Siglingar næstu daga

Í tilkynningu frá Herjólfi kemur fram að silgt verði fulla áætlun til Landeyjahafnar seinnipartinn í dag og út laugardag amk. Áætlað er að Álfsnes hefji dýpkun að nýju seinnipartinn í dag. Fimmtudagur 9.nóvember Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 07:00, 09:30, 12:00 17:00, 19:30, 22:00. Brottför frá Landeyjahöfn kl. 08:15, 10:45, 13:15, 18:15, 20:45, 23:15. Föstudagur 10.nóvember […]
Heimgreiðslur tekjutengdar að hámarki 220.000 kr

Á fundi fræðsluráðs á mánudaginn sl. var annars vegar rætt um breytingar á reglum um heimgreiðslur og hins vegar heildarendurskoðun á gjaldskrá og reglum leikskóla. Á 374. fundi samþykkti meirihluti fræðsluráðs að hækka heimgreiðslur úr 110.000 kr. í allt að 220.000 kr. á mánuði við upphaf næsta fjárhagsárs og var skólaskrifstofu falið að endurskoða reglur […]
Deila ÍBV við HSÍ og Hauka nær nýjum hæðum

Ótrúleg óbilgirni HSÍ og Haukar hafa sýnt ótrúlega óbilgirni vegna þátttöku ÍBV í Evrópukeppni kvenna. Neituðu að fresta leik sem fer fram á Ásvöllum í kvöld. Nú bætast samgönguerfiðleikar ofan á vanda Eyjakvenna og fara þær með Björgunarbátnum Þór í Landeyjahöfn til að geta mætt í leikinn á Ásvöllum í kvöld. Með Þór í Landeyjahöfn […]
Hætta að dreifa fjölpósti

Þann 1. janúar 2024 hættir Pósturinn alfarið að dreifa fjölpósti þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Fjöldreifingu var hætt á suðvesturhorni landsins árið 2020 en fjölpósti var hins vegar áfram dreift á landsbyggðinni, einkum þar sem ekki var kostur á öðrum dreifingaraðila. Nú hefur hins vegar verið ákveðið að hætta þeirri dreifingu einnig. Í […]
Eiríkur Örn Norðdahl kynnir Náttúrlögmálin

Í tilefni af útkomu Náttúrulögmálanna ætla ég í upplestrarferð um landið. Dagskráin er mislöng eftir aðstæðum á hverjum stað en oftast nær er þetta ríflega hálftíma bókarkynning plús myndasýning og spjall um sögusvið og upplegg – en bókin er yfirskilvitleg söguleg skáldsaga sem gerist á Ísafirði árið 1925. Á nokkrum stöðum er ég svo með […]
Umdeildur toppslagur í dag

Kvennalið ÍBV og Hauka mætast á Ásvöllum í dag. Lið Hauka hefur byrjað tímabilið vel og situr í efsta sæti deildarinnar. ÍBV liðið er í þriðja sæti deildarinnar. Leikurinn hefur fengið meiri umfjöllun í aðdraganda hans en gengur og gerist með deildarleiki í nóvember. Ástæðan er yfirlýsing sem ÍBV sendi frá sér á dögunum um […]
Olga Sevcova framlengir og lánuð til Tyrklands

Knattspyrnukonan Olga Sevcova hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við ÍBV en hún hefur þegar verið lánuð til tyrkneska félagsins Fenerbahce þar sem hún mun leika þar til hún kemur til liðs við ÍBV áður en leiktímabilið 2024 hefst í apríl. Olga er lettnesk landsliðskona sem hefur leikið mjög vel með ÍBV í Bestu […]
Tveir rafstrengir og vatnsleiðsla árið 2025?

„Við Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri og Gísli Stefánsson bæjarfulltrúi, höfundar skýrslunnar ákváðum strax að fylgja ábendingum eftir þannig að við afhendingu lægju fyrir ákvarðanir stofnana sem um málin fjalla. Það hefur að stórum hluta tekist,“ sagði Árni Sigfússon formaður starfshóps um eflingu samfélagsins í Vestmannaeyjum sem skilaði af sér mánudaginn 9. október sl. „Samtal okkar við […]
Mikil stemmning á Eyjakvöldi í Salnum

Blítt og létt hélt Eyjakvöld í Salnum í Kópavogi að kvöldi 4. nóvember í samstarfi við ÁtVR (Átthagafélag Vestmannaeyinga á Reykjavíkursvæðinu). Gestir tóku vel undir og sungu með, oftast hástöfum. Á milli laga voru fluttar kynningar og skemmtisögur eins og vaninn er á Eyjakvöldum. Kvöldið tókst mjög vel og allir viðstaddir skemmtu sér konunglega. Á […]
Pakkajól í Eyjum

Foreldramorgnar Landakirkju standa fyrir söfnun fyrir jólin í samvinnu við Bókasafn Vestmannaeyja. “Nú er tíminn til að versla aukagjöf undir tréð svo að öll börn geti átt gleðileg jól. Athugið að merkja gjöfina með aldri barns og kyn/kynhlutlaust. Athugið að setja heilan varning í gjafirnar. Við hvetjum sérstaklega fyrirtæki í Eyjum til að taka þátt,” […]