Hægt að endurnýja vottorð og lyfseðil á heimasíðu HSVE

Á heimasíðu Heilbrigðisstofnunarinnar í Vestmannaeyjum, www.hsve.is, er núna hægt að endurnýja vottorð fyrir lyfjaskírteini, ásamt því að endurnýja lyfseðla og sækja um ferðvottorð vegna ferðakostnaðar. Einungis þarf að smella á hnappinn Vottorð eða Endurnýjun lyfseðla á forsíðunni til að nýta sér þennan möguleika. (meira…)
Björgunarfélagið kallað einu sinni út í morgun

Björgunarfélag Vestmannaeyja var kallað út um klukkan níu í morgun að einbýlishúsi við Brekastíg en þar var kjölur á þaki að rifna af. Í morgun var mikið hvassviðri og úrhellisrigning en veðrið er að mestu gengið niður enda sýnir vindmælir í Vestmannaeyjabæ aðeins 6 metra meðalvind á sekúndu. Tveimur klukkustundum fyrr fóru hviður hins vegar […]
Taktu þátt og hafðu áhrif!

Ég hef alla tíð haft brennandi áhuga á samfélagsmálum og er reiðubúin að leggjast á árarnar til þess að gera samfélagið okkar réttlátt og gott, samfélag þar sem allir eiga möguleika á að taka virkan þátt. Við erum ekki fjölmenn þjóð og við eigum að láta okkur hvert annað varða. Hver og einn einstaklingur skiptir […]
Sjómennskan er ekkert grín

Eyjamaðurinn Sölvi Breiðfjörð, sjómaður, útbjó myndband á dögunum til stuðnings sjómönnum og kjarabaráttu þeirra. Útgerðarmenn hafa hótað verkbanni og vilja að sjómenn taki á sig allt að fimmtán prósent launalækkun vegna hækkun veiðigjalds. Sjómenn vilja hins vegar fá leiðréttingu launa sinna vegna afnáms sjómannaafsláttar og því er deilan í hnút. Myndband Sölva má sjá hér […]
Veðrið hefur áhrif á starf Landakirkju

Óveðrið í morgun gerði það að verkum að fjölmargir foreldrar héldu börnum sínum heima í morgun í stað þess að senda þau í skóla. Þá mun fermingarfræðsla og Kirkjustarf fatlaðra í Landakirkju falla niður í dag, mánudag vegna veðurs. Fermingarbörnin eru hvött til að mæta í tímana á morgun, þriðjudag og á miðvikudag í staðinn. […]
Töfrandi kvöld í Höllinni

Töframaðurinn Einar Mikael sneri aftur til Vestmannaeyja á föstudaginn en þá hélt hann tvær sýningar í Höllinni í Vestmannaeyjum. Fullt var út úr dyrum á fyrri sýningunni, sem var fjölskyldusýning og var ekki að sjá annað en að börnin hafi skemmt sér konunglega. Með fréttinni fylgir stutt myndbrot úr fjölskyldusýningunni, þar sem Einar Mikael losaði […]
Brjálað rok í Eyjum

Nú er mikið óveður í Vestmannaeyjum en samkvæmt veðurathugun á Stórhöfða, slær vindhraði mest upp í 43 metra á sekúndu en meðalvindhraði er 33 metrar. Þá hafa mælst hviður upp í 37 metra á sekúndu innanbæjar í Vestmannaeyjum. Herjólfur siglir ekki fyrstu tvær ferðir til Landeyjahafnar í dag og allt innanlandsflug liggur niðri. Þrátt fyrir […]
Fiskveiðistjórn með framsýni

Kvótakerfi í fiskveiðum var komið á af nauðsyn. Því miður hefur ekki ennþá tekist að breyta fyrsta bráðabirgðakerfinu í langtímakerfi. En það er hægt og það er gríðarlega mikilvægt að það verði gert. Nýafstaðin þjóðaratkvæðageiðsla um ákvæði í nýrri stjórnarskrá sýnir að yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar vill tryggja þjóðareign á auðlindum. Fólk gerir sér grein fyrir […]
Falið atvinnuleysi

Undanfarnar vikur hefur því ítrekað verið haldið fram að atvinnuleysi hafi minnkað. En er það virkilega raunin? Færa má sterk rök fyrir því að skráð atvinnuleysi nái alls ekki að sýna raunmynd vandans heldur sé hann falinn að verulegu leyti. Raunatvinnuleysi hefur alls ekki minnkað. (meira…)
Eyjamenn fóru illa með Gróttu

Karlalið ÍBV fór á kostum þegar strákarnir tóku á móti Gróttu í 1. deildinni í dag. Gróttu var spáð mjög góðu gengi í vetur en Eyjamenn sýndu mikla yfirburði gegn Seltirningum, voru 11 mörkum yfir í hálfleik og unnu að lokum með 17 mörkum, 35:18. (meira…)