Stærsta ferðaþjónustusumarið á næsta ári

Á næsta ári eru 40 ár liðin frá eldgosinu í Heimaey og verður tímamótanna minnst með ýmsu móti. Goslokanefnd hefur hafið störf og er stefnt á glæsilega hátíð í Eyjum. En auk hátíðahalda í Eyjum, er ráðgert að halda tónleika í Hörpu 26. janúar næstkomandi. Aðilar í ferðaþjónstunni ætlar að funda í kvöld en hugmyndin […]
Tvívegis eldur í sama húsinu

Lögreglan hafði í nógu að snúast í vikunni sem leið vegna hinna ýmsu mála sem upp komu. Rólegt var í kringum skemmtistaði bæjarins um helgina en eitthvað var þó um að aðstoða þurfti fólk sökum ölvuanrástands þess.Tveir brunar voru tilkynntir lögreglu í vikunni og voru þeir báðir í sama húsinu en um er að ræða […]
Sigríður Lára á skotskónum með U-19

Eyjastelpan Sigríður Lára Garðarsdóttir var á skotskónum í dag þegar íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu, skipað leikmönnum 19 ára og yngri, valtaði yfir Moldavíu 5:0. Sigríður Lára kom Íslandi í 3:0 í fyrri hálfleik en hún er eini fulltrúi ÍBV í liðinu. Ísland leikur í riðli með Moldavíu, Slóvakíu og Danmörku í undankeppni EM. Þegar tveimur […]
Páll �?skar með unglingaball í Höllinni

Páll Óskar er á leið til Eyja og í samráði við Höllina og félagsmiðstöðina Rauðagerði, ákvað hann að lengja ferðina og gefa allt í alvöru unglingaball í Höllinni. Palli er án nokkurs vafa vinsælasti skemmtikraftur landsins og hefur verið það í nokkur ár. Hann hefur algjörlega farið á kostum á síðustu Þjóðhátíðum og það verður […]
Dagskrá Safnahelgarinnar farin að taka á sig mynd

Eins og undanfarin ár, verður Safnahelgin haldin fyrstu helgina í nóvember eða dagana 1.-4. nóvember. Dagskrá helgarinnar er farin að taka á sig mynd en meðal þess sem boðið verður upp á eru myndlistasýningar, tónleikar og lestur úr nýjum bókum. Meðal gesta hátíðarinnar eru Þórarinn Eldjárn, Egill Helgason og Óttar Guðmundsson. (meira…)
Dagur í landsliðið

Handboltapeyinn Dagur Arnarsson var í síðustu viku valinn í lokahóp íslenska landsliðsins í handbolta, skipað leikmönnum 16 ára og yngri. Liðið mun taka þátt í fjögurra liða móti í Frakklandi en í mótinu spila Íslendingar, heimamenn í Frakklandi, Norðmenn og Ungverjar. Mótið fer fram um mánaðarmótin október nóvember en frá þessu er greint á heimasíðu […]
Lionsmenn láta gott af sér leiða

Lionsmenn tóku til hendinni við sólpallinn við Sambýlið um helgina. Félagarnir stækkuðu pallinn og lagfærðu þannig að hægt sé að koma fyrir heitum potti, sem Sambýlið fékk að gjöf á dögunum en hann var keyptur fyrir ágóðann á árlegu golfmóti Ufsaskalla. Lionsmenn gáfu einnig góða gjöf til Heilbrigðisstofnunarinnar í Vestmannaeyjum. (meira…)
Varðeldur í tómu húsi

Um klukkan hálf fjögur í dag var Slökkvilið Vestmannaeyja kallað út að húsnæði við Bárustíg, þar sem veitingastaðurinn Lanterna var áður til húsa og þar áður veitingastaðurinn Bjössabar. Þegar að var komið var mikill reykur innandyra en reykkafarar slökktu eld sem logaði inni. Svo virðist sem einhverjir hafi kveikt varðeld inn í miðju húsi og […]
Sögðu já við öllu í Suðurkjördæmi

Kjósendur í Suðurkjördæmi sögðu já við öllum spurningum í ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu í gær. Alls kusu 14.487 manns í kjördæminu og reiknast kjörsókn 43,18%. 158 seðlar voru auðir og ógildir, þar af voru auðir 116. (meira…)
Nítján marka sigur á �?rótti

Eyjamenn unnu 19 marka sigur á Þrótti í dag þegar liðin áttust við í Laugardalshöll. Lokatölur urðu 17:36 eftir að staðan í hálfleik var 9:22. Markahæstir hjá ÍBV urðu þeir Nemanja Malovic með tíu mörk og Grétar Þór Eyþórsson, sem skoraði níu mörk. ÍBV hefur því unnið tvo sigra í röð eftir að hafa gert […]