Straummælingar við Landeyjahöfn

Siglingastofnun hefur frá upphafi stutt frekari straummælingar við Landeyjarhöfn. Í fyrrasumar var settur fastur straummælir utan við höfnina og var honum ætlað að safna upplýsingum sem nýttust skipstjórnendum til að læra á staðhætti og frávik. Fljótt kom þó í ljós að sandurinn olli of miklum truflunum til að upplýsingarnar væru áreiðanlegar, auk þess sem slíkur […]
Eyjakona í marki landsliðsins

Eyjastelpan Dröfn Haraldsdóttir var valin í íslenska kvennalandsliðið sem mun taka þátt í Evrópumótinu í Serbíu í næsta mánuði. Dröfn er eini nýliðinn í hópnum en hún er fædd og uppalin í Vestmannaeyjum og lék með yngri flokkum ÍBV. Hún skipti hins vegar yfir í HK fyrir þremur árum en leikur nú með FH. (meira…)
Eitt skrúfublað brotið og þrjú löskuð

Eitt blað brotnaði og þrjú löskuðust á bakborðsskrúfu Herjólfs við það að rekast í vestari hafnargarðinn við Landeyjahöfn á laugardag. Jafnframt er stýrið lítillega snúið bakborðsmegin. Í Morgunblðinu í dag kemur fram, að gert verður við þrjú blaðanna en skipt um hið fjórða. Vegagerðin átti blaðið til og standa væntingar til þess að viðgerð taki […]
Arnór með ÍBV næstu tvö tímabil

Knattspyrnumaðurinn Arnór Eyvar Ólafsson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning hjá ÍBV. Arnór Eyvar, sem að upplagi var miðjumaður, hefur að mestu spilað sem hægri bakvörður undanfarin tímabil með ÍBV og vaxið gífurlega í þeirri stöðu. Alls hefur Arnór leikið 117 leiki með ÍBV og skorað í þeim fjögur mörk, þar af eitt í […]
Mikið að gera en engin alvarleg mál

Lögreglan hafði í mörg horn að líta í vikunni án þess þó að um alvarleg mál hafi verið að ræða. Skemmtanahald helgarinnar gekk ágætlega fyrir sig en þó var eitthvað um kvartanir frá heimahúsum sökum hávaða. (meira…)
Staðfest brottför með Baldri í dag

Nú hefur veri ðstaðfest að Baldur mun sigla fyrstu ferð sína frá Vestmannaeyjum til Landeyjahafnar í dag klukkan 17:30 og frá Landeyjahöfn klukkan 19:00. Skipið mun svo sigla á ný 20:30 frá Eyjum og 21:30 frá Landeyjahöfn. Baldur er rétt ókominn til hafnar í Eyjum en á sama tíma er Herjólfur lagstur að bryggju í […]
Íris og Geir Jón sterk þingmannsefni

Nú er allt á fullu hjá stjórnmálaflokkunum að undirbúa framboðslistana. Nýlokið er flokksvali Samfylkingarinnar og ekki var nú hægt að hrópa húrra fyrir árangri Eyjamnna á þeim bænum. Það þarf svo sem ekki að koma á óvart,því Samfylkingin á ekkert fylgi lengur í Vestmannaeyjum. Staðreyndin er að með sterkum framboðslista í kjördæminu á Sjálfstæðisflokkurinn mikla […]
Herjólfur og Baldur mætast

Eins og fram hefur komið, mun Breiðafjarðarferjan Baldur leysa Herjólf af hólmi eftir að skrúfa Herjólfs skemmdist síðastliðinn laugardag. Herjólfur er nú á leið í þurrkví í Hafnarfirði þar sem freista á að laga skrúfuna en skipin tvö eru um það bil að mætast við Grindavík í þessum skrifuðu orðum. (meira…)
Landeyjahöfn

Ekki góðar fréttir að Herjólfur hafi hugsanlega tekið utan í, en sem betur fer virðist það ekki hafa verið mikið og engin slys á fólki. Fyrst það jákvæða: (meira…)
Baldur leysir Herjólf af

Stefnt að því að Baldur sigli til Landeyjahafnar næstu daga. Ef undanþága fæst mun Baldur leysa Herjólf af á meðan slipptöku Herjólfs stendur. Gert er ráð fyrir því að Baldur hefji siglingar milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar á morgun mánudag. (meira…)