Fella niður ferðir í dag og fyrramálið

Tekin hefur verið ákvörðun að fella niður ferð Herjólfs seinnipartinn í dag sem og fyrri ferð á laugardag vegna hvassviðris og ölduhæðar. Farþegar sem áttu bókað í umræddar ferðir eru beðnir um að hafa samband við afgreiðslu Herjólfs, þ.e. Föstudag frá Vestmannaeyjum kl 16:00 og frá Þorlákshöfn kl 19:45 og Laugardag frá Vestmannaeyjum kl 07:00 […]

Vilja vinnubúðir á Lifró lóðinni

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa fór fram í lok síðasta mánaðar þar lá fyrir umsókn um leyfi fyrir vinnubúðum við Strandvegur 81-85 um er að ræða lóðina sem áður hýsti Lifrarsamlag Vestmannaeyja. Það er Vinnslustöðin hf. sem sækir um tímabundið leyfi fyrir starfsmannabúðum á lóð sinni Strandvegi 81-85, sótt er um leyfi til 3 ára í samræmi við […]

Suðvestanhríð brestur á um sunnan- og vestanvert landið

Veðurstofa hefur gefið út gular viðvaranir fyrir sunnan- og vestanvert landið í dag. Búast má við éljagangi og suðvestan hvassviðri allt frá Breiðafirði austur fyrir Hornafjörð. Suðvestanhríð brestur á um sunnan- og vestanvert landið í dag. Veðurstofa hefur gefið út gular viðvaranir sem taka gildi klukkan 9 fyrir Breiðafjarðarsvæðið, en klukkan 11 á Faxaflóa, Höfuðborgarsvæðinu, […]

FISKIRÉTTIR Á GULLEYJUNNI VIRKJA FINNSKA BRAGÐLAUKA

Fjöldi glæsilegra fiskveitingastaða í hæsta gæðaflokki í Vestmannaeyjum hlýtur að vera með því mesta sem þekkist á byggðu bóli miðað við íbúatölu. Þá ályktun dregur að minnsta kosti finnskur blaðamaður, Mika Remes, í grein um veitingaflóru og sjávarfang Vestmannaeyja í grein í tímaritinu Aromi í Finnlandi núna í janúar. Ritið er sérhæft í skrifum um […]

Ný vatnslögn og viðgerð á áætlun

„Undirbúningsvinna við nýja lögn stendur yfir og er á áætlun,“ segir í fundargerð bæjarráðs í gær. Einnig segir að undirbúningsvinna við að festa og bæta NSL3 eins vel og hægt er fyrir næsta vetur sé í gangi,“ segir í fundargerð bæjarráðs 30. júlí. „Samkvæmt upplýsingum frá HS Veitum varðandi sumarverkefni við NSL3 þá er búið […]

Opnað fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Suðurlands

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í vorúthlutun Uppbyggingarsjóð Suðurlands 2024. Sjóðurinn hefur það hlutverk að veita verkefnastyrki á sviði atvinnuþróunar og nýsköpunar og menningar á Suðurlandi. Í flokki atvinnuþróunar og nýsköpunar eru það atvinnuskapandi og/eða framleiðniaukandi verkefni sem eiga kost á stuðningi ásamt nýsköpunarverkefnum sem efla fjölbreytileika atvinnulífs. Í flokki menningar er markmið að verkefni efli menningarstarfsemi […]

Breytt áætlun Herjólfs til 01.04.2024

Herjólfur hefur gefið út breytta áætlun þegar siglt er til Þorlákshafnar og gildir sú áætlun til 01.04.2024. Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 07:00 og 16:00 (áður ferð kl. 17:00) Brottför frá Þorlákshöfn kl. 10:45 og 19:45 (áður ferð kl. 20:45) Á þessum árstíma er alltaf hætta á færslu milli hafna og því ekki æskilegt að skilja […]

Tilboð um rekstur tjaldsvæða samþykkt

Vestmannaeyjabær bauð út rekstur tjaldsvæða og var tilboðsfrestur til 12. janúar sl. Eitt formlegt tilboð barst frá Aðalsteini Ingvasyni, Katrínu Harðardóttur, Helga Sigurðssyni og Evelyn Bryner og einnig barst ósk um samtal frá ÍBV íþróttafélagi um reksturinn innan gefins tilboðsfrests. Starfsfólk Vestmannaeyjabæjar fundaði með báðum aðilum og framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs fylgdi málinu eftir við […]

Reyna að koma sér undan skyldum

Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, segir HS Veitur reyna að koma sér undan skyldum sínum gagnvart Eyjamönnum með því að óska eftir því að Vestmannaeyjabær leysi til sín vatnsveituna í Eyjum. Þetta kemur fram í frétt á visir.is í morgun. „Það er ljóst af þessu bréfi að HS veitur eru að reyna að koma sér undan […]

Þingmaður okkar formaður HS Veitna

Samkvæmt heimasíðu HS Veitna hf. Er félagið í 50,10% eigu Reykjanesbæjar að nafnvirði 363.124.800 króna. HSV eignarhaldsfélag slhf. á 49,8% hlut að nafnvirði 360.950.400 króna og aðrir minna. Sjö sitja í stjórn og formaður er framsóknarþingmaðurinn Jóhann Friðrik Jóhannsson. Er hann þingmaður í Suðurkjördæmi og samflokksmaður Sigurðar Inga, ráðherra sem ekki komst á samgöngufundinn í […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.