Forseti Íslands, Halla Tómasdóttir, og Björn Skúlason, eiginmaður forseta, heimsækja í dag Vestmannaeyjar og verða á setningu Þjóðhátíðar.
Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, tekur á móti forsetahjónum ásamt fulltrúum þjóðhátíðarnefndar og ÍBV og leiðir þau um hátíðarsvæðið í Herjólfsdal. Þar verða forsetahjón viðstödd setningarathöfn hátíðahaldanna auk þess sem þau heimsækja hvítu tjöldin og ræða við heimamenn og aðra hátíðargesti.
Þjóðhátíð í Eyjum fagnar 150 ára afmæli í ár. Hátíðin á rætur sínar að rekja til hátíðahalda sem efnt var til um landið allt á þúsund ára afmæli Íslandsbyggðar þann 2. ágúst 1874. Frá árinu 1916 hefur hún verið haldin árlega í Vestmannaeyjum í ágústmánuði. Hefð er fyrir því að þar komi kynslóðir saman, ungir sem aldnir, og geri sér glaðan dag.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst