Benjani ekki með í kvöld

Framherjinn Benjani Mwaruwari, sem í vikunni var orðaður við ÍBV, mun ekki leika með liðinu í kvöld í Fótbolta.net mótinu. ÍBV mætir þá Víkingi Ólafsvík en leikur liðanna hefst klukkan 21:00 í Kórnum í Kópavogi en Óskar Örn Ólafsson, formaður knattspyrnuráðs ÍBV sagði að það hefði aldrei staðið til að Benjani myndi spila þennan leik. […]
Ítrekar andstöðu sína við sameiningu embætta

Vestmannaeyjabær leggst alfarið á móti því að breytingar verði gerðar á sýslumannsembættum eins og gert er ráð fyrir í drögum á frumvarpi, sem nú er til meðferðar allsherjanefndar Alþingis. Samkvæmt drögunum verða sýslumannsembættin 8, í stað 24 eins og nú er, og lögreglustjórar verði jafn margir. Vestmannaeyjabær telur hins vegar að frumvarpið feli í sér […]
Umfjöllunarefnið verður eldgosið 23. janúar 1973

Kristján Már Unnarsson, fréttamaður mun næsta sunnudag fjalla um eldgosið í Heimaey 1973, í þætti sínum Um land allt á Stöð 2. Umfjöllunin verður í næstu þáttum en í ár eru 40 ár liðin frá eldgosinu en þættirnir eru allir sýndir í opinni dagskrá, strax á eftir fréttum alla sunnudaga. (meira…)
Elísa íþróttamaður ársins 2012

Elísa Viðarsdóttir, fyrirliði knattspyrnuliðs ÍBV og leikmaður íslenska landsliðsins, er íþróttamaður ársins 2012 í Vestmannaeyjum. Elísa er vel að útnefningunni komin enda fór hún fyrir liði ÍBV í sumar sem náði frábærum árangri, auk þess að vera í leikmannahópi íslenska landsliðsins. Þess má til gamans geta að systir Elísu, Margrét Lára, var einmitt íþróttamaður ársins […]
�?fa viðbrögð við sjóslysi í Landeyjahöfn

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og aðrir samstarfsaðilar æfa í dag viðbrögð við miklu sjóslysi á suðvesturströnd Íslands. Á æfingunni er tekist á við þá sviðsmynd að ferjan Herjólfur hlekkist á við innsiglinguna í Landeyjahöfn með nokkur hundruð farþega um borð. (meira…)
Íþróttahátíðin verður í kvöld

Í kvöld kl. 20.30 verður hin árlega Íþróttahátíð Íþróttabandalags Vestmannaeyja haldin í Íþróttamiðstöðinni. Þar verður íþróttafólk ársins 2012 heiðrað. Hvert aðildafélaga bandalagsins tilnefnir sinn íþróttamann. Þá verður heiðraður einhver sá félagi í íþróttahreyfingunni í Eyjum, sem lengi hefur starfað innan hennar. Valinn verður Íþróttamaður æskunnar. Hápunkturinn verður verður þegar tilkynnt verður um val á Íþróttamanni […]
Verk að vinna

Kjörtímabilið sem senn er á enda hefur einkennst af miklum átökum og hörðum deilum um stór mál. Ég hef lagt sérstaka áherslu á baráttu gegn aðildarumsókninni að Evrópusambandinu, orkumál, efnahagsmál, skuldavanda heimilanna og síðast en ekki síst atvinnumál. Ég vil halda áfram að vinna að þessum málum og óska því eftir stuðningi í 2. sæti […]
Stærðin skiptir máli

jóst er að stærðin skiptir máli þegar velja á skip sem hentar til siglinga í Landeyjahöfn. En stærðin segir ekki allt því miklu minni tíma tekur að losa og ferma ferjur sem hannaðar eru í dag. Afkastageta ferju, sem flytur jafnmarga bíla og farþega og Herjólfur, yrði því mun meiri sem kemur sér vel á […]
�?g vil styrkja stöðu Eyja og Suðurkjördæmis

Með framboði mínu í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi er ég að svara áskorun um að ég verði þingmaður kjördæmisins. Ég legg áherslu á að framboð mitt er algjörlega á mínum forsendum og ég hef ekki bundist „kosningabandalagi“ við aðra frambjóðendur. Ég stend fyrir þá reynslu sem ég hef öðlast í lífinu – jafnt í byr […]
ASÍ hvatt til að segja samningunum upp

„Við höfum fengið góð viðbrögð frá félagsmönnum okkar, en lítið heyrt frá öðrum félögum nema þetta var mikið rætt á formannafundi sem ég var að koma af,“ sagði Arnar Hjaltalín, formaður Drífanda stéttarfélags, sem á fundi í síðustu viku hvatti ASÍ til að segja samningum upp. Forsendur þeirra væru brostnar. (meira…)