Ingi Sig í framboði til stjórnar KSÍ

78. ársþing KSÍ verður haldið í Íþróttamiðstöð Fram í Úlfarsárdal, Reykjavík 24. febrúar 2024. Framboð til stjórnar KSÍ skal skv. 17. grein laga KSÍ berast skrifstofu KSÍ skriflega minnst hálfum mánuði fyrir þing eða í síðasta lagi 10. febrúar sl. Kjörnefnd er þó heimilt að samþykkja framboð sem fram kemur síðar ef nægjanlegur fjöldi hefur […]

Opinn fundur um samgöngur og atvinnu í dag

Opinn fundur um atvinnu og samgöngur í Vestmannaeyjum. Fundurinn verður í Vigtinni bakhúsi í dag þriðjudaginn 13. febrúar kl. 17:30. Á meðal gesta verða Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar og Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður sem koma til að heyra hvað helst brennur á heimamönnum. Í tilkynningu frá Samfylkingunni kemur fram að Samfylkingin stendur nú fyrir samtali […]

Börnin farin að tala aftur saman

Grunnskóli Vestmannaeyja tók það skref í ágúst 2023 að breyta reglum skólans að snjalltæki í einkaeign væru óheimil í skólanum. Síðustu ár hefur skólinn lagt áherslu á spjaldtölvuinnleiðingu og í dag eru allir nemendur komnir með sinn eigin ipad eða chrombook. Stjórnendur skólans segja að símar í skólanum geta einnig skapað vandræði hvað varðar persónuvernd, […]

Tvær flug­vél­ar rák­ust sam­an við Vest­manna­eyj­ar

Tvær einka­flug­vél­ar rák­ust sam­an á flugi við Vest­manna­eyj­ar í gær. Vél­arn­ar, sem voru flug­hæf­ar eft­ir árekst­ur­inn, lentu á Kefla­vík­ur­flug­velli í kjöl­farið. Vík­ur­frétt­ir greina frá þessu. Flug­vél­arn­ar, sem eru báðar á er­lendri skrán­ingu, eru af gerðinni Kinga­ir B200. Flugmaður og einn farþegi voru í ann­arri vél­inni en flugmaður í hinni, að því er fram kem­ur í […]

Opið bréf til fjármála- og efnahagsráðherra

Opið bréf til fjármála- og efnahagsráðherra frá bæjarstjórn Vestmannaeyja Ágæta Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir Þann 2. febrúar s.l. var undirrituð fyrir þína hönd krafa um að Vestmannaeyjabær afhendi ríkinu stóran hluta Heimaeyjar og allar úteyjar og sker sem sameiginlega mynda það sem heitir Vestmannaeyjar. Þessi krafa hefur þó enn ekki verið send okkur Eyjamönnum heldur […]

Ríkið vill gleypa allar Vestmannaeyjar 

Allt vill ríkið gleypa. Nú hefur fjármála- og efnahagsráðherra, fyrir hönd íslenska ríkisins afhent óbyggðanefnd kröfur um þjóðlendur á svæði 12 sem nefnist „eyjar og sker“ og tekur til landsvæða innan landhelginnar en utan meginlandsins. Um er að ræða sautjánda og síðasta svæðið sem óbyggðanefnd tekur til meðferðar. Hér á eftir fara upplýsingar um kröfugerð […]

Framsetningin hefði mátt vera skýrari

Fram kemur í frétt á vef Vestmannaeyjabæjar að gjaldskráin sem er á heimsíðunni gildir eingöngu fyrir fyrirtæki ekki íbúa. Vestmannaeyjabær hefur ekki verið með sérstaka íbúagjaldskrá enda hafa íbúar ekki greitt fyrir að henda sorpi á móttökustöð en nú þarf að breyta því eins og áður hefur komið fram. Á næsta fundi framkvæmda- og hafnarráðs […]

Ísfélag áfram bakhjarl ÍBV

ÍBV-íþróttafélag og Ísfélag hf. undirrituðu, síðasta föstudag, samning um áframhaldandi samstarf. Samningur þessi gildir út árið 2026. Um áraraðir hefur Ísfélagið stutt ötullega við bakið á ÍBV og á næstu árum verður engin breyting þar á. Það er gríðarlega mikilvægt fyrir ÍBV-íþróttafélag að einn af máttarstólpum atvinnulífs Vestmannaeyja styrki félagið af slíkum myndarskap. Ísfélagið leggur […]

Vonast til að geta haldið loðnuleit áfram í kvöld

Guðmundur Óskarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs Hafrannsóknastofnunar, segir í samtali við fiskifréttir að tvö af skipunum í yfirstandandi loðnuleitarleiðangri hafi þurft að gera hlé á rannsókninni vegna veðurs. Þetta eru Heimaey VE og Polar Ammassak sem eru nú við Ísafjörð. „Vonandi komast þeir út í kvöld eða með morgninum. Planið er að þeir haldi áfram í kantinum […]

Sjó úr borholu breytt hið fínasta drykkjarvatn

Sjóhreinsivél Vinnslustöðvarinnar var tengd og tekin í gagnið fyrir helgi. Samskonar græja verður ræst hjá Ísfélaginu núna eftir helgina. Willum Andersen, tæknilegur framkvæmdastjóri VSV, og Sindri Viðarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs VSV, skáluðu í fyrstu sopunum og mæltu mjög með þessum hreinsaða sjó til drykkjar. Framkvæmdastjóri VSV, Sigurgeir B. Kristgeirsson, játaði fúslega að hafa verið býsna efins um að […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.