Lundasumarið 2012 seinni hluti

Í gær var liðinn nákvæmlega mánuður síðan allur lundi úr eyjunum norðan við landið var farinn, á meðan enn er einn og einn að bera síli hér í Vestmanneyjum og því ljóst, að lundinn í Eyjum er búinn að aðlaga sig að breyttum aðstæðum. Þegar þessari helgi lýkur má reikna með að það verði komnar […]

Eyjamenn sendu Grindvíkinga niður í 1. deild

ÍBV er komið upp í annað sæti deildarinnar eftir 2:1 sigur á Grindavík í dag á Hásteinsvellinum. Eyjamenn byrjuðu mjög vel og komust í 2:0 með mörkum Christian Olsen og Andra Ólafssonar en Andri skoraði úr vítaspyrnu eftir að brotið var á Víði Þorvarðarsyni. (meira…)

Íkveikja í íbúðarhúsi í Eyjum

Ljóst er að eldur, sem kom upp í íbúðarhúsi í Vestmannaeyjum snemma í morgun, var af mannavöldum. Eldurinn kom upp á tveimur stöðum í íbúðinni og vegsummerki sýndu að brotist hafði verið inn og 46 tommu sjónvarpstæki stolið. (meira…)

Íbúð illa farin eftir eld

Rétt fyrir klukkan hálf sjö í morgun var allt tiltækt slökkvilið í Vestmannaeyjum kallað út vegna bruna í íbúð við Vestmannabraut 37. Íbúðin er á efri hæð hússins en á neðri hæð er verslun. Þegar að var komið tók mikill reykur á móti lögreglu- og slökkviliðsmönnum en eldurinn var ekki mikill. Enginn var í íbúðinni, […]

�?trás vegna Fráveitu Vestmannaeyja

Á síðasta fundi framkvæmda- og hafnarráðs gerðu Sveinn R. Valgeirsson, Ólafur Snorrason og Friðrik Björgvinsson tæknifræð­ingur grein fyrir stöðunni. Fram­undan er meðal annars að fleyta nýrri útrásarpípu norður fyrir Eiði og síðan að tengja hana en þetta er mikil og vandasöm framkvæmd. (meira…)

Alvöru Húsa­smiðjubúð með meira af Húsasmiðjuvörum

Gangi áætlanir eftir flytur Húsa­smiðj­an af Garðaveginum í nýtt hús við Græðisbraut um helgina og opnar á nýjum stað eftir helgi, mánudaginn 17. september. Nýja húsið er ríflega tvöfalt stærra en það sem Húsasmiðjan er í og mun öll aðstaða batna til muna. Þá verður Blómaval einnig á nýja staðnum sem er nýjung í Vestmannaeyjum. […]

�?eir stóru verða líka að fara að lögum

„Vestmannaeyjabær hefur nú hafið undirbúning að málsókn. Hann er tvíþættur, annars vegar það sem snýr að forkaupsrétti heimamanna og hins vegar erum við að láta skoða það fyrir okkur hvort Sam­herji, sem er stór eigandi að Síld­arvinnslunni, hafi rofið 12% þakið á kvótaeign eins og það er skilgreint í lögum,“ sagði Ell­iði Vignisson, ­bæjarstjóri, þegar […]

Bilunin 2-300 metra frá sjávarmáli

Búið er að staðsetja bilunina í öðrum af tveimur rafstrengjum sem sjá Eyjamönnum fyrir raforku. Strengurinn bilaði í gær en óttast var að bilunin væri í sjó, þannig að viðgerð yrði erfið. Nú er hins vegar komið í ljós að bilunin er 2-300 metra frá sjávarmáli, inn í landi, þannig að viðgerð verður mun auðveldari […]

Lóðsinn með �?órunni Sveinsdóttur VE 401 í togi

Hafnsögubáturinn Lóðsinn frá Vestmannaeyjum hélt á tólfta tímanum áleiðis til móts við togskipið Þórunni Sveinsdóttur VE-401 vegna vélarbilunar þar um borð. Sveinn Valgeirsson, skipstjóri á Lóðsinum, segir enga hættu á ferð. Þórunn sé langt frá landi og skipið verði tekið í tog til heimahafnar í Vestmannaeyjum. (meira…)

Nýr raf­strengur þjóðhags­lega hag­kvæmur

Fréttir um ástand annars rafstrengs­ins til Vestmannaeyja vekja upp spurningar um stöðu orkumála í Vest­mannaeyjum. Eins og staðan er núna anna strengirnir ekki raf­orkuþörf Vestmannaeyja. Rofni annar strengurinn, eins og nú hefur gerst, verður því ekki mætt nema með aukinni olíunotkun og tilheyrandi kostnaði og óöryggi í orkumálum Vestmannaeyja. (meira…)

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.