Fundi Samfylkingarinnar frestað

Fundur með frambjóðendum Samfylkingarinnar í flokksvali 16. – 17. nóv, sem halda átti á Kaffi Kró í dag laugardaginn 3. nóvember frestast um sólarhring. Fundurinn verður á Kaffi Kró sunnudaginn 4. nóvember kl. 14.00. (meira…)
Fall og upprisa, pólitík og björt framtíð

N.k. laugardag 3. nóv. kl. 11.00 verður haldinn fundur í Ásgarði félagsheimili sjálfstæðismanna við Heimatorg. Þar mun ég, frambjóðandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi fyrir prófkjörið 26. janúar nk., ræða um framboð mitt, helstu áherslur og stefnumál. Málflutningur minn sem bæjarstjóra í Garði um atvinnumál á Suðurnesjum og Suðurlandi hefur vakið athygli á síðustu misserum […]
Breytt fyrirkomulag varðandi blóðprufutökur

Frá og með 1 nóvember breytist fyrirkomulag varðandi afgreiðslu á rannsóknarstofu. Breyting verður á skráningu og greiðslufyrirkomulagi þannig að einstaklingar sem vísað er í blóðprufu mæta og skrá sig í afgreiðslu , greiða fyrir rannsókn og setjast í biðstofu þar til á þá er kallað. Hægt er að panta tíma við komu á heilsugæslu eða […]
Mesta vindhviðan á Stórhöfða dag fór í 46,7 metra á sekúndu

Pálmi Óskarsson, veðurathugunarmaður á Stórhöfða sendi okkur yfirlit yfir veðrið í Eyjum í dag. Hann segir að mesti 10 mín. meðalvindhraði í Vestmannaeyjum í dag hafi verið á Stórhöfða, 34,3 m.s. kl.11. (N-átt).Vestm.bær 13,0 m.s. kl.08. (NA-átt).Surtsey 24,9 m.s. kl.12. (NNA-átt). Mesta vindhviða í Vestmannaeyjum í dag var á Stórhöfða 46,7 m.s. kl.11.(N-átt). Vestmannaeyjabær 37,6 […]
Síðasta ferð dagsins fellur niður vegna veðurs

Vegna vinds fellur síðasta ferð dagsins niður. Herjólfur sigldi þrjár ferðir í dag milli lands og Eyja en aðstæður hafa verið erfiðar og þegar slæmt skyggni og myrkur bætast við eru aðstæður illviðráðar. (meira…)
B-lið ÍBV komið í 16 liða úrslit

Í hádeginu í dag var dregið í fyrstu umferð bikarkeppni karla en ÍBV teflir fram tveimur liðum í keppninni eins og undanfarin ár. A-lið ÍBV dróst gegn B-liði HK en B-lið ÍBV mætti einmitt A-liði HK í bikarkeppninni í fyrra. B-liðið datt í lukkupottinn nú, situr hjá í fyrstu umferð og er því komið í […]
Mótmæla harðlega málflutningi LÍ�?

Stjórn og trúnaðarráð Sjómannafélagsins Jötuns í Vestmannaeyjum, mótmælir harðlega þeim málflutningi LÍÚ að sjómenn skuli taka á sig 15% launaskerðingu. „ fyrsta lagi þykir sjómönnum það koma úr hörðustu átt að útgerðarmenn krefjist launalækkunar hjá sjómönnum. Sjómenn hafa staðið eins og klettar við hlið útgerðarmanna og mótmælt harðlega auðlindagjaldslögunum sem og óútkomnu frumvarpi um stjórn […]
Vestmannaeyjabær krefst skýringa á tillögum stjórnlagaráðs

„Í framhaldi af niðurstöðu í ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá lýsir bæjarstjórn Vestmannaeyja áhyggjum sínum af þeim óskýru og óljósu tillögum sem þar er að finna og þá sérstaklega þeim er tengjast rekstri Vestmannaeyjabæjar og fjárhagslegum skuldbindingum þar að lútandi.“ Þetta kemur fram í ályktun bæjarstjórnar Vestmannaeyja sem var samþykkt með atkvæðum […]
Blítt og létt

Það urðu heldur betur viðbrigði þegar hægt var orðið að sigla ferju milli lands og Eyja og lenda henni í höfn, Landeyjahöfn. Þar höfðu menn staðið í fjörunni í áraraðir og látið sig dreyma um göng. Það voru draumóramenn. Að líkindum verða einhverntímann gerð göng milli Vestmannaeyja og Norðureyjarinnar, eins og þeir Eyjamenn kalla meginlandið. […]
Herjólfur siglir þrátt fyrir rok

Herjólfur hefur siglt á milli Landeyjahafnar og Vestmannaeyja í gær og í dag þrátt fyrir vonskuveður í Eyjum. Samkvæmt upplýsingum frá Herjólfi er ekki ljóst hvort hægt verður að sigla síðar í dag og í kvöld þar sem enn er að bæta í vind. (meira…)