Inga Sigrún vill leiða lista VG í Suðurkjördæmi

Ég heiti Inga Sigrún Atladóttir 41 árs og starfa sem forseti bæjarstjórnar í Sveitarfélaginu Vogum. Ég gef kost á mér í 1. sæti á framboðslista Vinstri Hreyfingarinnar Græns framboðs í komandi alþingiskosningum. Ég er nýlega gengin til liðs við flokkinn en lengi hef ég starfað innan Samfylkingar. Ég yfirgaf Samfylkinguna vegna þess að framkvæmd stefnu […]

Stabæk vill fá �?órarinn Inga á reynslu

Þórarinn Ingi Valdimarsson, leikmaður ÍBV, hefur fengið boð um að fara til norska félagsins Stabæk á reynslu. Þórarinn Ingi hefur verið í lykilhlutverki hjá ÍBV undanfarin ár en í sumar skoraði hann fimm mörk í sautján leikjum í Pepsi-deildinni. (meira…)

Skemmtanahald fór fram með ágætum

Vikan var með rólegra móti og engin alvarleg mál sem komu inn á borð lögreglu. Skemmtanahald helgarinnar fór fram með ágætum þrátt fyrir fjölda fólks að skemmta sér en m.a. var haldið Lundaball sl. föstudagskvöld sem og lokahóf ÍBV sl. laugardagskvöld. Eitthvað var þó um kvartanir til lögreglu vegna hávaða í heimahúsum en það leystist […]

Páll �?skar á Verslunarmannaballinu

27. október næstkomandi verður haldið hið árlega Verslunarmannaball í Höllinni. Dagskráin verður að vanda glæsileg, svo ekki sé talað um veislumatinn frá Einsa kalda sem boðið verður upp á þetta kvöld. Páll Óskar mun koma fram bæði á skemmtun og balli, en auk hans munu listamenn frá Vestmannaeyjum koma fram á skemmtuninni. (meira…)

Gregg í þjálfarateymi meistaraflokks

Gregg Oliver Ryder mun koma inn í þjálfarateymi meistaraflokks ÍBV fyrir næsta tímabil. Hermann Hreiðarsson mun stýra Eyjamönnum næsta sumar en hann tekur við þjálfun liðsins núna í haust. Gregg, sem er 24 ára gamall Englendingur, hefur þjálfað annan flokk hjá ÍBV og mun sinna því starfi áfram auk þess að koma inn í þjálfarateymi […]

Kvótakerfið

Það er svolítið furðulegt að sjá viðbrögð sumra Eyjamanna við sölu útgerðar Magnúsar Kristinssonar til Samherja og það sérstaklega sjálfstæðismanna, sem sumir hverjir reyna að tengja söluna við skattahækkanir ríkisstjórnarinnar á sjávarútveginum. En svona fyrir þá sem ekki vita, þá var þetta einu sinni útskýrt fyrir mér svona: (meira…)

Skólp fært frá fjöru

Verðmætt fráveituvatn fiskvinnslustöðva má nýta betur en gert er í dag. Vestmannaeyjabær og fiskvinnslur bæjarins vinna í sameiningu að hreinsun og aðskilnaði skólps frá vinnslum og heimilum. (meira…)

Ásmundur sækist eftir þriðja sætinu í Suðurkjördæmi

Ásmundur Friðriksson sækist eftir 3. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi fyrir næstu alþingiskosningar. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Ásmundi. Ásmundur, sem um árabil var búsettur í Vestmannaeyjum, var auk þess bæjarstjóri í Garði en kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi ákveður fyrirkomulag við val á listann á næstunni. Tilkynningu Ásmundar má lesa í heild sinni […]

Fjölbreytt úrræði og sveigjanleg

Jónína Sigurðardóttir útskrifaðist úr iðjuþjálfun frá Háskólanum á Akureyri árið 2001. Hún er uppalin í Vestmannaeyjum og er dóttir Sigurðar Guðmundssonar (Sigga á Háeyri) og Elsu Einarsdóttur. Jónína hefur starfað á Æfinga­stöð Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra frá árinu 2001. Æfinga­stöðin sinnir umfangsmestu sjúkra- og iðjuþjálf­un barna og ungmenna á landinu. Hlutverk stöðvarinnar er að efla […]

Markverðirnir bestir hjá ÍBV

Í kvöld fór fram sumarlokahóf ÍBV-íþróttafélags í Höllinni en þar koma saman leikmenn, þjálfarar, stjórnarmenn og aðrir félagsmenn og fagna árangri sumarsins. Hápunktur kvöldsins er þegar verðlaun eru veitt fyrir sumarið. Í ár voru það markverðir ÍBV sem voru valin best en það eru þau Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir og Abel Dhaira. Efnilegust voru valin þau […]