Mikið flug framundan milli lands og Eyja
24. nóvember, 2012
Í ljósi þeirra frétta að Herjólfur mun sigla í Þorlákshöfn á morgun sunnudag og fara í slipp á mánudag mun Flugfélagið Ernir auka flug til Eyja til að anna þeirri eftirspurn sem myndast hefur nú þegar. Sett hefur verið upp aukaflug á morgun, sunnudag, og hefur Flugfélagið Ernir í hyggju að setja upp enn fleiri aukaflug ef á þarf að halda. Fylgst verður vel með aukinni aukinni eftirspurn næstu daga og hefur Ernir mikla möguleika á fjölda fluga milli lands og Eyja til að anna eftirspurn og koma fólki leiðar sinnar.
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst