Í kvöld klukkan 18:30 tekur ÍBV á móti Val þegar lokaleikur fyrstu umferðar Olís-deildarinnar fer fram. Leikurinn átti að fara fram í gær en að sökum þess að Herjólfur sigldi ekki til Landeyjahafnar frestaðist leikurinn þangað til í kvöld. Búast má við hörkuleik í kvöld og eru Eyjamenn hvattir til að fjölmenna í höllina en þessum tveim liðum var spáð efstu tveimur sætunum í árlegri spá þjálfara, fyrirliða og forráðamanna liðanna í deildinni.