Blind Bargain í Skúrnum á Rás 2 í kvöld
29. nóvember, 2012
Eyjasveitin Blind Bargain verður aðalnúmerið í útvarpsþættinum Skúrinn á Rás 2 í kvöld. Þátturinn hefst klukkan 22:05 en í þættinum fá ungar og efnilegar íslenskar hljómsveitir tækifæri til að leika frumsamið efni fyrir hlustendur útvarpsstöðvarinnar. Blind Bargain er blússkotin rokksveit en hún er skipuð þeim Hannesi Má sem leikur á gítar og syngur, Skæringi Óla sem leikur einnig á gítar, Þorgils Árna sem leikur á bassa, Kristbergi Gunnars á trommur og Sveini Ares á básúnu.
Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst