Sarah komin á leiðarenda

Eins og greint hefur verið frá áður hér á Eyjafréttum, hjólaði Eyjakonan Sarah Hamilton frá syðsta odda Bretlands til þess nyrsta og safnaði um leið áheitum til styrktar rannsókna á krabbameini í blöðruhálskirtli. Ferðinni lauk fyrr í dag við nyrsta odda Bretlands, John O´Groats en alls eru að baki rúmlega 1.600 kílómetrar. Til samanburðar er […]
Síðasta ferð Herjólfs fellur niður.

Vegna vinds og ölduhæðar fellur síðasta ferð Herjólfs niður í kvöld. Ölduduflin við Landeyjahöfn sýna nú 2.8 og 3,1 metra ölduhæð og vindhraði hefur slegið í 30 metra. (meira…)
Stórsigur hjá KFS í dag

KFS var ekki í vandræðum með Ísbjörnin þegar liðin áttust við á Helgafellsvelli í dag. Leiknum var flýtt þar sem veðurspáin var ekki góð fyrir daginn en leikurinn hófst klukkan 11:50. Eyjamenn voru í banastuði undan rokinu í síðari hálfleik og unnu að lokum með níu mörkum, 9:0 en staðan í hálfleik var 2:0. Með […]
Menningarverðmæti að glatast?

Stúkan Fólk var svolítið feimið og vissi ekki alveg hvar það átti að setjast, einhver spurði hvar er Hóllinn? Einn mætti í KR-búningi, það settist enginn í sömu sætaröð, enginn í röðina fyrir aftan eða framan. Hugrakkur KR-ingur. En smátt og smátt þéttist í stúkunni og nánast setið í hverju sæti þegar leikurinn hófst. Það […]
�?jóðhátíð Vestmannaeyja

Nú fer senn að líða að þjóðhátíð sem er eins og við öll vitum, okkar stærsta hátíð á sumrinu. Fáar útihátíðir eiga sér eins sögulegar rætur og í augum okkar Eyjamanna er þetta dýrmætur arfur sem öllum þykir vænt um og vilja vernda. Þjóðhátíð er fjölskylduhátíð þar sem Herjólfsdalur er prýddur fallegum skreytingum, tjöldum slegið […]
Notalegt að hafa stillurnar

„Það er búið að rigna 1,2 mm það sem af er júlí, það er sama sem ekki neitt. Það telur lítið í jarðveginum og dauðir blettir alltaf að stækka. Þetta er mjög óvenjulegt,“ sagði Óskar Sigursson, veðurathugunarmaður í Stórhöfða þegar Fréttir ræddu við hann um tíðarfarið á miðvikudagsmorgun. (meira…)
Tökum okkar taki

Þjóðhátíðin er hátíð okkar Eyjamanna. Þar komum við saman og gleðjumst á okkar forsendum. Við njótum þeirrar arfleifðar sem kynslóðirnar hafa borið áfram með tónlistinni, matarhefðum, venjum og í raun öllu því sem gerir okkur að Eyjamönnum. Eins og stoltu fólki sæmir bjóðum við öllum að taka þátt í þessari einlægu gleði. Niðurstaðan er hartnær […]
Bjóðum alla velkomna á �?jóðhátíð

Það er urgur í mörgum Eyjamanninum út í þjóðhátíðina og þjóðhátíðarnefnd sem náði nýjum hæðum með ákvörðun hennar um að semja við þá Simma og Jóa um að bíll frá Hamborgarafabrikkunni fái að selja hamborgara og gos í Dalnum yfir þjóðhátíðina. (meira…)
Tveir dagar eftir

Nú styttist í annan endann í ferð Eyjakonunnar Sarah Hamilton en hún hjólar nú, ásamt systur sinni milli syðsta og nyrsta odda Bretlands. Þær systur eru nú staddar í bænum Inverness, í norðurhluta Skotlands og hjóluðu 118 km. í gær. Veðrið hefur verið þeim hagstætt en í gær voru þó stöku skúrir og sól þess […]
Brennan verður kringlótt í ár

Þjóðhátíðin verður að breytast. Þjóðhátíðarnefnd hefur því ákveðið að brennan verði kringlótt í ár. Þessi ákvörðun var tekin eftir heimsókn Þjóðhátíðarnefndar til bæjarins Pamplona á Spáni, þar fer fram á hverju ári rosalegt nautahlaup. Þar safnast saman ofurhugar og spennufíklar. Þeir koma sér fyrir í þröngum lokuðum götum. Brjáluðum og banhungruðum slefandi tuddum er svo […]