Staðan á Lava Spring baðlóni

Umræða um að reisa eigi nýtt baðlón í Vestmannaeyjum hefur nú verið á lofti í nokkurn tíma. Samkvæmt forsvarsmanni Lava Spring, Kristjáni G. Ríkarðssyni er hugmyndin að reisa 1.400 fermetra baðlón á ofanverðum skansinum. Þann 15. júlí síðastliðinn kynnti forsvarsmaður skipulagsgögn um uppbyggingu Lava Spring fyrir umhverfis- og skipulagsráði í Vestmannaeyjum. Samkvæmt heimildum voru gögnin í kjölfarið kynnt fyrir […]
Mikið um dýrðir á Safnahelgi

Það verður mikið um dýrðir á komandi Safnahelgi enda 20 ár frá því hún var fyrst haldin. Nú er um að gera að taka dagana frá og njóta menningarveislunnar sem framundan er, segir í tilkynningu frá skipuleggjendum. Safnahelgin verður dagana 31. október – 3. nóvember. Dagskrá Fimmtudaginn 31. október SAFNAHÚS Kl. 13:30-14:30 Á ljósmyndadeginum sýnum við […]
Karlar í skúrum og góðir gestir

Formleg opnum aðstöðu verkefnisins KARLAR Í SKÚRUM í Vestmannaeyjum verður í sal dagdvalarinnar á Hraunbúðum í dag, föstudaginn 18. október kl. 14.30. Eyjamenn eru hvattir til að mæta og kynna sér verkefnið. Gestir frá Hafnarfirði og Mosfellsbæ mæta og kynna starfsemina í sínum klúbbum. Örn Ragnarsson formaður félags trérennismiða á Íslandi mætir og segir frá […]
Kjördæmisþing Sjálfstæðisflokksins á Selfossi

Kjördæmisþing Sjálfstæðisflokksins verður haldið á Selfossi nk. sunnudag. Á þinginu verður valið á framboðslista flokksins fyrir komandi alþingiskosningar. Framundan er snörp kosningabarátta. Þingmál í þágu Suðurkjördæmis Á Alþingi hef ég lagt fram frumvörp, þingsályktanir og fyrirspurnir sem snerta kjördæmið og vil greina hér frá í stuttu máli. Í Vestmannaeyjum vil ég nefna raforkumál, vatnsveitu og […]
Fatagámar RKÍ

1. nóvember næstkomandi mun Rauði krossinn í Vestmannaeyjum hætta móttöku á fatnaði í fatagáma RKÍ sem staðsettir hafa verið norðan við húsnæði Eimskips í Vestmannaeyjum. Samkvæmt hringrásarlögum ber sveitafélögum að taka við söfunun á fatnaði. Rauði krossinn í Vestmannaeyjum vill þakka bæjarbúum kærlega fyrir stuðninginn á liðunum árum og einnig þökkum við Eimskip fyrir þeirra […]
Kennarar eru besta fólk

Á þrjátíu ára ferli mínum sem skólahjúkrunarfræðingur hef ég unnið mjög náið með kennurum. Það kom fljótt í ljós að starf kennara er fjölbreytt, skemmtilegt og erfitt. Kennarar eiga allan heiður skilin og ég dáist að þeim. Á hverjum degi koma upp ný verkefni sem oft þarf að leysa með hraði á mannlegan og ljúfan […]
Samið um flug til Eyja

Vegagerðin hefur samið við Mýflug ehf. um flug milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja mánuðina desember til febrúar. Fram kemur í tilkynningu frá Vegagerðinni að boðin hafi verið út flugleiðin Reykjavík – Vestmannaeyjar í júní síðastliðinum og barst eitt tilboð í verkið, frá Mýflugi ehf. Tilboðið hljóðaði upp á tæpar 108 m.kr. fyrir þriggja ára tímabil. Um […]
Jóný hannar Hljómeyjarplattann

Síðastliðið vor þegar undirbúningur Hljómeyjar var í fullum gangi kom upp sú hugmynd af færa þeim húsráðendum sem hafa opnað stofur sínar þakklætisvott fyrir þeirra framlag til Hljómeyjar-hátíðarinnar. Hljómeyjarbræður fóru af stað og hittu listakonuna Jóný til að bera undir hana hvort við gætum unnið saman til að útbúa einstakt listaverk fyrir hvern og einn. […]
Stóra Lundaballið

Veiðifélagið Heimaey mun halda “Stóra lundaballið” í ár þann 16.nóvember nk. Eins og allir vita þá er hringur í framkvæmd lundaballa og þurfa Eyjamenn að bíða í 7 erfið ár eftir Stóra Lundaballinu og þola léleg og þreytandi lundaböll 6 ár í röð frá Hellisey, Suðurey, Álsey, Bjarnarey, Brandinum og Elliðaey. Það er einlæg ósk […]
Unnu rúmar 5 milljónir

Tveir tipparar gerðu sér lítið fyrir og voru með alla leikina 13 rétta á Enska getraunaseðlinum síðastliðinn laugardag. Annar tipparinn keypti kerfisseðil með sex tvítryggðum leikjum sem kostaði 390 krónur og skilaði vinningi uppá 5,3 milljónir króna. Hinn tipparinn keypti venjulegan seðil þar sem hann tvítryggði líka sex leiki og kostaði miðinn 832 krónur. Vinningurinn sem […]