Djúpið sýnt á sunnudag

Kvikmyndin Djúpið verður sýnd næskomandi sunnudag í Bæjarleikhúsinu. Myndin, sem byggir á Helliseyjarslysinu 1984, hefur fengið mjög góða aðsókn og í flestum tilvikum góða dóma. Eyjamenn hafa ekki átt þess kost að sjá myndina til þessa nema þeir sem hafa átt leið um höfuðborgarsvæðið en miklar framkvæmdir áttu sér stað í Bæjarleikhúsinu í sumar og […]
Heildarkvóti Eyjaskipa 17.000 tonn

Veiðar á íslensku síldinni eru hafnar og hafa bæði Ísfélag og Vinnslustöð tekið á móti afla. Öll áhersla er lögð á að vinna sem mest til manneldis. Má því búast við mikilli vinnu í stöðvunum á vertíðinni. Hjá Ísfélaginu fór Álsey í sinn fyrsta túr á mánudaginn. „Hún er núna að landa 650 tonnum sem […]
Magnað að sjá mannlausa Manhattan

Eitt versta veður í manna minnum, ofsaveðrið Sandy, gengur nú yfir austurströnd Bandaríkjanna og er eyðileggingin gríðarleg af völdum sjávarflóða, mikillar úrkomu og vinds. Eftir að hafa valdið dauða og eyðileggingu á Jamaica og Kúbu náði veðrið til sjö ríkja Bandaríkjanna og Kanada og hafði áhrif á líf 60 milljóna manna. Stórborgin New York hefur […]
ÍBV semur við ungan ÍR-ing

ÍBV hefur samið til tveggja ára við framherjann Jón Gísla Ström en skrifað var undir samning við leikmanninn í dag. Jón Gísli er 19 ára gamall og hefur leikið í gegnum alla yngri flokka ÍR. Jón Gísli kom fyrst við sögu með meistaraflokki ÍR sumarið 2010 og hefur síðan þá leikið 56 leiki fyrir félagið […]
Fovarnardagur í Framhaldsskólanum

Forvarnir voru í brennidepli í Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum í dag. Hefðbundið skólastarf var lagt til hliðar um tíma og þess í stað sest niður til að ræða hinar ýmsu hliðar þessara mála. Nemendur yngri en 18 ára ræddu vímuefnanotkun á meðal unglinga og nemendur 18 ára og eldri ræddu forvarnir gegn einelti. (meira…)
Oddný sækist eftir fyrst sæti á lista Samfylkingar

Oddný Harðardóttir alþingismaður og þingsflokksformaður Samfylkingarinnar hefur ákveðið að bjóða sig fram í 1. sæti í forvali flokksins fyrir Suðurkjördæmi sem fram fer 16. og 17. nóvember. Oddný hefur tekið að sér mörg krefjandi ábyrgðarstörf á kjörtímabilinu. Hún varð fjármálaráðherra fyrst kvenna og var formaður menntamála- og fjárlaganefndar. (meira…)
Fjórir peyjar í æfingahópi Íslands

Æfingahópur íslenska landsliðsins í handbolta, skipað drengjum fæddum á árinu 1998drengja fædda 1998 hefur verið valinn en í hópnum eru fjórir Eyjapeyjar. Þetta eru þeir Andri Ísak Sigfússon, Breki Ómarsson, Darri Birgisson og Logi Snædal Jónsson. Strákarnir ættu að kannast vel við þjálfarann, sem er enginn annar en Árni Stefánsson, sem þjálfaði hjá ÍBV áður […]
Vill raunverulegan jöfnuð

Eins og fram kom á Eyjafréttum.is í síðustu viku, býður Guðrún Erlingsdóttir, fyrrum varaþingmaður sig fram í 2. til 3. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar. Guðrún er búsett í Vestmannaeyjum og tók sæti á Alþingi haustið 2009 en í fréttatilkynningu frá henni kemur fram að hún leggi áherslu á réttlátt þjóðfélag, þar sem raunverulegur jöfnuður ríkir. […]
Glæsilegur sigur hjá ÍBV

ÍBV og FH höfðu sætaskipti í N1 deildinni í kvöld en ÍBV vann glæsilegan sigur á Hafnfirðingum. Lokatölur urðu 27:18 og fer ÍBV því upp í þriðja sæti deildarinnar en FH niður í það fjórða. Florentina Stanciu, markvörður ÍBV fór enn á ný á kostum í marki ÍBV en hún varði alls 23 skot, þar […]
Verk Júlíönu Sveinsdóttur á frímerki

Íslandspóstur gefur út jólafrímerkin 2012 fimmtudaginn 1. nóvember en sama dag kemur út frímerkjaröð um aðra kynslóð frumkvöðla íslenskrar myndlistar. Í frímerkjaröðinni eru gefin út fjögur frímerki að þessu sinni, m.a. frímerki með mynd Júlíönu Sveinsdóttur, Frá Vestmannaeyjum. (meira…)