Viðburðaríkt ár, margt jákvætt en þurfum að halda vöku okkar

Í lok árs er við hæfi að rifja upp það helsta sem kemur upp í hugann þegar litið er til baka á vettvangi bæjarmála. Hvernig hefur okkur bæjarfulltrúum tekist til og er eitthvað sem betur hefði mátt fara? Þetta eru spurningar sem við þurfum að velta upp reglulega. Árið 2025 sem er að ljúka hefur […]
Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025

Staða eldri borgara er mikilvægt samfélagsmál sem snertir ekki aðeins þá sem eru komnir á eftirlaunaaldur, heldur samfélagið allt. Með hækkandi meðalaldri þjóðarinnar fjölgar eldra fólki og sífellt meiri þörf er á að tryggja þeim mannsæmandi lífskjör, virðingu og tækifæri til virkrar þátttöku í samfélaginu. Fátækt eldri borgara Fátækt meðal eldra fólks er raunverulegt og […]
Jólin 2025 (spegill sálarinnar)

Þar sem ég fer nú daglega, ef ég get, út að labba með hundinn minn, þá tók ég eftir því að sennilega voru u.þ.b. 90% Eyjamanna annaðhvort byrjaðir eða búnir að skreyta húsin sín fyrir lok nóvember og bara gaman að því. Eitt af því sem ég sakna pínulítið er sá gamli góði siður, sem […]
Frændur en engir vinir

Í milliríkjasamningum þar sem gætt er hagsmuna Íslands, skiptir öllu að vel sé haldið á málum frá upphafi því ef þeir bera það með sér að einn samningsaðilinn geti bætt sinn hlut á samningstímabilinu á kostnað annars er samningurinn vondur frá upphafi. Þannig hefur það verið með samninga við frændur okkar Færeyinga. Ísland er með […]
Kynnti aðgerðaráætlun fyrir íslenska fjölmiðla

Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra, kynnti í dag aðgerðaáætlun stjórnvalda fyrir íslenska fjölmiðla. Í tilkynningu ráðuneytisins segir að aðgerðaáætlunin sé afrakstur viðamikils samráð við fjölmiðla landsins, auglýsendur og framleiðendur. Hún telur um tuttugu aðgerðir og hvílir á þremur þáttum: • Fjölmiðar eru grunnstoð í samfélaginu • Alþjóðleg samkeppni grefur undan íslenskum fjölmiðlum • Nauðsynlegt er að horfa […]
Kílómetragjald fyrir alla bíla tekur gildi um áramótin

Alþingi hefur samþykkt lög um kílómetragjald sem taka gildi um áramót. Með lögunum verða olíu- og bensíngjöld felld niður og í staðinn tekið upp gjald sem miðast við hvern ekinn kílómetra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Kílómetragjald var fyrst tekið upp fyrir rafmagnsbíla 1. janúar 2024 og með nýju lögunum nær […]
Makríllinn vannýttur

Nýlega var ég að kynna mér fiskveiðiráðgjöf í makríl og rak þá augun í að stærð stofnsins hefur verið endurmetin langt aftur í tímann. Nú er talið að stofninn hafi verið mun stærri undanfarin ár en áður var talið. Hrygningarstofn makríls var til dæmis talinn hafa verið 2,7 milljónir tonna árið 2012. Við endurmat Alþjóðahafrannsóknarráðsins […]
Tíu fjölskyldur í Eyjum fá matarúttekt

Krónan hefur afhent Landakirkju jólastyrk sem safnað var fyrir í söfnun Krónunnar og viðskiptavina á aðventunni og mun hann nýtast tíu fjölskyldum í Vestmannaeyjum. Með söfnuninni bauðst viðskiptavinum að styrkja hjálparsamtök sem sjá um matarúthlutanir í sínu nærsamfélagi í aðdraganda jóla og jafnaði Krónan þá upphæð á móti. Viðskiptavinir Krónunnar í Vestmannaeyjum, ásamt Krónunni söfnuðu […]
Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út?

Nýleg umfjöllun um stöðu íþróttamála í Vestmannaeyjum, þar sem meðal annars kemur fram að kynjahalli í íþróttastarfi sé hér meiri en annars staðar á landinu, ætti að vekja okkur öll til umhugsunar. Í greininni “Kynjahalli mestur í Eyjum” á Eyjafréttum kemur fram að staða stúlkna í íþróttastarfi hér sé veikari en víða annars staðar á […]
Nýir raforkustrengir komnir í rekstur

Í dag var stigið stórt skref í raforkusögu Vestmannaeyja þegar Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 voru teknir í rekstur. Fram kemur í tilkynningu frá Landsneti að með tilkomu nýju strengjanna eykst afhendingaröryggi raforku til Vestmannaeyja og sjá nú þrír öflugir sæstrengir Vestmannaeyjum fyrir rafmagni. „Ég vil óska íbúum og fyrirtækjum í Vestmannaeyjum til hamingju með þennan […]