Sigurður tapaði bikarúrslitaleik

Sigurður Ari Stefánsson og samherjar hans í norska úrvalsdeildarliðinu Elverum urðu að sætta sig við tap fyrir Fyllingen, 22:19, í úrslitaleik norsku bikarkeppninnar í handknattleik í dag. Að venju fór úrslitaleikurinn fram í Oslo Spektrum. (meira…)
Baráttuhugur í sjómönnum

Almennur fundur sjómannafélagsins Jötuns og deildar VM í Vestmannaeyjum þann 28. desember 2012 mótmælir harðlega aðferðum LÍÚ gagnvart sjómönnum þessa lands. Eru fulltrúar LÍÚ tilbúnir að mæta með okkur á Austurvöll og mótmæla með okkur afnámi sjómannaafsláttarins? (meira…)
Fyrsti snjórinn í Eyjum

Fyrsti snjór vetrarins féll í Eyjum síðastliðinn miðvikudag, hinsvegar var nokkurra gráðu hiti þannig að snjórinn varð að slabbi, eins og oft vill verða hér á suðurslóðum. Halldór Halldórsson fór af stað með vídevélina sína og fangaði stemmninguna eins og hún birtist honum. (meira…)
Sorpgjöld hækka í takti við vísitölu

Á fundi bæjarstjórnar í síðustu viku var samþykkt tillaga um álagningu tekjustofna og gjaldskrá fyrir árið 2013. Ein breyting á gjaldskrá vekur nokkra athygli en það er á sorpgjöldum. Þannig hækkar sorpeyðingargjald á hverja íbúð úr 15.238 kr. í 19.454 kr. eða um 21,7%. Á sama tíma lækka hins vegar sorphirðu- og tunnuleigugjald úr 16.296 […]
�?að stefnir allt í mjög góð skotáramót

Sala á flugeldum hjá Björgunarfélagi Vestmannaeyja hófst í dag, föstudag, og er hún með nokkuð hefðbundnu sniði að sögn Adólfs Þórssonar, formanns Björgunarfélags Vestmannaeyja. (meira…)
Rósa og Védís með tónleika í kvöld

Systurnar Rósa og Védís Guðmundsdætur ætla að halda sameiginlega tónleika í sal Tónlistarskólans í kvöld, föstudagskvöld klukkan 20:00. Síðast héldu þær systur tónleika í Eyjum fyrir sjö árum og því löngu tímabært að heyra í þeim á ný. (meira…)
Steinlágu gegn Fram

Það fór ekki eins og flestir vonuðust til að leikur Fram og ÍBV í undanúrslitum Deildarbikarsins yrði jafn og spennandi. Skemmst er frá því að segja að Fram var mun sterkari aðilinn í leiknum enda 22:14 yfir í fyrri hálfleik en ÍBV liðið skoraði aðeins fjögur mörk í síðari hálfleik og lokatölur 41:18 fyrir Fram. […]
Glæsilegt flugeldabingó handknattleiksdeildar

Á morgun, föstudaginn 28. desember verður haldið hið árlega flugeldabingó handknattleiksdeildarinnar en bingóið hefst klukkan 20:12 í Höllinni. Spilaðar verða 10 umferðir og vinningarnir verða glæsilegri en nokkru sinni áður. Hinn frábæri bingóstjóri undanfarinna ára, Daði Pálsson verður við stjórnvölinn en verður með nýliða sér við hlið, þar sem Magnús Bragason, aðstoðarbingóstjóri, er ekki á […]
Hvar er Matthías?

Eyjamaðurinn Stefán Þór Steindórsson samdi á dögunum nýjan texta við lagið Húfan. Lagið samdi hann eftir flóð frétta af flótta Matthíasar Mána Erlingssonar úr Litla Hrauni en textinn er bráðfyndinn. „Ég hef ekki heyrt hvort Matthíasi líki við lagið. Mér datt í hug að biðja Bubba Morthens að taka þetta á Aðfangadag á árlegum tónleikum […]
�?tla að funda á föstudaginn

Sjómannafélagið Jötunn og VM, félag vélstjóra og málmtæknimanna boða til almenns félagsfundar í Alþýðuhúsinu föstudaginn 28 desember kl. 17:00. Í fréttatilkynningun frá félögunum segir að kjaramálin verði í forgrunni fundarins ásamt öðrum málum sem upp koma. Ekki er að efa að fjörlega verða málin rædd ef að líkum lætur. (meira…)