�?kumaður í akstri með barn í fanginu

Lögreglan hafði í ýmis horn að líta í vikunni sem leið án þess þó að einhver alvarleg mál hafi komið upp. Skemmtanahald helgarinnar fór ágætlega fram og þurfti lögreglan lítil afskipti að hafa af skemmtistöðum bæjarins. Á laugardaginn fór fram flugslysaæfing á flugvellinum og tók lögreglan m.a. þátt í æfingunni sem þótti takast með ágætum. […]

Eygló Harðar gefur kost á sér í 1. sæti Suðvesturkjördæmi

Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, hyggst bjóða sig fram í 1. sæti á lista Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir næstu Alþingiskosningar. Eygló sem er 7. þingmaður Suðurkjördæmis mun því skipta um kjördæmi líkt og formaður flokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. (meira…)

�?lína �?orvarðardóttir, þingmaður sendir Eyjamönnum fingurinn!

Undanfarnar tvær vikur hef ég verið í tölvupóstsamskiptum við Ólínu Þorvarðar­dóttur, þingmann, vegna þess áfalls að Bergur-Huginn hefur verið seldur úr bæjarfélaginu og hvort einhverra viðbragða sé að vænta að hálfu ríkisstjórnarinnar, þ.e. hvort gripið verði til einhverra mótvægisaðgerða. Einnig hef ég reynt að fá svör við því hvað, eignaupptaka (fyrning), alls konar pólitískar úthlutanir […]

Herjólfur hættulega nærri görðum

Skipstjóri á Herjólfi segir aðstæður við Landeyjahöfn hafa versnað í haust. Kröftugar öldur færi skipið stundum hættulega nærri varnargörðum, eða sem nemi 5-10 metrum. Nauðsynlegt sé að verja hafnarmynnið til að koma í veg fyrir að skipið verði stjórnlaust þar. (meira…)

Evrópusætið í höfn

Það sýndi sig enn og aftur í dag að það er ekki alltaf nóg að vera betri í fótbolta til að vinna leiki. ÍBV tók á móti nýkrýndum Íslandsmeisturum FH og voru mun sterkari, sérstaklega fyrstu 75 mínúturnar. Eyjamenn komust í 2:0 áður en FH-ingar nýttu sér kæruleysi varnarmanna ÍBV og skoruðu klaufalegt mark. Jöfnunarmark […]

Efstu tvö liðin mætast á Hásteinsvelli í dag

Nýkrýndi Íslandsmeistarar FH koma í heimsókn til Eyja í dag og mæta heimamönnum í ÍBV klukkan 16:00 í síðasta heimaleik sumarsins. Aðeins eru tvær umferðir eftir en með sigri tryggir ÍBV sér sæti í undankeppni Evrópudeildarinnar að ári. Það verður þó við rammann reip að draga, því þrátt fyrir að vera búnir að tryggja sér […]

Sameinast um samtök hagsmunasveitarfélaga í sjávarútvegi

Bæjarstjórar Dalvíkurbyggðar, Snæfellsbæjar, Vestmannaeyja, Grindavíkur og Fjallabyggðar eiga frumkvæði að því að stofnuð verði samtök sveitarfélaga sem hagsmuna eiga að gæta í sjavarútvegi. Þetta kom fram á fundi bæjarráðs Vestmannaeyja í síðustu viku. (meira…)

15 ára Eyjastelpa sigraði

Fimmtán ára Eyjastúlka sigraði í samkeppni um besta frumsamda lagið um þróunarhjálp, sem frjáls félagasamtök og Þróunarsamvinnustofnun efndu til nú í vikunni. Viktoría Rún Þorsteinsdóttir frumflutti lagið á Rás tvö og kemur auk þess fram á tónleikum með nokkrum þjóðþekktum tónlistarmönnum á Rosenberg. (meira…)

Haustbragur í fyrsta leik

ÍBV og Grótta skildu jöfn í fyrstu umferð N1 deildar kvenna, 22:22 en liðin áttust við í Eyjum í dag. Jafnræði var með liðunum framan af en undir lok fyrri hálfleiks kom afleitur kafli hjá ÍBV sem varð til þess að Grótta náði fjögurra marka forystu fyrir leikhlé, 9:13. (meira…)

Flugslysaæfing í dag

Stór flugslysaæfing fer nú fram í Vestmannaeyjum. Undirbúningur æfingarinnar hófst í Eyjum á fimmtudaginn en æfingin nær hámarki í dag, klukkan 10:30 til 13:00 um það bil þegar sjálf æfingin fer fram. (meira…)

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.