Áhugaverður leikur í bikarnum í kvöld

Þrír leikir fara fram í kvöld 16-liða úrslitum Poweradebikarkeppni karla. Þar ber að sjálfsögðu hæst viðureign ÍBV-B og Vals. Lið Vals situr á toppi Olísdeildarinnar með 16 stig eftir 9 leiki en eina tap Vals í vetur átti sér stað í Vestmannaeyjum og binda meðlimir B-liðsins miklar vonir við þá staðreynd. Bæði lið eru þekkt fyrir hraðan og skemmtilegan leikstíl og […]

Segja ársreikning ekki uppfylla lágmarksviðmið

Bæjarráð tók á fundi sínum í vikunni sem leið fyrir bréf frá eftirlitsnefnd sveitarfélaga frá 13. október sl. Bréfið er ábending um neikvæða niðurstöðu A- hluta sveitarfélagsins í ársreikningi 2022. Í framhaldi áttu bæjarstjóri og fjármálastjóri fund með starfsmanni nefndarinnar og óskuðu eftir skýringum enda stenst Vestmannaeyjabær allar lögbundnar kröfur um fjármál sveitarfélaga. Sætir undrun […]

Þóranna Halldórsdóttir nýr formaður unglingaráðs

Þóranna Halldórsdóttir tók við sem formaður unglingaráðs á dögunum af Ingibjörgu Jónsdóttur. Þetta kemur fram í frétt á vef ÍBV. Þóranna lék knattspyrnu með félaginu á sínum yngri árum og á nokkra mfl. leiki að baki ásamt því að hafa þjálfað hjá félaginu. Hún á 4 börn sem stunda æfingar í hand- og/eða fótbolta og […]

Vel heppnuð starfakynning

Haldin var Starfakynning í Þekkingarsetri Vestmannaeyja í dag. Þar kynntu starfsmenn fyrirtækja og stofnana í Vestmannaeyjum störf sín og þá menntun sem þeir hafa. Markmiðið með kynningunni er að auka þekkingu ungmenna og almennings á störfum í heimabyggð, ásamt því að efla sambandið milli skóla og atvinnulífs. Þetta er í þriðja skiptið sem kynningin er […]

Siglt eftir sjávarföllum

herjolfur-1-1068x712

Herjólfur hefur gefið út að siglt verði til Landeyjahafnar eftir sjávarföllum út sunnudaginn skv. eftirfarandi áætlun. Dýpkun hefst vonandi á laugardag, verða ekki aðstæður til þess að byrja fyrr. Fimmtudagur 16.nóvember Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 07:00,17:00, 19:30 Brottför frá Landeyjahöfn kl. 09:30, 18:15, 20:45 Föstudagur 17.nóvember Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 07:00, 09:00, 18:00, 20:30 Brottför […]

Fjölgar í ljósleiðaraneti Eyglóar

Eygló ehf. mun reka ljósleiðarann sjálfann sem er grunnstoð kerfisins en fjarskiptafélögin koma með þann búnað sem til þarf. Sala inn á kerfið er í höndum þeirra þjónustuveitna sem selja inn á kerfi Mílu og Tölvun ehf í Vestmannaeyjum. Íbúar neðangreindra húsa eru hvattir til að hafa samband við sína internetveitu og kanna hvort að […]

Síldin – Hafa veitt rúm 40.000 tonn

„Við höfum lokið síldveiðum þetta árið. Veiðin gekk mjög vel og veiddum við eitthvað um 20.000 tonn í heildina. Við vorum á síldarvöktum í tæpan mánuð í norsk-íslensku síldinni, tókum smá hlé og héldum árshátíð,“ sagði Sindri Viðarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs Vinnslustöðvarinnar um síldveiðarnar í haust. „Byrjuðum síðan í lok október á íslensku sumargotssíldinni og vorum […]

Reynslunni ríkari

Samband íslenskra sveitarfélaga, mennta- og barnamálaráðuneytið, innviðaráðuneytið og félags- og vinnumarkaðsráðuneytið héldu málþing um skólamál, „Reynslunni ríkari“, þann 30. október 2023. Á málþinginu voru kynntar niðurstöður úttektar á þróun skólastarfs og þjónustu við börn frá því að grunnskólar fluttust frá ríki til sveitarfélaga. Niðurstöðurnar eru mikilvægt innlegg í fyrirhuguðum breytingum á sviði skólamála. Árið 2021 […]

Spennandi starfakynning í Þekkingarsetrinu

Setrid

Fjöldi fyrirtækja, einstaklinga og stofnana hafa skráð sig til leiks á spennandi starfakynningu Þekkingaseturs Vestmannaeyja og Visku sem verður haldin fimmtudaginn 16. nóvember frá kl 09:00 – 14:00. Þetta er í þriðja skiptið sem kynningin er haldin í Vestmannaeyjum. Síðast var hún árið 2018. Þá kynntu 25 fyrirtæki og stofnanir í Eyjum starfsemi sína fyrir […]

Gunnar Már í nýju starfi

Eyjamaðurinn Gunnar Már Sigurfinnsson hefur verið ráðinn forstjóri GA Telesis Engine Service OY, dótturfyrirtækis GA Telesis, alþjóðlegs þjónustufyrirtækis með varahluti og alhliða viðhaldsþjónustu við flugfélög um allan heim. Viðskiptablað Morgunblaðsins greinir frá. Gunnar Már starfaði hjá Icelandair í 37 ár, fyrst í Vestmannaeyjum. Var framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs í tvígang og síðar framkvæmdastjóri Icelandair Cargo […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.