Landsliðsþjálfari dansar Gangnam style

KFS hélt sitt lokahóf á laugardaginn en leikmenn, þjálfari og velunnarar félagsins fögnuðu þar sumrinu. Besti leikmaður sumarsins var Davíð Þorleifsson en farið er eftir hávísindalegri einkunargjöf Hjalta Kristjánssonar, þjálfara. 39 leikmenn léku með KFS í sumar en Sæþór Jóhannesson varð markahæstur og er nú næst markahæstur í sögu félagsins. (meira…)
Einn tekinn grunaður um ölvun við akstur

Vikan var með rólegra móti hjá lögreglu og engin alvarleg mál sem upp komu. Skemmtanahald helgarinnar gekk áfallalaust fyrir sig þrátt fyrir að fjöldi manns hafi verð að skemmta sér. Eitthvað var þó um að lögreglan aðstoðaði fólk til síns heima sökum ölvunarástands þess. (meira…)
�?ví betri þátttaka því fleiri viðburðir

Við Framhaldsskólann í Vestmannaeyjum starfar öflugt nemendafélag sem hefur meðal annars það hlutverk að skipuleggja félagsstarfsemi undir merkjum skólans. Í maí á þessu ári kusu félagar þess sér nýjan formann sem tók svo við titlinum við upphaf haustannar í ágústlok. Eyjafréttir heyrðu í Hönnu Sigríði Agnarsdóttur, formanni Nemendafélags Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum og tóku púlsinn á […]
Gunnar Heiðar með þrennu

Gunnar Heiðar Þorvaldsson skoraði þrjú mörk í 4-0 útisigri Norrköping gegn Sundsvall í dag. Ari Freyr Skúlason lék á miðju Sundsvall með fyrirliðabandið en Jón Guðni Fjóluson kom inn sem varamaður á 69. mínútu þegar staðan var 4-0. Ekki ólíklegt að Jón Guðni verði í byrjunarliðinu í næsta leik. Gunnar Heiðar hefur skorað sextán mörk […]
�?riðji sigurinn í röð hjá strákunum

Karlalið ÍBV var ekki í vandræðum með Fylki en liðin áttust við í Árbænum í gærkvöldi. Eyjamenn unnu átta marka sigur, 26:34 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 13:18 ÍBV í vil. ÍBV er áfram í fjórða sæti 1. deildar, með sjö stig, líkt og Víkingur, sem er í þriðja sæti en öll liðin […]
Steingrímur sagður �??skrímslapabbi�??

„Við erum að tala um skrímsli en skrímslapabbi var hér í gær,“ sagði Örvar Guðni Arnarson, fjármálastjóri Ísfélags Vestmannaeyja, um veiðigjaldafraumvarpið og Steingrím J. Sigfússon atvinnuvegaráðherra á aðalfundi LÍÚ í morgun. (meira…)
Auðlindagjaldið, eins og það er sett fram, er að rústa litlu útgerðunum

Moren. Jæja nú er gaman í Verstöðinni. Vikan er búin að vera fín til sjós og lands. Gott veður og sæmilegt fiskirí. Í gær lönduðu Vestmannaey og Bergey sitt hvorum 50 tonnunum. Bergur landaði 70 tonnum og Þorsteinn var með rúm 100 tonn. Þórunn með fullfermi 110 tonn. Gullberg var í vikunni með sín 90 […]
Gáfu Sambýlinu nuddpott

Á mánudaginn komu þeir Valtýr Auðbergsson, Kristján Georgsson og Magnús Steindórsson færandi hendi á Sambýlið þegar þeir færðu heimilismönnum nuddpott að gjöf. Til kaupanna notuðu þeir ágóðann úr árlegu golfmóti sem þeir halda í Eyjum, Ufsaskalla golfmótið en mótið er nú orðið að árlegum viðburði. Potturinn var keyptur hjá Miðstöðinni en það voru Lionsmenn sem […]
Getum sýnt hversu öflugt samfélag er hér

Í gær, þriðjudag, voru þjónustuaðilar og verslunareigendur í Eyjum boðaðir á fund í Hallarlundi. Fundarefnið var hugsanleg samsýning fyrirtækja og einstaklinga í Eyjum í Hörpunni 26. janúar næstkomandi, samhliða tónleikum sem þar fara fram þegar minnst er þess að 40 ár eru liðin frá upphafi eldgossins í Heimaey en á næsta ári eru jafnframt liðin […]
Kosið út í bláinn

Oft koma hin ýmis skilaboð með atkvæðaseðlum í kosningum og var engin undantekning á því á laugardaginn, í Þjóðaratkvæðagreiðslan um tillögur stjórnlagaráðs. Karl Gauti Hjaltason, formaður yfirkjörstjórnar í Suðurkjördæmi hélt einni slíkri til haga og má lesa hana hér að neðan. (meira…)