Seiðastöðin tilbúin
„Í gær voru mikil tímamót þegar fyrsti skammturinn var fluttur frá RAS-2 yfir í RAS-3, en það er einmitt síðasta kerfið áður en seiðin verða svo flutt yfir í áframeldið. Þar af leiðandi eru öll kerfi seiðastöðvarinnar orðin starfhæf og stöðin því fullkláruð,“ segir á FB-síðu Laxeyjar.
„Seiðin líta mjög vel út og verða í RAS-3 næstu 12 vikurnar þangað til að þau verða flutt yfir í áframeldið út í Viðlagafjara. Eins og alltaf, frábær undirbúningur hjá starfsfólki sem skilaði hröðum en öruggum flutningi,“ segir einnig um þennan mikilvæga áfanga.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst