Eyjamenn sækja Val heim
20. september, 2012
Karlalið ÍBV sækir í dag Val heim á Vodafonevöllinn. Eyjamenn eru í afar jafnri og harðri baráttu um Evrópusætin en ÍBV leiðir sem stendur þá baráttu. Valsmenn eiga enn von um Evrópusæti og því kemur ekkert nema sigur til greina hjá báðum liðum. Á ýmsu hefur gengið hjá ÍBV undanfarnar klukkustundir, Magnús Gylfason, þjálfari liðsins er hættur, aðstoðarþjálfarinn tekur við og búið að ráða nýjan þjálfara fyrir næsta tímabil.

Tengdar fréttir

Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst