Mikilvægt að njóta með sínum nánustu
1. apríl, 2024

Með hækkandi sól er það fastur liður að fermingar hefjist í Landakirkju. Fyrsti fermingardagur er 6. apríl en sá síðasti 19. maí. Sr. Viðar Stefánsson segir að 45 börn komi til með að fermast frá Landakirkju í ár. „Þetta er svipaður fjöldi og að öllum líkindum svipað hlutfall og síðustu ár. Hvert ár ákveða næstum allir að fermast hjá okkur sem er mikið gleðiefni. Börn af erlendum uppruna hafa flest fermst áður hjá kaþólsku-kirkjunni en þau fermast yngri heldur en hjá okkur.“ 

 Viðar segir fermingar og fermingarbörn setja töluverðan svip á kirkjuárið hverju sinni. „Fermingarbörnin koma til okkar í lok september eða byrjun október og fermast eftir páska. Þau eru því a.m.k. helming ársins hjá okkur en ganga í gegnum helstu stórhátíðir kirkjunnar, t.d. jól og páska. Síðan buðum við upp á fermingu á hvítasunnudag fyrir nokkrum árum og hann er kominn til að vera. Það hafa yfirleitt verið stærstu fjölmennustu fermingarnar okkar.“ 

 Hvað stendur upp úr hjá þér að vinna með fermingarbörnum? „Það vekur alltaf athygli mína hvernig fermingarbörnin sjá heiminn og samfélagið fyrir sér. Þrátt fyrir að þau séu enn börn þá hafa þau alveg sínar skoðanir og mat á því hvernig hlutirnir eigi að vera. Það verður manni huldara eftir því sem maður verður eldri og því er gott að geta komið auga á ýmislegt í gegnum þau.“ 

 Viðar vildi að endingu  hvetja fermingarbörn og foreldra að hafa nokkra hluti í huga í aðdraganda ferminga. „Helst að foreldrar geri ekki of mikið úr fermingardeginum sjálfum. Að allt umstang í kringum daginn skyggi ekki á það sem fermingardagurinn gengur út á. Fermingardagurinn á að vera góður og eftirminnilegur dagur sem á að njóta með sínum nánustu. Enn fremur að fermingarbörnin hjálpi til við undirbúning og skipulag dagsins og veislunnar. Það hjálpar og gleður alla.“ 

 

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
Forsida EF 1 Tbl 2025
1. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst