14:45 (dálítið undarlegur tími, hvers vegna ekki 14:47), mun ÍBV B taka á móti KA í Powerade bikarkeppninni í gamla salnum. Í liði ÍBV B er valinn maður í hverju rúmi, margir hoknir af reynslu með stórt bikarsafn á bakinu. Má þar nefna Teddi, Sigurbergur, Grétar Þór, Fannar […]
Kynningafundur í kvöld

Nú er starfið að hefjast aftur hjá Vinum í bata sem eru á andlegu ferðalagi byggðu á 12 sporunum og deila með sér reynslu, styrk og von í nafnleynd og trúnaði. Notuð er vinnubókin 12 sporin Andlegt ferðalag , vinna í þessari bók hefur reynst hjálpleg til þess að þróa heilbrigt samfélag við Guð, við aðra og […]
Hvar er plan B?

Ég hef stundum ekki af ástæðulausu fullyrt að það erfiðasta og leiðinlegasta við hverja utanlandsferð sé ferðin á milli Eyja og Keflavíkur. Ég var einmitt að koma erlendis frá og er ein þeirra sem áttu bókað með seinni ferð Baldurs, sem var verið að fella niður rétt áðan. Ég hef allan skilning fyrir því að […]
Segja sjálfstæði og fagmennsku skólastarfsins í hættu

Skólameistarar íslenskra framhaldsskóla lýsa yfir alvarlegum áhyggjum af fyrirhuguðum kerfisbreytingum sem færa fjármála- og mannauðsvald frá skólunum og telja þær ógna sjálfstæði og fagmennsku skólastarfsins. Þeir gagnrýna skort á samráði og gagnsæi í ferlinu, telja breytingarnar ekki stuðla að bættri þjónustu við nemendur og starfsfólk og benda á að kostnaður við nýjar stjórnsýslueiningar sé óljós […]
Lundasumarið 2025

Lundaballið er um næstu helgi og því rétt að gera lundasumarið upp. Reyndar sá ég nokkra lunda í gær og höfnin er full af pysju, þannig að það er spurning hvort ekki hefði verið nær að halda lundaballið aðeins nær jólunum? Annars var lundasumarið að mestu leyti mjög gott, mikið var af lunda í allt […]
Laxey fær nýjan búnað frá Ístækni

Ístækni og Laxey hafa gert samning um smíði á ískömmtunarbúnaði fyrir nýja laxavinnslustöð Laxeyjar. Í tilkynningu segir að búnaðurinn, sem er hannaður og smíðaður af Ístækni, skammti rétt magn af ís í kassa til að viðhalda gæðum vörunnar til kaupenda. „Starfmenn Ístækni hafa unnið við uppsetningu á öllum vinnslubúnaði fyrir Laxey undanfarnar vikur. Þessum viðbótum […]
VR eykur kraftinn í Eyjum

Þegar félagsfólk Verslunarmannafélags Vestmannaeyja tók þá ákvörðun að sameinast VR snemma á þessari öld var það eitt af skilyrðum sameiningarinnar að áfram yrði rekin skrifstofa á staðnum. Félagið leggur nú áherslu á að efla enn frekar þjónustuna og auðvelda félagsfólki að leita aðstoðar og upplýsinga þegar þörf krefur. Þess vegna auglýsti VR nýverið nýja stöðu […]
Hvers vegna á Baldur að fá B-haffæri?

Breiðafjarðarferjan Baldur sinnir nú siglingum til Vestmannaeyja á meðan Herjólfur IV er í slipp. Skipið hefur fengið tímabundna undanþágu til að sigla milli Eyja og Þorlákshafnar, en sú undanþága fellur úr gildi um leið og Herjólfur tekur aftur við siglingum. Nú vinnur Vegagerðin að því að Baldur fái varanlegt B-haffæri, svo hann geti verið varaskip allt árið. […]
Breyta skipulagi á framhaldsskólastigi

Mennta- og barnamálaráðuneytið kynnti í gær áform um nýtt skipulag fyrir opinbera framhaldsskóla. Áformin miða að því að efla stuðning við framhaldsskóla, starf þeirra og þjónustu við nemendur. Næsta skref er að eiga samráð við skólameistara, kennara, starfsfólk, nemendur og nærsamfélag skóla við mótun skipulagsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá mennta- og barnamálaráðuneytinu. Nýtt […]
ASÍ: Ótækt að útgerð beiti starfsfólki sem pólitísku vopni

Miðstjórn Alþýðusambands Íslands (ASÍ) gagnrýnir harðlega nýlegar uppsagnir í sjávarútvegi og segir óásættanlegt að útgerðin noti starfsfólk sitt sem vopn í deilu um veiðigjöld. Þetta kemur fram í ályktun sem miðstjórn ASÍ samþykkti á fundi sínum í dag. Í ályktuninni segir að auðlindir hafsins í kringum Ísland séu ekki séreign útgerðarinnar, þó að hún hafi […]