ÍBV endaði í 5. sæti

ÍBV sótti Breiðablik heim í dag en fyrir leikinn höfðu Blikar tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn og sigruðu þær leikinn 3-0. Blikar byrjuðu leikinn betur og voru komnir í 1-0 á 19. mínútu með marki frá Aldísi Köru Lúðvíksdóttur. Blikar juku forskot sitt í 2-0 þegar um hálftími var liðin af leiknum og þannig var staðan í […]
Frábær sigur ÍBV á Fram

Fram tók á móti ÍBV í fyrstu umferð Olís deildar kvenna í dag þar sem ÍBV hafði betur 21-24. Fram byrjaði leikinn aðeins betur og virtust vera komnar með ágæt tök á leiknum en þá tók við góður kafli hjá ÍBV og skoruðu þær sex mörk í röð og snéru leiknum sér í hag. Stelpurnar […]
KFS mætir Reyni Sandgerði

Kl. 14.00 í dagh mætir KFS Sandgerði á Hásteinsvelli í þriðju deild karla. KFS er í sjötta sæti og ætlar að halda því. Meira er í húfi hjá Sandgerði sem á möguleika á að komast upp í aðra deild. �?að er Hjalti Kristjánsson sem að venju stýrir KFS. (meira…)
Sækja Íslandsmeistaranna heim ::Leikurinn í beinni

Í dag verður leikinn lokaumferðin í Pepsí deild kvenna, en ÍBV sækir þá Íslandsmeistara Breiðabliks heim en þær tryggðu sér titilinn í síðustu umferð. Leikurinn hefst klukkan 16:00 á Kópavogsvelli. Stelpurnar þurfa að sigra leikinn til að halda fimmta sætinu í deildinni en Fylkir getur með sigri skotið ÍBV niður í sjötta sæti ef Eyjastelpur […]
Fyrsti leikurinn hjá stelpnum í dag

Í dag klukkan 14:00 mætast Fram og ÍBV á heimavelli Framara í Olís deild kvenna þegar fyrsta umferðin fer fram. Fram var spáð öðru sæti deildarinnar í árlegri spá þjálfara, fyrirliða og forráðamanna félaganna á kynningarfundi deildarinnar en ÍBV því fimmta. (meira…)
Valur sótti stigin tvö

ÍBV og Valur mættust í kvöld í Olís deild karla þegar lokaleikur fyrstu umferðar fór fram. Valur sigraði leikinn 26-24 eftir að hafa verið undir nær allan tíman. ÍBV byrjaði leikinn virkilega vel og komust í 3-0 og hélst munurinn í þremur til fjórum mörkum allan fyrri hálfleikinn en staðan í leikhléi var 14-12. ÍBV […]
Stuðningsmenn beggja liða hita saman upp.

Hinn árlegi LUV-leikur fer fram á Kaplakrika næst komandi sunnudaginn klukkan 17:00 þegar topplið FH tekur á móti ÍBV í 19. umferð Pepsi-deildar karla. LUV-leikurinn er spilaður í minningu Hermanns Fannars Valgarðssonar, mikils FH-ings sem lést langt um aldur fram árið 2011. Stuðningsmenn beggja liða ætla að koma saman tveimur tímum fyrir leik í �?lhúsinu […]
Gísli Matthías Auðunsson tilnefndur til verðlaunanna Framúrskarandi ungir Íslendingar

Verðlaunin Framúrskarandi ungir Íslendingar verða veitt við hátíðlega athöfn fimmtudaginn 17. september í Sólinni í Háskólanum í Reykjavík.Forseti Íslands og verndari verkefnisins, �?lafur Ragnar Grímsson mun afhenda verðlaunin. Verðlaunin Framúrskarandi ungir Íslendingar sem veitt eru árlega af JCI Íslandi, eru fyrst og fremst hvatningarverðlaun til ungs fólks sem er að takast á við krefjandi og […]
Fyrsti heimaleikur hjá strákunum í kvöld

Í kvöld klukkan 18:30 tekur ÍBV á móti Val þegar lokaleikur fyrstu umferðar Olís-deildarinnar fer fram. Leikurinn átti að fara fram í gær en að sökum þess að Herjólfur sigldi ekki til Landeyjahafnar frestaðist leikurinn þangað til í kvöld. Búast má við hörkuleik í kvöld og eru Eyjamenn hvattir til að fjölmenna í höllina en […]
Erlingur stýrði Füchse Berlin til sigurs á heimsmeistaramóti félagsliða

Eyjamaðurinn Erlingur Richardsson byrjaði vel sem þjálfari Füchse Berlin en nú í kvöld fór fram úrslitaleikur um heimsmeistaratitil félagsliða þar sem hann stýrði þýska liðinu til sigurs á sterku liði Veszprém frá Ungverjalandi. Mótið fór fram í Katar nú í vikunni og lauk í kvöld en nokkrir Íslendingar voru í liðunum sem kepptu á mótinu. […]