Engir bekkjabílar í ár?

Þeir aðilar sem hafa verið með bekkjabíla á þjóðhátíð hafa haft samband við ritstjórn Frétta undanfarið og sagt frá áhyggjum sínum yfir því að nú eigi að banna bekkjabíla á næstu þjóðhátíð. Einn af þeim sem hafa ekið bekkjabíl, og vildi ekki koma fram undir nafni, sagði í samtali við Fréttir að hann væri mjög […]

Enn og aftur skemmdir á Skanssvæði

Þegar staðarhaldari kom við á Skanssvæðinu í morgun, blasti við heldur ófögur sjón. Enn og aftur var búið að valda skemmdum á svæðinu. Þannig var ljós brotið og skemmt, rusli var dreift um svæðið, fáni dreginn niður og bekkjum snúið á hvolf. Málið er í höndum lögreglunnar en myndir af viðkomandi skemmdarvörgum náðust á öryggismyndavél. […]

Mjósleginn makríll í upphafi vertíðar

Fyrstu skipin eru byrjuð makrílveiðar í íslenskri lögsögu og voru í gær um 35 mílur suður af Vestmannaeyjum. Aflabrögð mættu vera betri, sagði skipstjórinn á Sighvati Bjarnasyni, og enn er makríllinn heldur mjósleginn. (meira…)

Ekki mjög bjartsýnn á lundann

Ástand lundastofnsins eru flestum Eyjamönnum áhyggjuefni. Varp lundans hefur undanfarin ár misfarist og er ætisskorti kennt um. Einhverjar bjartsýni gætir nú hjá lundakörlum um að eitthvað sé að birta til. Einn af þeim sem alla sína tíð hefur fylgst glöggt með lundanum auk þess að vera veiðimaður í Bjarnarey, er Haraldur Geir Hlöðversson. Halldór Halldórsson […]

Leifur til liðs við HK

Handknattleiksmaðurinn Leifur Jóhannesson hefur ákveðið að söðla um og ganga í raðir Íslandsmeistara HK. Leifur gerði þriggja ára samning við HK, sem varð Íslandsmeistari á vordögum undir stjórn þeirra Erlings Richardssonar og Kristins Guðmundssonar. Erlingur mun einmitt þjálfa hjá ÍBV næsta vetur og mun Kristinn einn sjá um þjálfun HK. (meira…)

Líka stórsigur hjá KFS

Sjálfsagt vilja Selfyssingar gleyma þessum knattspyrnudegi sem fyrst. Kvennalið Selfoss tapaði fyrir ÍBV á Hásteinsvelli 7:1 og á Helgafellsvelli lagði KFS lið Árborgar að velli 7:2. Samalagt höfðu Vestmannaeyingar því 14:3 sigur gegn Selfyssingum í dag. (meira…)

Magnaður fyrri hálfleikur hjá ÍBV

ÍBV vann stórsigur á nágrönnum sínum frá Selfossi í Pepsídeildkvenna en liðin áttust við á Hásteinsvelli nú í kvöld. Lokatölur urðu 7:1 en það voru reyndar líka hálfleikstölur. Dálítið sérstakt að skora sjö mörk í fyrri hálfleik en ekki eitt einasta í þeim síðari en það kom ekki að sök því Selfoss skoraði ekki heldur […]

Fimm gripnir án þess að vera með belti

Vikan var með rólegra móti og ekkert um alvarleg mál sem upp komu. Skemmtanahald helgarinnar fór vel fram og engin teljandi vandræði í kringum skemmtistaði bæjarins. Að vanda var eitthvað um kvartanir vegna hávaða í heimahúsum sem tókst að leysa farsællega. (meira…)

Suðurlandsslagur hjá KFS

Knattspyrnuunnendur í Eyjum ættu að hafa nóg fyrir stafni í dag. Fyrir utan leikina tvo í Evrópumóti landsliða, sem sýndir eru í sjónvarpinu, er hægt að sjá tvo leiki í Eyjum. Eins og áður hefur komið fram tekur kvennalið ÍBV á móti Selfoss í kvöld klukkan 18:00. Á sama tíma tekur KFS á móti Árborg […]

�?óra Arnórsdóttir fundar í Eyjum á þriðjudagskvöld

Þóra Arnórsdóttir, forsetaframbjóðandi, býður Eyjamönnum til opins fundar í Akóges á morgun, þriðudaginn 12. júní kl. 20.00. Þar mun hún kynna áherslur sínar í forsetakjörinu, – sína sýn á embætttið og svara spurningum sem brenna á gestum. (meira…)

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.