Hættir í þingflokki Samfylkingarinnar

Róbert Marshall, þingmaður Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi, mun tilkynna úrsögn sína úr þingflokknum í dag, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Hann mun segja sig úr Samfylkingunni og bjóða fram fyrir Bjarta framtíð í alþingiskosningunum í vor. (meira…)
Surtseyjarfélagið hyggst halda vísindaráðstefnu í Reykjavík af því tilefni

Á næsta ári verða liðin 50 ár frá upphafi Surtseyjargossins, en það hófst 14. nóvember 1963. Af því tilefni hyggst Surtseyjarélagið standa fyrir alþjóðlegri vísindaráðstefnu í Reykjavík dagana 12.-15. ágúst 2013. Verður gestum ráðstefnunnar m.a. boðið í dagsferð til Eyja. Bæjarráð Vestmannaeyja hvetur eindregið til þess að þessi ráðstefna fari fram í Eyjum. Að halda […]
Fiskiríið og kvótasala

Nú hefur verið staðfest að Portland Ve er til sölu með aflaheimildum sem eru um 250 þorskígildi. Vonandi hreppa heimamenn hnossið og ég held reyndar að svo verði. Einnig gengur fjöllunum hærra að önnur útgerð sé til sölu með 1000 tonna kvóta. Það eru nú ekki margir eftir svo nú er bara að giska!! Nú […]
Sigldi í Landeyjahöfn í þriggja metra ölduhæð

Það vakti athygli að á sunnudaginn sigldi Herjólfur í Landeyjahöfn þrátt fyrir að ölduhæð færi í þrjá metra eftir snarpa suðvestan átt sem um kvöldið snerist í norðvestan átt. Fannst mörgum nóg um og var sjóveiki áberandi. (meira…)
Rasmus Christiansen til reynslu hjá Sandnes Ulf

Danski miðvörðurinn Rasmus Christiansen, sem hefur leikið með ÍBV síðustu tvö ár, verður til reynslu hjá norska úrvalsdeildarliðinu Sandnes Ulf, að því er fram kemur hjá vefnum 433.is. Christiansen verður þar til reynslu í tvo daga en þrír Íslendingar eru hjá félaginu, þeir Steinþór Freyr Þorsteinsson, Arnór Yngvi Traustason og Óskar Örn Hauksson. (meira…)
Athugun kl. 16:00 er með næstu ferð Herjólfs

Samkvæmt fyrirliggjandi ölduspá fyrir seinni partinn í dag og kvöld sýnir hækkandi öldu. Ef breytingar verða á áætlun munum við senda út tilkynningar á neðangreinda staði. Farþegar vinsamlegast fylgist með fréttum á vefsíðu okkar www.herjolfur.is, facebook síðu Herjólfs og siðu 415 í textavarpi RUV. Nánari upplýsingar í síma 481-2800. (meira…)
Fjölmenni við undirskriftina

Talsverður fjöldi fólks var samankominn í andyri Barnaskólans í Vestmannaeyjum en nú í morgun var þar undirritaður sáttmáli gegn einelti í Vestmannaeyjum. Nemendur Grunnskóla Vestmannaeyja undirrituðu allir sáttmálann, og einnig bæjarbúar og gestir Vestmannaeyja sem mættu á staðinn. Meðal þeirra sem undirrituðu sáttmálann, voru útvarpsmennirnir Simmi og Jói og bæjarstjórinn Elliði Vignisson. (meira…)
Plan B í dag

Sáttmáli gegn eineldi, sem verður undirritaður í dag í Vestmannaeyjum, verður undirritaður í andyri Barnaskólans klukkan 11:00 í dag. Upphaflega stóð til að undirrita sáttmálann á Stakkagerðistúninu en þar sem veður er óhagstætt í Eyjum í dag, var ákveðið að færa athöfnina inn, enda ómögulegt að undirrita nokkuð í rigningunni sem nú er. (meira…)
�?vissa með seinni ferðir Herjólfs í dag

Óvissa er með seinni tvær ferðir Herjólfs í dag, miðvikudaginn 10. október. Ölduspá er ekki hagstæð en samkvæmt áætlun á skipið að sigla frá Vestmannaeyjum 17:30 og 20:30 en frá Landeyjahöfn 19:00 og 21:30. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Eimskip en þar kemur jafnframt fram að nánari upplýsingar verði gefnar út klukkan 12, þegar […]
Sáttmáli gegn einelti undirritaður á morgun, miðvikudag

Vinavika stendur nú yfir í Grunnskóla Vestmannaeyja. Ákveðið hefur verið að miðvikudagurinn verði Græni vinadagurinn í Vestmannaeyjum og rímar það við Olweusaráætlunina sem við vinnum eftir, þar sem það að vera græni karlinn merkir afstöðu gegn einelti. Þennan dag ætlum við að undirstrika á tvennan hátt að við leggjum áherslu á vináttu og tökum afstöðu […]