Spurningar til Skipstjóra Herjólfs

Þar sem Siglingastofnun telur Landeyjahöfn hreint listaverk sem ekki megi hreyfa við langar mig að fá ykkar skoðun á því hvort þið séuð sammála meisturunum. Spurningarnar eru: (meira…)

Sögufölsun Siglingastofnunar

Alveg er þetta magnað að lesa fréttina um Herjólf og Landeyjahöfn frá Siglingastofnun á mbl.is 12.12.2012 heldur sú stofnun að íbúar á Heimaey séu með gullfiskaminni eða þeir séu svona heimskir, það muna allir sem voru á fundi um samgöngumál með þeim í Höllinni haustið 2008 þegar tilkynnt var að smíðin á nýju skipi hefði […]

Ísfélagið greiðir landverkafólki auka jóla­bónus

Ísfélag Vestmannaeyja mun greiða út viðbótar jólabónus til starfsmanna sinna í landi, að upphæð 250.000 kr. Þetta staðfesti Stefán Friðriksson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, en bónusinn er hrein viðbót við þann 50.000 kr. jóla­bónus sem bundinn er í kjarasamn­ingum. (meira…)

Bílskúrinn verður rifinn

Nú standa yfir framkvæmdir við ­Eldheima sem er gosminjasafn þar sem húsið númer 10 við Gerðisbraut verður þungamiðjan. Er verið að grafa það upp úr vikrinum í vestur­hlíðum Eldfells. Húsið lítur ótrúlega vel út en Eyja­fréttir fengu ábendingu um að bílskúr við húsið yrði rifinn. Finnst þeim sem rætt hafa við blaðið að nokkur skaði […]

Málið litið alvarlegum augum

Fyrir nokkrum vikum uppgötvaðist að skotið hafði verið á rúðu á skrifstofu framkvæmdastjóra Ísfélags Vest­manna­eyja sem er á þriðju hæð. Gat er á tvöfaldri rúðunni en hvorki kúlan eða annað sem skýrt gæti hvað gerðist hefur fundist. Lögreglan er með málið til rannsóknar og fékk að­stoð úr ­Reykjavík við rannsókn á vettvangi. (meira…)

Í undirbúningi eru mæl­ingar með radar í landi

„Vegna óhapps Herjólfs í innsiglingu sigldi Baldur um tíma milli lands og Eyja. Er það í annað skipti frá opnun Landeyjahafnar, en í fyrrahaust leysti Baldur af um 5 vikna skeið á meðan Herjólfur var í slipp. Þá var enn mikill efnisburður vegna eldgossins í Eyja­fjallajökli en þó þurfti aldrei að fella niður ferðir Baldurs […]

Stelpurnar spila í deildarbikarnum

Kvennalið ÍBV tekur þátt í Deildarbikarnum í ár en fjögur efstu lið deildarinnar taka þátt í keppninni. Liðin fjögur byrja á að leika í undanúrslitum þar sem Valur og Stjarnan eigast við annars vegar og hins vegar Fram og ÍBV. Báðir leikirnir fara fram í íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði fimmtudaginn 27. desember. Leikur Vals […]

Stefnir allt í frábæra tónleika

Fimmtudaginn 13. desember næst­komandi klukkan 20.00 fara fram hinir árlegu jólatónleikar kórs ­Landakirkju. Tónleikarnir hafa í huga margra verið ómissandi hluti aðventunnar og mikilvægur liður í því að komast í hið eina sanna jólaskap. (meira…)

Herjólfur siglir næstu daga til �?orlákshafnar

Nú er Herjólfur á leið sinni til Þorlákshafnar en skipið hélt frá Hafnarfirði stuttu eftir hádegi í dag. Skipið mun sigla frá Þorlákshöfn klukkan 19:15 í dag en í tilkynningu frá Eimskip, rekstraraðila Herjólfs kemur fram að þar sem ölduspá við Landeyjahöfn er óhagstæð, þá verður áfram siglt til Þorlákshafnar næstu daga. (meira…)

Einn tekinn grunaður um að aka undir áhrifum fíkniefna

Vikan var með rólegra móti og engin alvarleg mál sem rötuðu inn á borð lögreglu. Eitthvað var þó um pústra við skemmtistaði bæjarins en engin alvarleg meiðsl sem hlutust af því og engar kærur sem liggja fyrir. (meira…)