Herjólfur siglir til Landeyjahafnar í dag

Herjólfur siglir til Landeyjahafnar í dag, fimmtudag. Seinni tvær ferðir skipsins í gær féllu niður vegna ölduhæðar og vinds við höfnina en aðstæður eru betri nú. Siglingar verða samkvæmt áætlun í dag en ef aðstæður breytast mun Eimskip senda út tilkynningu. (meira…)

Herjólfi snúið við

Rétt í þessu var herjólfi snúið við aftur til Vestmannaeyja en skipið var þá statt við Landeyjahöfn. Á facebook-síðu skipsins segir að því hafi verið snúið við vegna hratt hækkandi ölduhæðar en ölduhæð þar klukkan 18 var 2,7 metrar og 25 metrar á sekúndu í hviðum. „Útlitið fyrir síðustu ferð kvöldið er því miður ekki […]

Staðan aldrei verri

Staða Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja hefur aldrei verið verri en nú. Rekstrarféð er á þrotum þegar enn eru níu mánuðir eftir af ­rekstrarárinu. Í síðustu viku átti Margrét Júlíusdóttir að mæta í lyfja­gjöf á Heilbrigðisstofnunina en henni var vísað frá, þar sem ekki var hægt að leysa lyfið út. (meira…)

Dalurinn.is hrundi

Forsala miða á þjóðhátíð hófst í morgun klukkan 9 en svo virðist sem straumurinn liggi til Eyja. Mikið álag var á vef hátíðarinnar, Dalurinn.is en í tilkynningu á vefnum segir að vegna álagsins, hafi tekið lengri tíma að staðfesta greiðslur og senda út kvittanir til viðskiptavina. Allar greiðslur hafi hins vegar verið mótteknar og því […]

�?g kem í maí

Markvörðurinn David James hefur gefið það sterklega í skyn að hann muni koma til Íslands og spila með ÍBV á komandi tímabili. Eins og margir vita hefur James tekið hálfgerðu ástfóstri við kvennalið Fylkis, sem er í æfingaferð í Bournemouth núna, og birti hann mynd af sér í keilu með liðinu á Twitter síðu sinni. […]

Hermann Hreiðarsson með leikheimild með ÍBV

Hermann Hreiðarsson þjálfari ÍBV hefur fengið leikheimild með liðinu frá og með deginum í dag. Hermann hefur ekki gefið út að hann ætli að spila með liðinu í sumar en þó sagst ætla að vera til taks ef á þarf að halda. ÍBV á næst leik gegn BÍ/Bolungarvík í Akraneshöllinni næstkomandi laugardag klukkan 14:00. (meira…)

Nýr straummælir eykur öryggi

Vonir standa til að nýr straummælir í Landeyjahöfn auki tíðni ferða í höfninni og öryggi. Herjólfur hóf siglingar í Landeyjahöfn í gærmorgun. Dæluskip eru búin að dæla yfir 100 þúsund rúmmetrum af sandi úr höfninni á undanförnum vikum, að því er fram kemur í umfjöllun um höfnina í Morgunblaðinu í dag. (meira…)

Fjórar ungar Eyjastúlkur í lokahóp U-17

Fjórar ungar Eyjastúlkur eru í lokahóp íslenska handboltalandsliðsins skipað leikmönnum 17 ára og yngri. Þetta eru þær Arna Þyrí Ólafsdóttir, Erla Rós Sigmarsdóttir, Sandra Dís Sigurðardóttir og Díana Dögg Magnúsdóttir en það er ekki á hverjum degi sem ÍBV á jafn marga fulltrúa í íslensku landsliði í handbolta. (meira…)

Björgvin kom �?rsta upp í fyrstu tilraun

Eyjamaðurinn Björgvin Þór Rúnarsson hélt í víking á síðasta ári þegar hann flutti til Noregs og tók að sér þjálfun karlaliðs Örsta í handbolta. Liðið lék í vetur í norsku 3. deildinni en Björgvin gerði sér lítið fyrir og stýrði liðinu upp um deild á sínu fyrsta ári sem þjálfari meistaraflokks. (meira…)

Dólgarnir frá Eyjum í Hörpu í kvöld

Undanúrslit Músíktilrauna fara fram þessa dagana og eigum við Eyjamenn að sjálfsögðu okkar fulltrúa. Það er þungarokksveitin Dólgarnir, en hana skipa þeir Geir Jónsson 17 ára sem syngur og spilar á gítar, Gísli Rúnar Gíslason 19 ára trommuleikari og Arnar Geir Gíslason 15 ára bassaleikari. „Við erum þrír glaðlindir eyja- peyjar sem dreymir ekkert stærra […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.