Á sjötta þúsund aðgöngumiðar seldir í forsölu

„Fyrsta forsala miða gekk mjög vel og það hefur verið stígandi í sölunni síðustu daga.Við höfum selt um tvö hundruð miða síðustu sólarhringa þannig að við höfum selt eitthvað á 6. þúsund miða sem er mjög gott. Við bjóðum upp á sérstaka dagsferð á sunnudag en Ronan Keating kemur fram á sunnudagkvöldinu.“ (meira…)

Hjörvar Hafliða sérfræðingur

Sæll Hjörvar Hafliðason svokallaður sérfræðingur! En í hverju? Mér þætti vænt um að þú biðjir þá vallarstarfsmenn í Vestmannaeyjum afsökunar á ummælum þínum um að þeir hafi ekki „nennt að vökva Hásteinsvöll fyrir leikinn við KR. “ (meira…)

Slagsmál, skemmdarverk, hávaði og umferðalagabrot

Töluverður erill var hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum í síðustu viku. Þó má segja að Goslokahelgin hafi farið vel fram og þá sérstaklega aðfaranótt sunnudagsins er engin alvarleg mál komu upp þá nótt þrátt fyrir að í Eyjum hafi verið mikill fjöldi fólks að skemmta sér. Aðfaranótt mánudagsins í síðustu viku var lögreglunni tilkynnt um alvarlega […]

Bygging Eldheima að fara í gang

Tilboð í 1. áfanga Eldheima, þ.e. jarðvinnu, byggingu og eftirlit, voru opnuð á skrifstofu Umhverfis- og framkvæmdasviðs Vestmannaeyjabæjar í gær. Kostnaðaráætlun Teiknistofu Páls Zóphoníassonar er uppá kr. 114.699.210. Fimm tilboð bárust í verkið. Smíðandi ehf. 151.495.515 Vörðufell ehf. 124.690.406 Eðalbyggingar ehf 114.755.178 Steini og Olli ehf 109.995.113 Steypustöð Vestmannaeyja ehf 99.842.001 (meira…)

Makrílveiðar og sjósund

Veðurblíðan hefur ekki bara glatt landkrabbana. Sjómenn hafa líka notið góða veðursins og þegar tími gafst frá veiðum brugðu nokkrir úr áhöfninni á Guðmundi VE 29 á leik og stungu sér til sunds í Atlantshafið. Björn Guðjohnsen, vélstjóri skrifaði eftirfarandi texta á heimasíðu skipsins og myndirnar sem hér fylgja með tók Sölvi Harðarson. (meira…)

Hún rís úr sumarsænum

Á myndbandinu sem hér fylgir, er slegist í för með Páli Hallgrímssyni, lækni og Eyjapeyja, sem heimsótti æskustöðvarnar í síðustu viku. Páll fór á Dalfjall, gekk Eggjarnar, yfir á Klif og síðan á Heimaklett, þar sem hann hitti m.a. fjallgeiturnar, Ólaf Einarsson og Höllu Svavarsdóttur. Veðrið var eins og best verður á kosið eins og […]

Subway opnar í lok júlí

Eins og kunnugt er, hefur Subway skyndibitakeðjan, keypt húsnæði verslunarinnar Jazz við Bárugötu. Talverðar breytingar þarf að gera á húsnæðinu til að það henti starfseminni og er unnið að þeim af miklum krafti. Að sögn Gunnars Skúla Guðjónssonar hjá Subway, er stefnt að opnun staðarins í lok júlí, líklega helgina 27.-29. júlí. (meira…)

Stórleikur á Hásteinsvelli í dag

Karlalið ÍBV tekur í dag á móti KR í 8-lið úrslitum Borgunarbikars karla en leikurinn hefst klukkan 16:00 á Hásteinsvelli. Varla þarf að taka það fram að þetta er stórleikurinn í 8-liða úrslitum enda liðin í 1. og 4. sæti Pepsídeildarinnar. ÍBV verður væntanlega án fjögurra sterkra leikmanna en þeir Brynjar Gauti Guðjónsson og George […]

Stemning á goslokahátíð

Halldór Halldórsson ráðsmaður á sjúkrahúsinu fór með videovélina sína um bæinn og fangaði stemninguna í eyjum á goslokahátíðinni. Mikill flöldi gesta er komin til eyja til að taka þátt í hátíðarhöldunum, sem eru með fjölbreyttasta móti að þessu sinni. Í ár eru liðin 39 ár frá því að gosinu var formlega aflýst. og eins og […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.