�?órarinn Ingi spilaði allan tímann í fyrsta leik

Þórarinn Ingi Valdimarsson, leikmaður ÍBV sem nú er í láni hjá norska úrvalsdeildarliðinu Sarpsborg 08, lék allan tímann þegar liðið sótti Lilleström heim um helgina. Leikurinn var í fyrstu umferð norsku úrvalsdeildarinnar en Sarpsborg 08 lék í næst efstu deild á síðasta ári. Leiknum lyktaði með jafntefli 2:2 og Þórarinn lék allan tímann. (meira…)

Allt tal um að dýpkun í Landeyjahöfn gangi illa er út í hött

Gunnlaugur Kristjánsson hjá Björgun hf. sem gerir út dýpkunarskipin Sóley, Perlu og Dísu og sjá um dýpkun í Landeyjahöfn vill gera athugasemd við frétt hér á eyjafrettum.is þar sem vitnað er í facebooksíðu Herjólfs. Segir í fréttinni að dæling í Landeyjahöfn hafi ekki gengið sem skyldi. Segist Gunnlaugur ekki vita hvaðan þær upplýsingar séu komnar […]

Dagaspursmál hvenær Herjólfur fer að sigla til Landeyjahafnar

Þegar dýpi í og við Landeyjahöfn var mælt í gær, laugardag, var það ekki orðið nægjanlegt að mati skipstjórnarmanna Herjólfs. Aftur verður dýpið mælt á morgun, mánudag og þá ætti að skýrast hvenær hægt verður að sigla til Landeyjahafnar. Á facebooksíðu Herjólfs segir að nú sé þetta spurning um einhverja daga frekar en viku. (meira…)

Lítil fyrirtæki stækka mest

Öll vitum við að ekkert verður til úr engu. Til þess að skapa verðmæti þá þurfum við atvinnu. Til þess að auka hagvöxt og byggja upp velferð þá þurfum við að auka fjárfestingar og framleiðni. Stöðugt og fjölbreytt atvinnulíf byggist á hugviti og dugnaði einstaklinga en rekstrarumhverfið þarf líka að vera hagstætt. Skattpíning skilar engu. […]

Valur átti aldrei möguleika

Kvennalið ÍBV rúllaði yfir nýkrýnda bikarmeistara Vals í síðustu umferð N1 deildarinnar sem fram fór í dag. ÍBV komst í 7:1 og hafði örugga forystu allan leikinn. Mestur varð munurinn fimmtán mörk, 31:16 en Valskonur náðu að laga stöðuna örlítið áður en yfir lauk. Lokatölur urðu 33:22en staðan í hálfleik var 17:7. (meira…)

�?eir eiga kvölina sem eiga völina

Það er sjálfsagt erfitt að eiga völina, því hinn sama á líka kvölina. Þeir sem segja þjóðinni að ekki séu til peningar til að halda úti eðlilegri löggæslu í landinu hafa margt til síns máls. En þegar málin eru skoðuð í samhengi þá er eitthvað sem ekki gengur upp. – Þegar svo fáir lögreglumenn eru […]

Slagurinn er milli ÍBV og Stjörnunnar

Eftir leiki kvöldsins í 1. deildinni á aðeins Stjarnan möguleika á að ná ÍBV að stigum en ÍBV er í efsta sæti með 33 stig og Stjarnan er í öðru sæti með 29. Liðin mætast á mánudaginn í Garðabæ en ÍBV dugir eitt stig úr síðustu tveimur viðureignum sínum. Í síðustu umferðinni mætir ÍBV svo […]

Florentina komin með íslenskan ríkisborgararétt

Markvörður kvennliðs ÍBV í handbolta, Florentina Stanciu fékk í dag íslenskan ríkisborgararétt. Florentina er besti markvörður íslensku deildarinnar en hún verður strax lögleg með íslenska kvennalandsliðinu. Florentina á að baki nokkra landsleiki með Rúmeníu en mun væntanlega leika fyrir Íslands hönd síðar á þessu ári. (meira…)

Viðmiðunardagur kjörskrár vegna alþingiskosninga

Laugardagurinn 23. mars er viðmiðunardagur kjörskrár vegna alþingiskosninga sem hafa verið auglýstar þann þann 27. apríl n.k. Á kjörskrá skal taka alla þá sem skráðir voru með lögheimili í ákveðnu sveitarfélagi samkvæmt íbúaskrár þjóðskrár fimm vikum fyrir kjördag, uppfylli þeir að öðru leyti skilyrði 1. mgr. 1. gr. um kosningalaga. (meira…)

Skonrokk styrkir Mottumars

Vegna fjölda áskorana verða tónleikarnir Skonrokk” fluttir aftur – síðast komust færri að en vildu. En aðstandendur Skonrokk og Mottumars hafa tekið höndum saman. Til sölu eru „Skonrokk“ bolir sem kosta 2.600 krónur og rennur allur ágóði til Mottumars. Bolirnir verða til sölu á tónleikunum í Hörpu og Hofi. “ (meira…)

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.