Enn ekki hægt að mæla strenginn

Enn hefur ekki tekist að mæla annan af tveimur rafstrengjum sem flytja rafmagn til Vestmannaeyja. Til stóð að mæla strenginn eftir að bilun kom upp í gær, sem varð til þess að rafmagnslaust var í um 20 mínútur í gærkvöldi. Hins vegar er svo slæmt veður í Rimakoti í Landeyjum, þar sem hinn endi strengsins […]
�?nnur ferð Herjólfs fellur einnig niður

Önnur ferð Herjólfs í dag fellur einnig niður en skipið sigldi ekki fyrstu ferð sína í morgun. Áætlað var að sigla klukkan 11:30 frá Eyjum og 13:00 frá Landeyjahöfn en þeirri ferð hefur nú verið aflýst. Ástæðan er ölduhæð í Landeyjahöfn. Athugun með næstu ferð frá Eyjum verður klukkan 13:00 en áætlað er að sigla […]
Fyrsta ferð Herjólfs fellur niður í dag, fimmtudag

Vegna ölduhæðar (3,5m og mikið brot milli hafnargarðanna) í Landeyjahöfn fellur fyrsta ferð Herjólfs niður frá Vestmannaeyjum kl. 08:30 og frá Landeyjahöfn kl. 10:00. Athugun kl 10:00 með ferð frá Eyjum 11:30. Farþegar eru vinsamlegast beðnir að fylgjast með fréttum á www.herjolfur.is, á facebook síðu Herjólfs og síðu 415 í textavarpi RUV. (meira…)
Illa gengur að mæla bilaðan streng
Ekki hefur enn verið hægt að mæla rafstrenginn eftir að bilun kom upp í dag sem olli því að rafmagnslaust varð í Vestmannaeyjabæ í um 20 mínútur. Eftir það hefur rafmagn verið flutt á öðrum af tveimur rafstrengjum, þeim eldri, á meðan ekkert er vitað hvort sá yngri, sem er þó ríflega 30 ára gamall, […]
Annar strengur til Eyja straumlaus

Viðgerðarmenn frá Landsneti eru á leið til Vestmannaeyja til að skoða annan tveggja sæstrengja eftir bilun sem varð í morgun. Rafmagnslaust var í Eyjum í um tuttugu mínútur á ellefta tímanum. Ívar Atlason, tæknifræðingur hjá HS veitum í Eyjum, segir ekki ljóst hvað olli bilun sem varð til þess að rafmagn fór af öðrum strengnum […]
Truflun á rafmagni í Eyjum

Vestmannaeyjabær varð rafmagnslaus í um 20 mínútur nú fyrir skömmu en rafmagn er komið á að nýju. Samkvæmt upplýsingum frá HS veitum er ekki er vitað hvað olli rafmagnsleysinu en tveir rafstrengir flytja rafmagn til Eyja ofan af landi. Straumur er kominn á annann strenginn og auk þess hafa díselvélar verið keyrðar í gang til […]
Lundapysjum fjölgar í Eyjum

Lundapysjum hefur fjölgað mikið í Vestmannaeyjum. Það stefnir í að pysjurnar verði álíka margar nú og fyrir hrun lundastofnsins í Eyjum. Þegar hafa um 800 pysjur verið vigtaðar og mældar í Sæheimum. (meira…)
Djúpið fær frábæra dóma

Gagnrýnandi bandarísku kvikmyndasíðunnar Screen Daily heldur vart vatni yfir Djúpinu, nýjustu kvikmynd Baltasars Kormáks. Hann segir í dómi sínum að myndin hafi fengið frábærar viðtökur í Torontó og að Djúpið muni breikka aðdáendahóp íslenska leikstjórans enn frekar. (meira…)
Shaneka og Danka í liði síðari umferðarinnar

Í hádeginu var tilkynnt hverjir skipuðu lið síðari umferðar efstu deildar Íslandsmóts kvenna í knattspyrnu, Pepsídeildarinnar. Tvær úr liði ÍBV eru í liðinu, þær Shaneka Gordon og Danka Podovac. Þór/KA átti flesta leikmenn í liðinu, eða fimm, ÍBV og Stjarnan voru með tvo og Breiðablik og Valur áttu einn fulltrúa í liðinu. (meira…)
Herjólfur siglir fyrstu ferð

Staðfest brottför Herjólfs í fyrstu ferð dagsins frá Vestmannaeyjum kl. 08:30 og frá Landeyjahöfn kl. 10:00. Útlitið er gott fyrir daginn en ef óvæntar breytingar í veðri eða öldu verða munum við senda út tilkynningu á neðargreinda staði. (meira…)