Í sjálfheldu úti í Ystakletti

Það er svo sannarlega ekki fyrir lofthrædda að halda úti fjárbúskap í klettum Vestmannaeyja eins og sést á meðfylgjandi myndbandi sem Halldór B. Halldórsson tók af björgunaraðgerðum úti í Ystakletti í gær. “Hrúturinn Guðmundur Alfreðsson var búinn að vera í sjálfheldu undir Brauðtorfunni í Ystakletti í 15 daga. Ekkert lá á að hjálpa honum upp […]

�?rjú skip við dýpkun í Landeyjahöfn

Nú eru þrjú grafskip, Dísa, Sóley og Perla, í og við Landeyjahöfn þar sem unnið er að dýpkunarframkvæmdum. Ekkert hefur verið hægt að dýpka þar síðan í síðustu viku enda tíðin verið afskaplega slæm. Nú horfir hins vegar betur við og er spáin nokkuð hagstæð næstu daga fyrir dýpkunaframkvæmdir. (meira…)

Ivana yrði sótt eða sett á lista hjá Interpol

„Það er ekkert nýtt komið fram í þessu máli og ég er mjög svartsýnn á að það leysist farsællega,“ sagði Sindri Ólafsson, formaður handknattleiksdeildar ÍBV, í samtali við Morgunblaðið í gær. Vefur Eyjafrétta sagði frá því um helgina að Ivana Mladenovic, serbnesk handknattleikskona sem leikur með ÍBV, yrði væntanlega að fara úr landi í dag […]

Fagur , fagur fiskur í sjó

Á síðasta ári, 2012, skilaði sjávarútvegurinn 42,5% af öllum útflutningstekjum þjóðarinnar. Hlutfallslegt mikilvægi sjávarútvegsins fyrir þjóðarbúið hefur ekki verið jafnmikið um árabil. Engin þjóð innan OECD reiðir sig í jafnríkum mæli á sjávarútveg sem atvinnugrein og Íslendingar. Óhætt er að fullyrða að engin atvinnugrein hafi átt ríkari þátt í að koma okkur áleiðis í gegnum […]

Mladenovic ekki meira með?

Svo gæti farið að línumaðurinn sterki Ivana Mladenovic hefði leikið sinn síðasta leik fyrir kvennalið ÍBV í handbolta. Sindri Ólafsson, formaður handknattleiksdeildar staðfesti það í samtali við Eyjafréttir.is en leikmaðurinn er ekki með landvistarleyfi og ef fram heldur sem horfir, gæti hún þurft að yfirgefa landið á mánudaginn. (meira…)

Hermann rekinn af velli

ÍBV tapaði í dag í miklum markaleik í Lengjubikar karla þegar liðið lék gegn FH. FH skoraði fyrsta mark leiksins en Eyjamenn jöfnuðu og komust yfir. Hafnfirðingar jöfnuðu metin 2:2 en aftur komust Eyjamenn yfir. Hins vegar fékk Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV sem lék með liðinu, að líta rauða spjaldið og skömmu síðar fékk Davíð […]

Er eyðilagður maður

Svavar Vignisson, þjálfari ÍBV var eðlilega heldur þungur á brún þegar blaðamaður Eyjafrétta.is hitti á hann eftir leik. Hann telur ekki að Herjólferð hafi haft áhrif á leikmenn fyrir leik, né að spennustig hafi verið of hátt hjá þeim í leiknum. (meira…)

Bikardraumurinn fauk út í veður og vind

Bikardraumur ÍBV-liðs kvenna fauk út í veður og vind í dag, þegar liðið steinlá fyrir Val í Laugardalshöllinni í dag. ÍBV byrjaði leikinn ágætlega og liðið virtist vel stemmt. En það var stutt gaman skemmtilegt því Valur tók síðan öll völd á vellinum. Valur komst í 7-3 og hafði yfirburðastöðu í hálfleik, 16-9. Eitthvað hefur […]

Erum á uppleið en þær á niðurleið

Um helgina verður risahelgi í íslenska handboltanum, því þá fara fram undanúrslit og úrslit í bikarkeppnum karla og kvenna. Allir leikirnir fara fram í Laugar­dalshöll og reyndar eru þeir fleiri leikirnir því yngri flokkarnir spila líka á sama stað, sömu helgi. Kvennalið ÍBV leikur gegn Val í undanúrslit­um í dag, laugardag klukkan 13:30 en í […]

Haldið upp á �?skulýðsdaginn með Country Gospel í Landakirkju

Vegna óviðráðanlegra orsaka verður Gospelmessunni með Kór Landakirkju, sem átti að verða 17. mars, frestað um óákveðinn tíma en í stað þess ætlar Æskulýðsfélag Landa kirkju að standa fyrir Country Gospel messu nk. sunnudag 10. mars kl 20:00. Messan verður með svipuðu sniði og Johnny Cash messan sem haldin var í október sl. og Elvis […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.