Stjarnan sigraði ÍBV 0-3

ÍBV tók á móti Stjörnunni í kvöld. Leikurinn var mjög mikilvægur en Stjarnan er í 1. sæti deildarinar með átta stiga forskot á ÍBV sem er í 2. sæti. Stjarnan hafði betur 0-3 og var þetta fyrsti ósigur ÍBV á heimavelli í sumar. (meira…)
�?ánægja með söluvagn á Vigtartorgi

Hólmgeir Austfjörð, veitingamaður á 900 Grill sendir Elliða Vignissyni, bæjarstjóra níu spurningar varðandi söluvagna í bænum en Bæjarins bestu opnuðu söluvagn í morgun og gáfu m.a. pylsur í hádeginu. Hólmgeir óskar eftir svörum, m.a. um stefnu Vestmannaeyjabæjar í þessum efnum. Elliði svaraði Hólmgeiri svo á bloggsíðu sinni en hér að neðan má sjá svar Elliða […]
Bjarni Gunnarsson nýr leikmaður ÍBV

ÍBV skrifar undir tveggja ára samning í dag við framherjann Bjarna Gunnarsson. Hann er fæddur árið 1993 og er uppalinn hjá Fjölni þar sem hann spilaði 57 leiki með meistaraflokki og skoraði í þeim átta mörk. Hann hefur spilað bæði með U-17 og U-19 ára landsliðunum og skorað fimm mörk í sextán leikjum. (meira…)
Tjöldun á morgun klukkan 18:00

Ákveðið hefur verið að tjöldun í Herjólfsdal fari fram á morgun, miðvikudag klukkan 18:00. Sama fyrirkomulag verður á tjöldun og í fyrra, þ.e.a.s. talið verður niður og svo hlaupa allir af stað. „Það eru vinsamleg tilmæli frá þjóðhátíðarnefnd að starfsmenn í Herjólfsdal taki bara frá stæði fyrir sig og enga aðra,“ segir í tilkynningu frá […]
Vörval opnar bændamarkaðinn á nýjan leik

Bændamarkaður Vöruvals hefur verið opnaður aftur en eins og flestir vita var hann einnig opin um goslokahátíðina. Markaðurinn er staðsettur á túninu á móti Vöruval og verður opin í dag og á morgun ef veður verður hagstætt. (meira…)
Vinnslustöðin hagnaðist um jafnvirði 2,3 milljarða króna árið 2012

Vinnslustöðin hagnaðist um jafnvirði 2,3 milljarða króna árið 2012. Heildartekjur samstæðunnar voru 15,7 milljarðar króna og jukust um 6% frá fyrra ári. Þetta kom fram á framhaldsaðalfundi Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum í dag. (meira…)
Undirbúningur �?jóðhátíðarinnar á lokasprettinum

Undirbúningur fyrir Þjóðhátíðina er á lokasprettinum, – allt að verða klárt fyrir þessu miklu 139 ára gömlu hátíð Vestmannaeyinga. Ófáar hátíðir með Þjóðhátíð sem fyrirmynd, hafa í áranna rás, risið og hnigið, vítt og breitt um landið. En alltaf lifir Þjóðhátíðin góðu lífi. Sótt hefur verið að henni úr ýmsum áttum, þar sem sumir hafa […]
Hlíf komin aftur í ÍBV

Hlíf Hauksdóttir er komin aftur í ÍBV og mun leika með liðinu þar sem eftir er sumri. Hún kemur á láni frá Val, en hún fór þangað fyrir tímabilið. Hlíf hafði áður leikið með ÍBV, en hún gekk til liðs við Eyjastelpur árið 2009 frá Fylki. (meira…)
Víkingur að verða klár

Nýjasta farþegaferja Eyjamanna, Víkingur er að verða tilbúinn. Skipið hefur verið í lagfæringu hjá Skipalyftu Vestmannaeyja en gera þurfti smávægilegar lagfæringar á bátnum fyrir siglingar í Landeyjahöfn. Sigurmundur Gísli Einarsson, eigandi bátsins sagði að lagfæringunum væri að ljúka og báturinn færi á flot í kvöld. (meira…)
Góð sala á sunnudagsmiðum

Mjög góð sala hefur verið að sunnudagspössum á Þjóðhátíð og er verið að prenta aukaupplag af miðum sem stendur, enn eru fáanlegar ferðir fram og til baka á sunnudeginum með Herjólfi inná vefsíðunni dalurinn.is. (meira…)