Ragnheiður Elín sækist áfram eftir 1. sætinu í Suðurkjördæmi

Ragnheiður Elín Árnadóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, gefur kost á sér til þess að leiða lista flokksins áfram í kjördæminu. Ragnheiður Elín lýsti þessu yfir á fundi kjördæmisráðs Suðurkjördæmis á Höfðabrekku í Mýrdal um helgina þar sem ákveðið var prófkjör yrði haldið 26. janúar n.k. (meira…)

Stelpurnar völtuðu yfir Aftureldingu í seinni hálfleik

Kvennalið ÍBV í handbolta var ekki í teljandi vandræðum með Aftureldingu þegar liðin áttust við í Mosfellsbæ í dag. Lokatölur urðu 17:28 en staðan í hálfleik var 10:11 ÍBV í vil. Eyjastelpur skoruðu því 17 mörk gegn aðeins 7 mörkum heimaliðsins í seinni hálfleik en markahæstar voru þær Simone Vintale og Grigore Ggorgata með sex […]

Fjölnir átti aldrei möguleika

Eyjamenn tóku í dag á móti Fjölni í 1. deildinni en liðin urðu þess vafasama heiðurs aðnjótandi á síðasta tímabili að enda í tveimur neðstu sætum Íslandsmótsins. Í dag var getumunurinn mikill, eins og reyndar var síðasta vetur líka en lokatölur urðu 42:24 fyrir ÍBV eftir að staðan í hálfleik hafði verið 19:10. (meira…)

Kjartan sækist eftir að leiða lista Sjálfstæðismanna

Kjartan Ólafsson, fyrrum þingmaður Sjálfstæðisflokksins á Suðurlandi, sækist eftir að leiða lista Sjálfstæðismanna í komandi Alþingiskosningum á næsta ári. Kjartan sendi frá sér fréttatilkynningu þar sem hann óskar eftir stuðningi í fyrsta sæti listans en tilkynninguna sendi hann frá sér eftir að Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi ákvað að viðhafa prófkjör við val á framboðslista flokksins. […]

Alveg í rusli

Nú get ég ekki orða bundist í sambandi við ruslamál okkar Eyjamanna, ef það er rétt það sem ég heyri og les í blöðum hér í Eyjum. Ætli kommarnir í ríkisstjórninni með Svandísi umhverfisráherra í fararbroddi viti af vitleysunni, sem á að fara að frammkvæma hér í Eyjum. Ef svo er þá hafa þau ekki […]

Engin Herjólfsferð fyrripart dags

Ekki verður hægt að sigla Herjólfi milli lands og Eyja fyrripart dags. Fyrstu ferð skipsins var aflýst en annarri ferð frestað til klukkan 14:30. Nú er hins vegar ljóst að ekki verður hægt að sigla þá en næst verður gefin út tilkynning klukkan 16:10, hvort hægt verði að sigla klukkan 17:30 frá Eyjum og 19:00 […]

Handboltinn verður á morgun, sunnudag

Þar sem Herjólfur siglir ekkert milli lands og Eyja fyrr en í fyrsta lagi síðdegis í dag, hefur leik ÍBV og Fjölnis í 1. deild karla og Aftureldingar og ÍBV í N1 deild kvenna verið frestað til morguns. Kvennaleikurinn, sem fer fram í Mosfellsbæ, hefst klukkan 13:30 en karlaleikurinn, sem fer fram í Eyjum, hefst […]

Ferð Herjólfs frestað

Annarri ferð Herjólfs í dag hefur verið frestað en skipið átti að leggja af stað 11:30 frá Eyjum og 13:00 frá Landeyjahöfn. Ölduhæð er 2,7 metrar við Landeyjahöfn og vindur yfir 22 metra á sekúndu í vindhviðum. Næsta tilkynning verður gefin út klukkan 13:10 vegna mögulegrar ferðar frá Eyjum 14:30 og frá Landeyjahöfn klukkan 16:00. […]

Fyrsta ferð Herjólfs féll niður

Vegna ölduhæðar og vinds í Landeyjahöfn, féll fyrsta ferð Herjólfs niður en skipið átti að sigla frá Eyjum klukkan 8:00 og frá Landeyjahöfn klukkan 10:00. Ölduhæð í landeyjahöfn er núna 2,7 metrar og vindur yfir 21m/s í kviðum. (meira…)

Sigurður VE 15 kominn í langtímageymslu?

Hið þekkta aflaskip, Sigurður VE 15 er nú kominn í langtímageymslu sunnan við Nausthamarsbryggju í Vestmannaeyjahöfn. Á heimasíðu Tryggva beikon Sigurðssonar, sem heldur úti flottri síðu um íslensk skip, er þessi mynd af aflaskipinu og sagt frá því að dýpkunarskipið Perla hafi þurft að dýpka þarna í höfninni, til að Sigurður VE 1 gæti flotið […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.