Fyrirlestur um einelti, forvarnir og úrvinnslu eineltismála í dag

Í dag, fimmtudaginn 20. september mun Kolbrún Baldursdóttir, sálfræðingur halda fyrirlestur um eineldi, forvarnir og úrvinnslu eineltismála. Fyrirlesturinn er á vegum Æskulýðsvettvangsins og nefnist EKKI MEIR en tilefni fyrirlestursins er nýútkomin handbók sem ber sama titil. Fyrirlesturinn verður í Hamarsskóla og hefst klukkan 17:00. (meira…)
Kaupþing fellur frá stefnu á hendur Vestmannaeyjabæjar

Slitastjórn Kaupþings hefur ákveðið að fella niður málshöfðun er höfðuð var á hendur Vestmannaeyjabæjar til riftunar greiðslu Kaupþings hf. til Vestmannaeyjabæjar frá 8. september 2008, að fjárhæð kr. 1.013.229.250. Um leið er fallið frá kröfu um að Vestmannaeyjabær greiði Kaupþingi hf. þessa sömu fjárhæð til baka. Málið mun því ekki koma til þingfestingar síðar í […]
Eyjamenn sækja Val heim

Karlalið ÍBV sækir í dag Val heim á Vodafonevöllinn. Eyjamenn eru í afar jafnri og harðri baráttu um Evrópusætin en ÍBV leiðir sem stendur þá baráttu. Valsmenn eiga enn von um Evrópusæti og því kemur ekkert nema sigur til greina hjá báðum liðum. Á ýmsu hefur gengið hjá ÍBV undanfarnar klukkustundir, Magnús Gylfason, þjálfari liðsins […]
Töpuðu fyrir meisturunum í meistaraleiknum

Kvennalið ÍBV lék í gærkvöldi gegn Íslands- og bikarmeisturum Vals í Meistarakeppni HSÍ en ÍBV mætti Hlíðarendaliðinu þar sem Eyjastúlkur enduðu í öðru sæti í bikarkeppninni á síðasta tímabili. Fyrri hálfleikur var nokkuð jafn og spennandi en ÍBV var yfir í hálfleik, 15:14. En í þeim síðari gekk ÍBV ekki eins vel og skoruðu Eyjastúlkur […]
Hermann þjálfar ÍBV næstu tvö árin

Hermann Hreiðarsson og knattspyrnudeild ÍBV hafa komist að samkomulagi um að Hermann taki að sér þjálfun karlaliðs félagsins í knattspyrnu. Samningur þess efnis liggur fyrir og verður undirritaður á næstu dögum en samningurinn gildi út tímabilið 2014. Hermann þarf ekki að kynna fyrir íslenskum knattspyrnuáhugamönnum en ÍBV verður fyrsta liðið sem þessi fyrrum fyrirliði íslenska […]
ÍBV spáð fjórða sætinu

Kvennaliði ÍBV er spáð fjórða sætinu í árlegri spá formanna, þjálfara og fyrirliða í N1-deildinni í handbolta. Val er spáð efsta sætinu og Fram er sett í annað sætið en þessi tvö lið hafa borið höfuð og herðar yfir önnur lið til þessa í Íslandsmótinu. Stjörnunni er spáð þriðja sætinu en spánna má sjá hér […]
Er Hermann að taka við ÍBV?

Tilkynning knattspyrnudeildar sem birt var hér á Eyjafréttum fyrir stuttu kemur eins og þruma úr heiðskíru lofti. Gengi ÍBV í sumar hefur verið vaxandi en liðið hefur reyndar aðeins dalað nú á haustdögum. Engu að síður er ÍBV komið upp í annað sæti deildarinnar og hefur ekki verið ofar í sumar. Heimildir Eyjafrétta herma að […]
Magnús hættur sem þjálfari ÍBV

Magnús Gylfason, þjálfari karlaliðs ÍBV í knattspyrnu er hættur. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá knattspyrnudeild ÍBV en þeir Dragan Kazic, sem var aðstoðarþjálfari hjá Magnúsi, mun klára tímabilið hjá ÍBV og Ian Jeffs verður honum innan handar. (meira…)
Fyrsti leikurinn hjá stelpunum í kvöld

Kvennalið ÍBV leikur fyrsta opinbera leik sinn á þessu tímabili í kvöld, klukkan 18:00 þegar stelpurnar sækja Val heim í Vodafonehöllinni. Um er að ræða svokallaða Meistarakeppni, þar sem Íslands- og bikarmeistarar síðasta árs mætast. Nú vill svo til að Valur vann báða titlana en ÍBV varð í öðru sæti í bikarnum og mætir því […]
Gert við Eyjastreng á Landeyjasandi

Búist er við að viðgerð á sæstreng til Vestmannaeyja taki nokkra daga hið minnsta. Tveir danskir sérfræðingar eru komnir sérstaklega til landsins til að gera við strenginn. Annar þeirra líkir aðstæðum á Landeyjasandi við Sahara eyðimörkina. (meira…)