�?g ætla að kjósa

Laugardaginn 20. okt­óber n.k. mun fara fram ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla þar sem leitað verður eftir afstöðu þjóðarinn­ar til þess hvort Alþingi eigi að leggja tillögur stjórnlagaráðs til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá. Auk þess geta kjósendur komið á framfæri skoðun sinni á fimm tilteknum atriðum. Tillögur stjórnlagaráðs liggja fyrir í formi frumvarps að nýrri stjórnarskrá sem […]

Styrkja kaup á íþróttagleraugum

Kiwanisklúbburinn Helgafell hefur undanfarna mánuði styrkt börn sem æfa íþróttir undir merkjum ÍBV og þurfa á gleraugum að halda. Verkefnið virkar þannig að foreld­rar, eða forráðamenn barnanna, fylla út umsóknareyðublað á skrifstofu ÍBV-íþróttafélags. Viðkom­andi kaupa svo sérstök íþrótta­gleraugu við hæfi fyrir barnið, en Helgafell greiðir 25 þús­und krónur af kostnaðarverði. Ekki er um að ræða […]

Undirbúningur fyrir goslokahátíð 2013 er hafinn

Undirbúningur fyrir goslokahátíð 2013 er nú hafinn, en í janúar n.k. verða 40 ár liðin frá því að gos hófst á Heimaey. Mun miðvikudeginum 23. janúar verða gert hátt undir höfði með minningarstund og öðrum viðburðum. Goslokahátíðin okkar verður að sjálfsögðu á sínum stað fyrstu helgina í júlí, þ.e. 5.-7. júlí 2013. Þess á milli […]

Við erum á leið í land!

Huginsmenn eru með eina líflegustu og myndríkustu heimasíðu í flotanum og oft gaman að kíkja þar inn. Huginsmenn eru á landleið. Nýjasta bloggið þeirra ber með sér tilhlökkun og spennu og er svohljóðandi: Góðan dag kæru vinir.Við vorum að lesa á netinu um daginn hvað Íslenskir karlmenn væru „stórir“ og vorum við að pæla í […]

Margrét Lára hætt í boltanum og orðin strandvörður?

Nei, ekki er allt sem sýnist. Hér er um að ræða skemmtileg myndband sem leikmenn og liðsfélagar Margrétar Láru Viðarsdóttur í Kristianstad, Svíþjóð gerðu. Myndbandið er í anda hinna ódauðlegu Baywatch þátta sem skörtuðu stórstjörnum eins og David Hasselhoff og Pamelu Anderson.Myndbandið má sjá hér að neðan. (meira…)

Sjúkrahúsið opnar nýja heimasíðu

Í gær opnaði Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja, nýja heimasíðu http://www.hsve.is. Þar er auk ýmissa upplýsinga um starfsemi stofnunarinnar, líka boðið uppá ýmsar nýjungar í þjónustu. Á síðunni er hægt að endurnýja lyfseðla rafrænt, en eingöngu vegna lyfja sem fólk hefur fengið áður. Ekki er þó hægt að fá lyfseðla vegna nýrra lyfja heldur verður að hafa samband […]

Rjúfa þarf átakahefð íslenskra stjórnmála

„Ég hef ákveðið að segja skilið við Samfylkinguna og ganga til liðs við framboð Bjartrar framtíðar í komandi kosningum. Sú ákvörðun byggir á þeirri sannfæringu minni að rjúfa þurfi þá átakahefð sem fest hefur rætur í íslenskum stjórnmálum. Átök innan og á milli núverandi stjórnmálaflokka á yfirstandandi kjörtímabili og vantraust á þeim afhjúpar veikleika íslenska […]

�??Alone er fyrsta lagið sem ég sem�??

Elías Fannar Stefnisson, tónlist­ar­maður er að gefa út sitt fyrsta lag þessa dagana. Lagið heitir Alone en textinn er á ensku. Hægt er að hlusta á lagið hér að neðan. Elías Fannar, hefur undanfarin ár verið að koma fram, einn með gít­arinn eða við annan mann. Hann segist mikið hlusta á erlenda tónlist og því […]

Hættir í þingflokki Samfylkingarinnar

Róbert Marshall, þingmaður Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi, mun tilkynna úrsögn sína úr þingflokknum í dag, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Hann mun segja sig úr Samfylkingunni og bjóða fram fyrir Bjarta framtíð í alþingiskosningunum í vor. (meira…)