Engar siglingar í dag

Tekin hefur verið sú ákvörðun að fella niður siglingar í dag miðvikudag, 22.nóvember vegna veðurs og sjólags. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Herjólfi þar segir enn fremur. “Ákvörðun sem þessi er alltaf tekin með hagsmuni farþega, frakt og áhafnarmeðlima í huga. Vonum við að farþegar okkar sýni því skilning. Þeir farþegar sem áttu bókað […]
Eyjasigur í 70 marka leik – Í átta liða úrslit

Mikið var skorað í leik ÍBV og Fram í Olísdeildinni á heimavelli þeirra síðarnefndu í gærkvöldi. Leiknum lauk með góðum sigri ÍBV, 38:32 og eru Eyjamenn í fjórða sæti deildarinnar með tíu stig. Elmar var markahæstur með níu mörk. Á laugardaginn mættust liðin í sextán liða úrslitum bikarsins í Eyjum. Höfðu Eyjamenn betur og eru […]
Leiðinda veður í kortunum

Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun fyrir Suðurland, sem gildir frá klukkan 13 í dag til klukkan 19 í kvöld. Gert er ráð fyrir vestan stormi, 20-25 m/sek nærri ströndinni og í Vestmannaeyjum. Búast má við mjög snörpum staðbundnum vindhviðum, yfir 30 m/sek. Fólk er hvatt til að sýna aðgát og ganga frá lausum munum […]
Heimir á sigurbraut

Heimir Hallgrímsson kom karlalandsliði Jamaíka í átta liða úrslit Þjóðadeildarinnar eftir sigur á Kanada 3:2 í nótt. Kanada vann fyrri leikinn 2:1 og endaði einvígið 4:4 en Jamaíka fer áfram á fleiri mörkum á útivelli. Með þessum úrslitum er Jamaíka komið í lokakeppni Ameríkubikarsins, Copa America, en liðin sem komast í undanúrslit Þjóðadeildarinnar, komast í […]
Rúmlega 400% hækkun á 9. tímanum

Fræðsluráð Vestmannaeyjabæjar tók fyrir, á fundi sínum á mánudag, tillögur skólaskrifstofur Vestmannaeyja að endurskoðaðri gjaldtöku á leikskóla og innritunar- og innheimtureglum en tillögurnar voru unnar að ósk ráðsins frá 374. og 376. fundum ráðsins. Eftirfarandi tillögur voru lagðar fram: 1. Gjaldtaka hjá yngsta aldurshópi leikskólanna, þ.e. 12-18 mánaða, verði hækkuð um næstu áramót þannig að […]
Þurfa lengri tíma til að meta ástand leiðslunnar og möguleikum á viðgerð

Almannavarnanefnd Vestmannaeyja fundaði aftur með forsvarsmönnum HS-veitna síðdegis í dag þar sem farið var yfir þá stöðu sem upp er komin vegna tjóns á neysluvatnslögninni til Eyja. Fram kom á fundinum að þeir erlendu sérfræðingar sem hafa málið til skoðunar telja sig þurfa fleiri daga til viðbótar til að meta ástand leiðslunnar og möguleikum á […]
Styrktarsjóður Landakirkju

Styrktarsjóður Landakirkju veitir fólki sem hefur fasta búsetu í Eyjum aðstoð fyrir jólin og erum við byrjaðir að taka við umsóknum um aðstoð. Sjóðurinn getur að sjálfsögðu ekki starfað nema vegna velvildar fyrirtækja og einstaklinga sem hafa í gegnum árin verið afar rausnarleg í framlögum sínum. Slíkt hefur leitt til þess að þau sem eiga […]
Íbúafundinum varðandi sorpmál frestað

Vegna óviðráðanlegra aðstæðna hefur Íbúafundinum verið frestað til miðvikudagsins 29. nóvembers. (meira…)
Bíða eftir upplýsingum fyrir um næstu skref

Almannavarnanefnd Vestmannaeyja fundaði með forsvarsmönnum HS-veitna síðdegis í dag þar sem farið var yfir þá stöðu sem upp er komin vegna tjóns á neysluvatnslögninni til eyja. Búið er að senda allar fyrirliggjandi upplýsingar um tjónið á vatnsleiðslunni til erlendra sérfræðinga og framleiðanda leiðslunnar sem eru nú að fara yfir málið. Eins og staðan er núna […]
Tvær Eyjakonur í meðal 20 markahæstu í Þýskalandi

Landsliðs- og Eyjakonurnar Díana Dögg Magnúsdóttir og Sandra Erlingsdóttir eru á meðal 20 markahæstu í þýsku 1. deildinni í handknattleik að loknum átta umferðum. Frá þessu er greint í frétta á vefnum Handbolti.is. Hlé hefur verið gert á keppni í deildinni vegna heimsmeistaramótsins sem hefst undir lok mánaðarins og þráðurinn tekinn upp á nýjan leik […]