Brekkusöngurinn verður stærsta gítarpartí fyrr og síðar

Allir gestir á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í sumar munu fá eintak af rafrænni söngvabók með textum og gítargripum svo þeir geti sungið og spilað með í Brekkusöngnum um kvöldið. Þjóðhátíðarnefnd handsalaði samning um það við íslensku gítarsíðuna guitarparty.com fyrir þremur vikum. (meira…)

ÍBV berst gegn hvers konar ofbeldi

ÍBV-Íþróttafélag og Þjóðhátíðarnefnd ÍBV hlaut í dag, Bleiku Steinana, hvatningarverðlaun Feministafélags Íslands. Bleiku steinarnir voru fyrst afhentir árið 2003 á stofnári Feministafélagsins. Þá voru viðtakendur verðlaunana Forseti Íslands, Borgarstjóri Reykjavíkur, Biskup Íslands og heilbrigðisráðherra. Síðan þá hafa m.a Hæstiréttur, Dómarafélag Íslands og allir ráðherrar í ríkisstjórn Íslands hlotið viðurkenninguna. (meira…)

�?jóðhátíðarnefnd og ÍBV fá hvatningarverðlaun Femínista

Bleiku steinarnir, hvatningarverðlaun Femínistafélags Íslands, eru afhentir í dag. Handhafar bleiku steinanna að þessu sinni eru Þjóðhátíðarnefnd og stjórn ÍBV. Bleiku steinunum er ætlað að hvetja viðtakendur til að hafa jafnréttissjónarmið ætíð að leiðarljósi í verkum sínum. Ofangreindir aðilar hljóta þessa hvatningu í ljósi komandi hátíðarhalda Þjóðhátíðar í Vestmanneyjum síðar í sumar. (meira…)

�?keypis í handboltaskóla ÍBV

Í dag mun ÍBV hefja opnar handboltaæfingar. Æfingarnar verða í sex vikur (fram að þjóðhátíð) á mánudögum og miðvikudögum frá 16:30-18:00. Þjálfarateymið er frekar öflugt, Erlingur Rikka, Arnar Péturs, Svavar Vignisson, Siggi Braga, Jakob Lárusson, Unnur Sigmars ofl. (meira…)

Læt sjúkraþjálfarann dekra við mig

Guðmundur Þórarinsson, leikmaður ÍBV, vonast til að ná leik liðsins gegn Grindavík á miðvikudag. Guðmundur fór meiddur af velli á 80. mínútu í 4-0 sigrinum á ÍA á föstudagskvöld eftir að hafa meiðst á læri. „Ég losaði boltann frá mér og síðan fór Garðar (Bergmann Gunnlaugsson) í mig. Þetta var skelfilega vont, sagði Guðmundur við […]

Nostalgían

Páll Scheving Ingvarsson, bæjarfulltrúi skrifaði áhugaverða grein í Þjóðhátíðarblaðið árið 2009. Í greininni veltir Páll fyrir sér hvernig brottfluttir Eyjamenn sjái fyrir sér æskuslóðirnar og hvernig íbúar í Vestmannaeyjum sjái fyrir sér þjóðhátíð. Greinin er merkileg fyrir þær sakir að hún á jafn vel við í dag og fyrir þremur árum síðan. Greinina má lesa […]

Hjóla þvert og endilangt um Bretland

Þann 7. júlí ætla systurnar Sarah Hamilton og Claire Butler að hefja hjólatúr á reiðhjólum en markmiðið er að hjóla frá syðsta odda Bretlands, Lands End, að nyrsta odda landsins, John O´Groats. Ekki nóg með að þær systur ætli að hjóla um 1600 kílómetra heldur safna þær nú áheit­um til styrktar rannsóknum, með­ferð og fræðslu […]

Dagskrá 17. júní í Eyjum

Venju samkvæmt verður haldið upp á Þjóðhátíðardag lýðveldisins, 17. júní í Vestmannaeyjum. Hátíðahöldin hefjast með skrúðgöngu og verður gengið 13:30 frá Íþróttamiðstöðinni að Stakkó, þar sem hátíðahöldin fara fram. Þar mum Fjallkonan, Kristín Sjöfn Ómarsdóttir flytja hátíðarljóð auk þess sem nýstúdent ávarpar gesti og gangandi. Auk þess verður boðið upp á tónlistaratriði, Leikfélag Vestmannaeyja verður […]

Ásta Lilja Sumarstúlkan 2012

Nú fyrir stundu var tilkynnt hvaða stúlka væri Sumarstúlkan 2012. Tólf glæsilegar stúlkur tóku þátt í keppninni í ár en að lokum var Ásta Lilja Gunnarsdóttir valin Sumarstúlkan en Ásta Lilja er vel að sigrinum komin. Keppnin var öll hin glæsilegasta og sjaldan sem keppendur hafa fengið jafn glæsileg verðlaun fyrir að taka þátt. (meira…)

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.