Reyna að koma sér undan skyldum

Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, segir HS Veitur reyna að koma sér undan skyldum sínum gagnvart Eyjamönnum með því að óska eftir því að Vestmannaeyjabær leysi til sín vatnsveituna í Eyjum. Þetta kemur fram í frétt á visir.is í morgun. „Það er ljóst af þessu bréfi að HS veitur eru að reyna að koma sér undan […]

Þingmaður okkar formaður HS Veitna

Samkvæmt heimasíðu HS Veitna hf. Er félagið í 50,10% eigu Reykjanesbæjar að nafnvirði 363.124.800 króna. HSV eignarhaldsfélag slhf. á 49,8% hlut að nafnvirði 360.950.400 króna og aðrir minna. Sjö sitja í stjórn og formaður er framsóknarþingmaðurinn Jóhann Friðrik Jóhannsson. Er hann þingmaður í Suðurkjördæmi og samflokksmaður Sigurðar Inga, ráðherra sem ekki komst á samgöngufundinn í […]

HS Veitur vilja stökkva frá borði – Hafa hagnast vel

„HS Veitur (áður Hitaveita Suðurnesja) hafa frá árinu 2002 rekið vatnsveituna í Vestmannaeyjum á grundvelli heimildar í lögum um vatnsveitur sveitarfélaga, en um er að ræða skylduverkefni Vestmannaeyjabæjar samkvæmt fyrrgreindum lögum. Er jafnframt fjallað um að það í lögunum að það sé forsenda samnings sveitarfélags að unnt sé að tryggja notendum vatn á viðráðanlegu verði,“ […]

Hvasst með snjókomu og skafrenningi eftir hádegi

Í dag, miðvikudaginn 31. janúar, er í gildi gul viðvörun hjá Veðurstofu Íslands. Samkvæmt viðvörun mun vera all hvasst veður með snjókomu og skafrenningi sem spáð er að byrji um klukkan 12:00 og standi til klukkan 17:30. Lögreglan í Vestmannaeyjum hvetur íbúa til að ganga frá öllu lauslegu og fara varlega í umferðinni, sérstaklega ef […]

SASS óskar eftir tilnefningum til Menntaverðlauna Suðurlands 2023

SASS óskar eftir tilnefningum til Menntaverðlauna Suðurlands 2023. Allir þeir sem tengjast skóla- og/eða menntunarstarfi með einhverjum hætti, s.s. sveitarfélög, skólanefndir, kennarar, starfsfólk skóla og annað áhugafólk um menntun og skólastarf, hafa rétt til þess að tilnefna til verðlaunanna. Tilnefningunni verður að fylgja ítarlegur rökstuðningur. Allir þeir sem koma að skóla- eða menntunarstarfi með einhverjum […]

Georg Eiður – Saga Landeyjahafnar

Það eru mikil vonbrigði að ráðherra skyldi ekki komast til Eyja til þess að mæta á fundinn í kvöld, en svona til gamans, hvernig er saga Landeyjahafnar út frá mínu sjónarmiði? Ég tók þátt í bæjarstjórnarkosningunum vorið 2006 og fékk þá á mig þessa spurningu: Hvort myndir þú vilja göng, Landeyjahöfn eða nýja, hraðskreiðari ferju […]

Sjópróf vegna vatnsleiðslunnar hafin

Sjópróf vegna skemmda á vatnsleiðslu til Vestmannaeyja hófust í Vestmannaeyjum í morgun. Miklar skemmdir urðu á 50 metra kafla á leiðslunni þegar Huginn VE festi akkeri í henni í nóvember. Frá þessu er greint á RÚV.is. Þar segir að sjópróf séu haldin fyrir héraðsdómi og geta ýmsir krafist þeirra. Til dæmis rannsóknanefnd samgönguslysa, eigandi skips, […]

Samgöngufundi frestað vegna samgangna

Ákveðið hefur verið að fresta íbúafundi um samgöngur við Vestmannaeyjar, sem fyrirhugað var að halda í kvöld, vegna fjarveru innviðaráðherra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vestmannaeyjabæ. Samgöngur milli lands og Eyja voru með þeim hætti í dag að þær hentuðu ekki ráðherranum. Þó er rétt að geta þess að bæði var siglt og flogið […]

Fulltrúar Byggðarstofnunar heimsóttu Laxey

Á vef Byggðarstofnunar kemur fram að fulltrúar fyrirtækjasviðs Byggðastofnunar heimsóttu fyrir stuttu fyrirtækið Laxey ehf. í Vestmannaeyjum en félagið vinnur að uppsetningu á stórtækum rekstri á laxeldi á landi í Vestmannaeyjum. Félagið er m.a. að reisa eina fullkomnustu seiðaeldisstöð í heimi í botni Friðarhafnar og er jafnframt að byggja upp matfiskaeldi og síðar vinnslu í […]

Enginn vill loka vetrarmánuðina

Gísli Matthías – Í kvöld er fundur! Mig langaði að skrifa smá hugvekju um opnun veitingastaða hér í Vestmannaeyjum í tilefni þess. Umræðan um opnunartíma veitingastaða hér í Vestmannaeyjum verður alltaf háværari og hávæari. Enda ekki skrítið, það er glatað að lang-flestir séu með lokað. En hver er ástæðan? Viljum við veitingamenn bara fleyta rjóman […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.